XXII.

Þessi er þunginn yfir Sjónardalnum. [ Hvað er yður að þér hlaupið so upp á ræfrin? Þú varst full með glaum, ein borg full af fólki, ein gleðileg borg. Þínir helslegnu eru ekki með sverði vegnir og ekki í bardaga drepnir heldur eru allir þínir höfuðsmenn fyrir boganum í burt flýðir og herteknir. Allir þeir sem fundist hafa í þér þeir eru fangaðir og langt í burt flýðir. Þar fyrir segi eg: Fari þér í frá mé. Látið mig gráta beisklega, ómakið yður ekki að hugsvala mér yfir þeirri foreyðslunni dótturinnar míns fólks. Því að það er einn dagur styrjaldar og fóttroðningar og eyðileggingar af Drottni Drottni Sebaót í Sjónardalnum vegna þess undirgraftrar múrveggsins og þessa herópsins á fjallinu. Því að [ Elam kemur þar með pílnakoffrin, vagna, mannfjöldann og stríðsfólkið og Kír lætur skína á skildina.

Og þá mun ske að þínir kjördalir munu fullir vera með vagna og hermenn munu sínar herbúðir setja fyrir portdyrunum, þá mun [ fortjaldið Júda bert verða so það mun sjást á þeim tíma þau vopnin skógarhússins. Og spjöllin borgarinnar Davíðs munu þá mörg sjást og þér munuð vatninu úr því neðsta vatsdíkinu safna. Þér munuð og einnin telja húsin til Jerúsalem, já, þér munuð og einnin niðurbrjóta húsin til að styrkja múrveggina með. Og þér munuð gjöra vatsgröf millum beggja múranna út af þeim gamla fiskidamminum. Þó gæti þér ekki að honum sem svoddan gjörir og sjáið ekki upp á hann sem slíkt tilsendir álengdar.

Þar fyrir mun Drottinn Drottinn Sebaót á þeim tíma kalla láta að þeir skuli gráta og kveina og hárið afraka og hryggðarbúnaði klæðast þó að nú sé þar ekki utan gleði og glaumur, naut drepin, sauðum slátrað, kjöt etið, vín drukkið og sagt: [ Látum oss eta og drekka því vér deyjum þó á morgun. Svoddan er fyrir eyrum Drottins allsherjar opinbert. Hvað gildir ef þessi misgjörð verður yður fyrirgefin áður en þér deyið, segir Drottinn Drottinn Sebaót.

So segir Drottinn Drottinn Sebaót: [ Far þú og gakk inn til hans sem gjaldkerinn er, til Sebna hofgarðsmeistarans og seg þú til hans: Hvað hefur þú hér? Hverjum heyrir þú til að þú lætur úthöggva þér eina steinþró so sem sá eð sína gröf á hæðum uppi útsnikka lætur og sína íbygging lætur í steinhellum gjöra? Sjá þú, að Drottinn mun í burt fleygja þér líka sem það einn öflugur maður í burt fleygir öðrum og yfir þig dreifa og hann mun fleygja þér sem öðrum leikhnetti langt burt í framandi lönd, þar muntu deyja, þar munu þínir dýrðlegir vagnar blífa með forsmán hússins þíns herra og eg vil útskúfa þér úr þinni stétt og eg vil afsetja þig af þínu embætti.

Og á þinn tíma vil eg kalla minn þjón Eljakím son Hilkía og vil íklæða hann þínum kyrtli og gyrða hann með þínu belti og gefa þitt vald í hans hendur so að hann sé faðir þeirra sem byggja til Jerúsalem og hússins Júda. [ Og eg vil [ lyklilinn til hússins Davíðs leggja upp á hans herðar so það hann lúki upp og enginn aftur læsi, það hann aftur læsi og enginn upplúki. Og eg vil keyra hann einn fastan nagla í sterkum stað og hann skal hafa það dýrðarsætið í síns föðurs húsi so það hengist upp á hann öll vegsemd hússins hans föðurs, einnin barna og barnabarna, öll þau smáker og drykkjarstaup og allsháttuð hljóðfæri. Á þeim degi, segir Drottinn allsherjar, skal sá naglinn í burttekinn verða sem fastur stendur í öruggum stað so það hann í sundurbrotni og niðurfalli og að hans þungi glatist, því að Drottinn hann segir það.