LIII.

Menntunarfræði Davíðs í kórnum til samans fyrir að syngja

Hinir fávísu segja í sínu hjarta: „Enginn er Guð.“ Þeir duga ekkert og eru andstyggilegir orðnir í sínu vondu athæfi, þar er ei sá neinn að gott gjöri.

Guð leit af himnum ofan yfir sonu mannanna að hann sæi hvert nokkur væri skynsamur, sá eð eftir Guði leitaði.

En allir eru þeir affallnir og allir til samans ónýtir orðnir, þar er ei sá neinn að gott gjörir og ekki einn.

Hvert vilja þeir illskumenn ekki láta sér segjast, þeir eð uppsvelgja mitt fólk svo þeir næri sjálfa sig? Guð ákalla þeir ekki.

En þar eru þeir hræddir um sig sem ei er ugganda því að Guð í sundurdreifir beinum þeirra [ nauðungarmanna, þú gjörir þá til skammar því Guð hann forsmáir þá.

Eg sæi það gjarnan það hjálpræðið út af Síon kæmi yfir Ísrael og Guð frelsaði sitt hertekið fólk. Þá mundi Jakob gleðja sig og Ísrael glaðvær vera.