Og Jakob heyrði orð Labans sona þeir eð sögðu: „Jakob hefur komist yfir aleigu vors föðurs og af vors föðurs eign er han so vellríkur orðinn.“ Jakob sá og á Labans yfirbragði og sjá, það var ekki so við hann sem í gær og áður fyrri. [ Þá sagði Drottinn til Jakobs: „Hverf aftur í þitt fósturland og til þinnar ættar. Eg vil vera með þér.“ Þá sendi Jakob og lét kalla þær Rakel og Lea út á mörkina þar hans hjörð var og sagði til þeirra: „Eg sé að ykkar föðurs yfirbragð er ekki við mig so sem það var í gær og í fyrradag. En Guð míns föðurs hefur verið með mér.

Og þið vitið að eg hefi þjónað ykkrum föður af öllu mínu megni en hann hefur svikið mig og tíu sinnum hefur hann skipt um verkkaup við mig. En Guð hefur ekki lofað honum að gjöra mér skaða. Þá hann sagði: Það flekkótta skal vera þitt verkkaup, þá fæddi öll hjörðin ekki utan flekkótt lömb. Og þá hann sagði: „Það mislita skal vera þitt verkkaup, þá fæddi öll hjörðin mislitt. So hefur Guð tekið frá ykkar föður hans eign og gefið mér.

Því að nær tíminn kom að berféð skyldi fá lambanna upplyfta eg mínum augum og eg sá í svefni og sjá þú, að hrútarnir stukku uppá þann flekkótta, dílótta og mislita ásauð. Og Guðs engill sagði til mín í svefni: Jakob. Og eg svaraði: Hér er eg. En hann sagði: Lát upp þín augu og sjá að hrútarnir stökkva uppá þann flekkótta, dílótta og mislita ásauð. Því eg hefi séð allt það sem Laban hefur gjört þér. Eg er sá Guð í Bet-El þar sem þú smurðir steininn og gjörðir heiti. Tak þig nú upp og far burt af þessu landi og hverf aftur til þinnar ættjarðar.“

Þá svöruðu þær Rakel og Lea og sögðu til hans: „Við eigum nú öngva deild eða nokkurn arf eftir í okkar föðurs húsi. Hefur hann ekki haldið okkur so sem annarlegar? Því að hann hefur selt okkur og eytt okkar verði. Þar fyrir hefur Guð tekið vors föðurs ríkdóm og gefið okkur og okkar börnum. Gjör nú allt það sem Guð hefur boðið þér.“

Jakob tók sig upp og setti sín börn og kvinnur upp á úlfalda og hafði í burt allar sínar hjarðir og alla þá fjárhluti sem honum höfðu aflast í Mesopotamia, að hann færi til síns föðurs Ísaks í Kanaans land. [ En um þennan tíma var Laban genginn að klippa sauði sína og Rakel hafði í burt skúrgoð síns föðurs. So [ stal Jakob hjarta Labans hins sýrlenska í því að hann sagði honum ekki að hann flýði á burtu. Og hann fór í burtu þaðan með öllu því honum tilheyrði, tók sig upp og fór yfir um vatnið og setti sína leið til fjallsins Gíleað.

Á hinum þriðja degi þar eftir frétti Laban að Jakob var í burt flúinn. Og hann tók sína bræður til sín og fór eftir honum sjö dagleiðir og náði honum á fjallinu Gíleað. [ En Guð kom til Labans þess sýrlenska um nátt í svefni og sagði til hans: „Varast þú að tala annars við Jakob en vinsamlega.“ Og Laban nálgaðist Jakob. En Jakob hafði sett sínar tjaldbúðir á fjallinu. Laban setti og sín tjöld þar með sínum bræðrum á sama fjalli Gíleað.

Þá sagði Laban til Jakobs: „Því hefur þú þetta gjört að þú stalst mínu hjarta? Og burtfluttir mínar dætur líka sem þær hefði verið herteknar með sverði? Hvar fyrir flúðir þú svo heimuglega? Og stalst þig so í burt og sagðir mér það ekki áður so að eg hefða mátt fylgja þér á leið með fagnaði, með söngleik, bumbum og hörpum. Þú lést mig eigi heldur minnast við mín börn og dætur. Þú hefur gjört fávíslega. Eg hefi (með Guðs hjálp) so mikla magt að eg get gjört þér illt. En yðars föðurs Guð sagði til mín í gær: „Varast þú að mæla við Jakob annað heldur en vinsamlegt. [

Nú þó að þú vildir á burt fara og þó þig langaði heim til þíns föðurs húss, því hefur þú þá stolið mínu skúrgoði?“ Jakob svaraði og sagði til Labans: „Eg uggða og hugsaði að þú mundir með ofríki slíta þínar dætur frá mér. En hjá hverjum þú finnur þitt skúrgoð, hann skal hér deyja fyrir vorum bræðrum. Leitaðu þíns hjá mér og tak það burt. (En Jakob vissi ekki að Rakel hafði burt tekið það.) Þá gekk Laban inn í Jakobs tjald og í tjald Lea og í beggja ambáttanna tjaldbúð, rannsakaði og fann ekkert. Og hann gekk úr Lea tjaldi og í tjald Rakelar. Þá tók Rakel skúrgoðið og lagði það undir hálmstrá úlfaldanna og settist þar á ofan. En Laban rannsakaði allt tjaldið og fann ekki par. Þá mælti hún til síns föðurs: „Minn herra, reiðst mér ekki þó eg geti ekki risið upp í móti þér, því kvenleg eðlissótt er komin að mér.“ Og hann fann ekki skúrgoðið hversu mjög sem hann rannsakaði.

Þá reiddist Jakob og ávítaði Laban og sagði til hans: „Hvað hefi eg misgjört eður brotið við þig að þú fórst eftir mér í reiði þinni? Þú hefur rannsakað alla mína búshluti. Hvað hefur þú nú hér fundið af allri þinni eigu? Legg það hér fram fyrir mína og þína bræður að þeir dæmi á millum okkar.

Eg hefi verið hjá þér í tuttugu ár, þínir sauðir og geitur þínar hafa ekki verið ófrjóvar, hrúta hjarðar þinnar hefi eg ekki etið. Hvað sem rifið var af dýrunum bar eg ekki heim til þín heldur mátta eg það bítala og þú krafðir þess af minni hendi hvert það var heldur stolið á nóttu eða degi frá mér. Eg þrengdust um daga af hita en um nætur af kulda og þar kom enginn svefn á mín augu.

So hefi eg nú þessi tuttugu ár þjónað í þínu húsi, fjórtán ár fyrir þínar dætur og sex ár fyrir þína hjörð. Og þú hefur tíu sinnum skipt mínu verkkaupi. Hefði ekki míns föðurs Guð, Abrahams Guð og Ísaks [ ótti, verið mér nálægur þá hefðir þú látið mig snauðan frá þér fara. En Guð leit á mína neyð og mitt erfiði og hann straffaði þig í gær.“

Laban svaraði og sagði til Jakobs: „Þessar dætur eru mínar dætur og þessi börn eru mín börn og þessi hjörð er mín hjörð og allt það þú sér það er mitt. Hvað kann eg gjöra mínum dætrum í dag eður dætrabörnum? So kom nú, látum oss gjöra einn sáttmála, eg og þú sem skal vera til eins vitnisburðar millum þín og mín.“ [ Þá tók Jakob einn stein og reisti hann upp til eins merkis og sagði til sinna bræðra: „Safnið steinum hingað.“ Og þeir báru steina saman og gjörðu eina grjóthrúgu og þeir snæddu á þeirri hrúgu. Og Laban kallaði hana Jegar Sahadúta en Jakob kallaði hana [ Gíleað.

Þá sagði Laban: „Þessi steinhrúga skal vera einn vitnisburður í dag í millum mín og þín.“ Þar fyrir kallast hún Gíleað. Og hún skal vera ein Síonarhæð, því hann sagði: „Drottinn hann skoði millum mín og þín nær við skiljumst hér. Ef þú gjörir mínum dætrum nokkuð grand eður ef þú tekur þér aðrar kvinnur að auk minna dætra. Hér er enginn maður hjá okkur. En sjá þú, Guð er vitnið millum mín og þín.“ Og Laban sagði enn framarmeir til Jakobs: „Sjá, það er sú steinhrúga og það er það merki sem eg hefi uppreist millum mín og þín. Sú sama steinhrúga skal vera vitni og það teikn skal og vera vitni nær eg fer hér yfir til þín eða þú til mín yfir þessa steinhrúgu og þetta merki til að gjöra mér skaða. Abrahams Guð og Nahors Guð og þeirra forfeðra Guð skal vera dómari millum okkar.“

Og Jakob sór honum eið við síns föðurs Ísaks ótta. Og Jakob færði fórnir á fjallinu og bauð sínum bræðrum til snæðings. Og sem þeir höfðu matar neytt voru þeir þar uppá fjallinu um nóttina. Árla morguns stóð Laban upp og minntist við sín börn og sínar dætur og blessaði þau og fór í burt og kom heim aftur til síns staðar.

En Jakob fór leið sína og Guðs englar mættu honum. Og sem hann sá þá sagði hann: „Það eru Guðs herbúðir.“ Og kallaði þann sama stað [ Mahanaím.