XIIII.

Og þar komu nokkrir af öldungunum Ísraels til mín og settust niður hjá mér. Þá skeði orð Drottins til mín og sagði: Mannsins son, þetta fólk heldur sér með þeirra hjörtum við sína afguði og halda fast á þeirri hneykslan sinna illgjörða. [ Skyldi eg svara þeim nær eð þeir aðspyrja mig? Þar fyrir tala þú við þá og seg þú til þeirra: Svo segir Drottinn Drottinn: Hvaða manni af Ísraels húsi sem heldur sér í sínu hjarta við sína afguði og heldur fast á þeim skammfyllingum sinna illgjörða og kemur til prophetanna þá vil eg, Drottinn, svara þeim hinum sama svo sem hann hefur forþénað meður sinni mikilli afguðadýrkan upp á það að Ísraels hús skulu tælast í sínu hjarta af því að þeir í burt víkja allir frá mér með afguðadýrkan.

Þar fyrir skaltu segja til hússin Ísrael: Svo segir Drottinn Drottinn: Umvendið og í burt snúið yður í frá yðvari afguðadýrkan og snúið yðar andlitum í burt frá öllum yðar svívirðingum. Því að hver maður af Ísraels húsi eður útlendingur sá sem býr í Ísrael sem í burt víkur frá mér og hnígur með sínu hjarta til sinna afguða og heldur samt við þá hneykslun sinanr afguðadýrkunar og kemur til prophetans það hann aðspyrji mig fyrir honum þeim vil eg, Drottinn, sjálfur svar gefa. Og eg vil setja mitt andlit á móti þeim hinum sama að þeir skulu blífa í eyði lagðir og hafðir vera að fyrirburði og málshætti og eg vil upprykkja þeim frá mínu fólki so að þér skuluð fornema að eg er Drottinn.

Og þar sem einn falspropheti talar eitthvað þá vil eg, Drottinn, láta þann sama þar igen svikinn verða og eg vil útrétta mína hönd yfir hann og upprykkja honum frá mínu fólki Ísrael. Svo skulu þeir hvorutveggja bera sinn misgjörning og svo sem að hans misgjörningur er sem aðspyr, eins líka svo skal og sá misgjörningurinn prophetans vera so að þeir skulu ei lengur villa Ísrales hús í burt frá mér og ekki meir saurga þá með allsháttuðum lögbrotum heldur skulu þeir vera mitt fólk og eg vil vera þeirra Guð, segir Drottinn Drottinn.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, nær eð eitt land syndgast á móti mér og þar með forsmár mig þar ofan á þá vil eg útrétta mína hönd yfir það hið sama og í burt svipta brauðsnægtunum og eg vil senda þangað hungur og hallæri svo að eg skal upprykkja þar inni bæði mönnum og fénaði. Og þó að þeir þrír menn Noe, Daníel og Job væri þar inni þá mundu þeir aðeins sínum eigin sálum bjargað geta fyrir sjálfs síns réttvísi, segir Drottinn Drottinn. [

Og þó að eg innleiddi mannskæð dýr í landið sem í burt drífa fólkið og eyða landið svo að enginn kynni að ferðast þar inni fyrir dýranna sakir og þessir þrír menn væri þar og einnin inni, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, þá mundu þeir hvorki bjargað geta sonum eður dætrum heldur alleinasta sjálfum sér en landið skal í eyði leggjast. [

Elliegar ef eg læt sverð koma yfir landið og segi til sverðsins: [ „Far þú í gegnum landið“ og eg upprykkti so bæði mönnum og fénaði og þeir þrír menn væri þar inni, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, þá mundu þeir hvorki fá bjargað sonum eður dætrum heldur skyldi þeim alleina bjargað verða.

Elliegar ef að eg innsendi drepsótt í landið og léti so ausa minni grimmd yfir það og úthella blóðinu svo að upprykkti bæði mönnum og fénaði og Noe, Daníel og Job væri þar inni, svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, þá mundu þeir hvorki geta bjargað sonum eður dætrum heldur alleinasta sínum eigin sálum fyrir sjálfs þeirra réttvísi. [

Því svo segir Drottinn Drottinn: Ef að eg innsendi mínar fjórar refsingarplágur yfir Jerúsalem, sem er sverð, hungur, ólm dýr, drepsótt, að eg upprykki so þar inni bæði mönnum og fénaði, sjá þú, þá skulu þó nokkrir þar inni eftir verða af þeim sem þaðan skulu útleiða syni og dætur og koma hingað til yðar svo að þér skuluð sjá hvernin að þeim vegnar og hughreysta yður yfir þeirra gæfuleysi sem eg læt koma yfir Jerúsalem með öllu því öðru sem eg lét koma yfir hana. Þeir skulu vera yðar [ huggun nær eð þér fáið að sjá hvernin að þeim vegnar og þér skuluð fornema að eg gjörða það ekki fyrir sakleysi hvað eg hefi þar inni gjört, segir Drottinn Drottinn.