XI.

Þar lá einn sjúkur maður, Lasarus að nafni, af Bethania, í híbýlum Maríu og hennar systur Marthe. [ En María var sú sem herrann hafði smurt með smyrslum og þurrkað hans fætur með sínum hárlokkum, hverrar bróðir var sá Lasarus sem sjúkur lá. Systur hans senda þá til Jesú, so segjandi: „Herra, sjá nú, sá þú elskar hann er nú sjúkur.“ Þá Jesús heyrði það sagði hann: „Þessi sótt er eigi til dauða heldur til Guðs dýrðar so að Guðs sonur verði fyrir hana dýrkaður.“ En Jesús elskaði Martham og systur hennar Maríu og so Lazarum. Þá hann hafði það heyrt að hann var sjúkur bleif hann samt tvo daga í þeim stað sem hann var þá.

Eftir það talar hann til sinna lærisveina: „Göngu vér aftur í Judeam.“ Þá sögðu hans lærisveinar við hann: „Rabbí, nærst þá vildu Júðar grýta þig og þó viltu fara þangað aftur?“ Jesús svaraði: „Eru eigi tólf stundir í degi? Hver hann gengur um daginn sá steytir sig eigi því að hann sér þessa heims ljós. En hver hann gengur um nætur sá steytir sig því þar er ekkert ljós í honum.“ Þetta mælti hann og eftir það sagði hann til þeirra: [ „Lasarus vinur vor hann sefur en eg fer að vekja hann af svefni.“ Þá sögðu hans lærisveinar: „Herra, ef hann sefur á batnar honum.“ Jesús talaði um hans dauða en þeir ætluðu að hann mundi segja af eðlilegum svefni. Þá sagði Jesús þeim opinberlega: „Lsarus er látinn og eg fagna fyrir yðar sakir það eg var ei þar so að þér trúið. Og göngum nú til hans.“ Þá sagði Tómas, sem kallast tvíburi, til lærisveinanna: „Göngu vær með so að vér deyjum með honum.“

Jesús kom og þá og fann að hann hafði fjóra daga í gröfinni legið. En Bethania lá hartnærri Jerúsalem so sem fimmtán renniskeið. Margir Gyðingar voru þar komnir til Martham og Maríu að þeir hugguðu þær um lát bróður síns. Sem Marta heyrir að Jesús kemur rennur húní móti honum en María sat heima.

Þá sagði Marta við Jesúm: [ „Herra, ef þú hefðir hér verið þá væri bróðir minn eigi látinn. En eg veit að hvers þú beiðist af Guði það gefur Guð þér.“ Jesús sagði til hennar: „Bróðir þinn skal upp rísa.“ Marta sagði til hans: „Eg veit að hann rís upp á efsta dags upprisu.“ Jesús sagði við hana: [ „Eg em upprisa og líf. Hver hann trúir á mig sá mun lifa þótt hann nú væri dauður og hver hann lifir og trúir á mig, sá skal eigi deyja að eilífu. Trúir þú þessu?“ Hún sagði þá til hans: „Já herra, eg trúi að þú sért sá Kristur, sonur Guðs sem í heiminn skyldi koma.“

Þá hún hafði þetta sagt fór hún og kallaði í hljóði á systur sína Maríu, so segjandi: „Meistarinn er hér nær og kallar á þig.“ Þá hin heyrði það stóð hún fljótt upp og kom til hans því að Jesús var enn ei kominn til kastalans heldur var hann enn í þeim stað sem Marta hafði í móti honum komið. En þeir Júðar sem í húsinu voru og hana hugguðu sáu það að hún stóð so fljótt upp og gekk út. Fylgdu þeir henni eftir og sögðu: „Hún fer til grafarinnar að gráta þar.“

Þá María kom þangað sem Jesús var og hún leit hann féll hún til fóta hans og sagði honum: „Herra, ef þú hefðir nú hér verið þá væri bróðir minn eigi látinn.“ Sem Jesús sá hana nú gráta og þá Gyðinga grátandi er með henni komu bystist hann við í sínum anda og hryggðist með sjálfum sér og sagði: „Hvar hafi þér lagt hann?“ Þeir sögðu honum: „Herra, kom og skoða.“ Þá tárfelldi Jesús. Þá sögðu Gyðingar: „Sjá, hversu kæran hann hefur haft hann.“ En aðrir af þeim sögðu: „Mátti hann sem opnaði blinds manns augu eigi gjöra við því að þessi hefði ekki dáið?“ Jesús sturlaðist þá enn með sjálfum sér og þá kom hann til grafarinnar. [ En það var einn jarðmunni. Steinn var og yfirlagður.

Jesús sagði: „Takið af steininn.“ Þá sagði Marta, systir hins dauða, til hans: „Herra, hann lyktar nú því að hann er ferdagaður.“ Jesús sagði til hennar: „Sagða eg þér ekki að ef þú tryðir þá mundir þú sjá Guðs dýrð?“ Þá tóku þeir steininn af þeim stað sem hinn dauði var lagður. En Jesús hóf þá sín augu upp og sagði: [ „Faðir, eg þakka þér það þú heyrðir mig. En eg veit þó að þú heyrir mig jafnan, heldur fyrir fólksins sakir sem hér stendur í kring þá sagða eg það so að það trúi því að þú sendir mig.“

Þá hann hafði þetta sagt kallaði hann hárri röddu: [ „Lazare, kom þú út!“ Og þá strax kom sá út sem dauður hafði verið, reyrður með líkböndum að höndum og fótum og um hans ásjón var sveipað meður sveitadúki. Jesús sagði til þeirra: „Leysið hann og látið burt ganga.“ Margir af Gyðingum sem komið höfðu til Mariam og sáu hvað Jesús gjörði þá trúðu á hann. En sumir af þeim gengu burt til Phariseis og sögðu þeim hvað Jesús hafði gjört.

Þá samtóku kennimannahöfðingjarnir og Pharisei eitt ráð og sögðu: [ „Hvað skulu vær til gjöra? Því þessi maður gjörir mörg teikn og ef vér sleppum honum so þá trúa allir á hann og þá koma Rómverjar og taka vort land og lýði.“ En einn af þeim, Kaífas að nafni, sá sem það sama ár var kennimannahöfðingi, sagði til þeirra: „Þér vitið ekkert og hugleiðið ekkert. Betra er fyrir oss að einn maður deyði fyrir fólkið so að eigi tapist allur lýður.“ En þetta sagði hann ei af sjálfum sér heldur af því hann var þess árs kennimannahöfðingi, þá spáði hann að Jesús skyldi deyja fyrir fólkið, ei einasta fyrir það fólk heldur það að hann safnaði í eitt þeim Guðs börnum er sundur voru dreifð. Og upp frá þeim degi samtóku þeir með sér að aflífa hann.

Jesús gekk eigi þaðan af berlega hjá Gyðingum heldur fór hann burt í eitt byggðarlag nærri eyðimörku, í þá borg sem kallaðist Efrem. Og þar dvaldist hann með sínum lærisveinum. En þá var páskahátíð Gyðinga nálæg og margir úr þeirri sveit gengu upp til Jerúsalem fyrir páskana að hreinsa sig. Þeir stóðu upp og spurðu eftir Jesú og töluðu sín á millum í musterinu: „hvað sýnist yður það hann kemur ei til hátíðardagsins?“ En biskupar og Phariseis gáfu út það boðorð ef nokkur vissi hvar hann væri þá skyldi hann undirvísa þeim svo að þeir mtætu höndla hann.