III.

Þér Ísraelsbörn, heyrið hvað Drottinn talar við yður, sem er: Allar þær ættir sem eg útfærði af Egyptalandi og sagði: Eg hefi sérdeilis þekkt yður af öllum kynslóðum á jörðunni. Þar fyrir vil eg og heim vitja yðar sökum yðar margfaldra misgjörninga.

Kunna nokkuð tveir að ganga til samans utan þeir sé samþykkir sín á millum? [ Öskrar nokkuð leónið í skóginum ef það hefur öngva bráð? Grenjar nokkuð leónshvelpurinn í sínu inni utan hann hafi nokkuð fengið? Fellur nokkur fugl í snöruna á mörkinni ef þar er enginn fuglafangari? Tekur nokkuð veiðimaðurinn sínar snörur frá einu stilli hafi hann ekki par veitt? Blæs nokkur so í lúður innan staðar að fólkinu felmtri ekki? Er þar nokkur ólukka í staðnum sem Drottinn gjörir ekki? Því Drottinn Guð gjörir ekkert áður en hann opinberar sinn leyndan vilja fyrir sínum prophetum og þénurum. Nær leónið öskrar, hver mun það ekki óttast? Og nær Drottinn talar, hver skyldi þá ekki spá?

Kunngjörið það í herbergjunum til Asód og í þeim höllunum Egyptalands og segið: „Heimtist saman upp á fjallið Samarie og sjáið hvað stór veinun, óp og óréttur þar sker inni.“ Þeir akta öngvan lagarétt, segir Drottinn, þeir safna liggjandi fé með órétti og herfangi í sín herbergi. Þar fyrir segir Drottinn so: Menn munu þetta land umkringja á alla vegu og slíta þig frá þínu magtarveldi og ræna þín hús.

So segir Drottinn: Líka sem einn hirðir nær tveimur lærleggjum eður einum eyrnasnepli úr leóns munni so skulu og Israelisbörn frelsast sem búa í Samaria og hafa sína sæng í hyrningum og til Damasco eina [ trésæng. Heyrið og vitnið það í Jakobs húsi, segir Drottinn Guð Sebaót. Því að á þeim tíma nær eð eg vil heimsækja og vitja Ísraels synda þá vil eg vitja altarisins í Betel og í sundur brjóta altarisins horn so þau skulu falla til jarðar. Og eg vil bæði slá veturhús og sumarsetur og þau fílsbeinshúsin skulu niðurfalla og mörg hús skulu fordjarfast, segir Drottinn.