XXXVI.

Á því fjórða árinu Jóakím sonar Jósía konungsins Júda skeði þetta orð til Jeremia af Drottni og sagði: [ Tak eina bók og skrifa þar í alla þá orðræðu sem eg hefi talað til þín yfir Ísrael, yfir Júda og yfir öllu fólkinu, í frá þeim tíma eg talaði fyrst við þig, sem er í frá tíð Jósía, allt til þessa dags; ef ske mætti að húsið Júda, nær eð þeir heyra alla þá ógæfu sem eg hugða að gjöra þeim, að þeir muni þá snúa sér hver frá sínu vondu athæfi að eg mætta so fyrirgefa þeim þeirra misgjörninga.

Þá kallaði Jeremias á Barúk Neríason. [ Sá hinn sami Barúk skrifaði í eina bók af munni Jeremia alla þá orðræðu Drottins sem hann hafði talað við hann. Og Jeremias skipaði Barúk og sagði: „Eg er innibyrgður so að eg kann ekki að ganga í hús Drottins. En gakk þú þangað og les þessa bók í hverja þú hefur skrifað þá orðræðu Drottins af mínum munni fyrir fólkinu í húsi Drottins á föstudeginum og þú skalt lesa hana fyrir eyrum alls Júda sem hingað inn koma út af sínum stöðum, ef að so mætti ske að þeir vildu lítillæta sig fyrir Drottni með bænaákalli og snúa sér sérhver í burt frá sínu vondu athæfi því sú reiðin og grimmdin er mikil sem Drottinn hefur umtalað í gegn þessu fólki.“ Og Barúk Neríason gjörði allt það sem prophetinn Jeremias bauð honum svo að hann las þá orðræðuna Drottins af bókinni í húsi Drottins.

En so bar til á því fimmta árinu Jóakím sonar Jósía konungsins Júda í þeim níunda mánaði það boðuð var ein fasta fyrir Drottni öllu fólki til Jerúsalem og öllu því fólki sem kom til Jerúsalem út af stöðunum Júda. Og Barúk las þá orðræðuna Jeremias úr bókinni í húsi Drottins í kapellu Gemaría sonar Safan cantzilerans í þeim hinum efri fordyrum fyrir því nýja pörtinu á húsi Drottins, fyrir öllu fólkinu.

Þá eð Mikaja sonur Gemaría sonar Safan heyrði nú öll orð Drottins úr bókinni þá gekk hann ofan í konungsins garð í cantzelerans hús og sjá þú, að þar sátu allir höfðingjarnir, Elísama cantzelier, Delaja sonur Semaja, Elnatan Akbórson, Gemaría Safanson og Sedekía Hananjason með öllum höfðingjunum. Og Mikaja kunngjörði þeim alla þá ræðu sem hann hafði heyrt svo sem það að Barúk las af bókinni fyrir fólksins eyrum.

Þá sendu allir höfðingjarnir Júdí son Natanja sonar Selemja sonar Kúsí eftir Barúk og létu segja honum: „Tak þú bókina með þér af hverri þú hefur lesið fyrir fólkinu og kom so hingað.“ Og Barúk Neríason tók bókina með sér og kom til þeirra. Og þeir sögðu til hans: „Set þig niður og les so að vér heyrum það.“ Og Barúk las hana fyrir þeirra eyrum. Og er þeir heyrðu alla þessa ræðu skelfdust þeir við það, einn með öðrum, og sögðu til Barúk: „Vér viljum kunngjöra konunginum alla þessa ræðu.“ Og þeir spurðu Barúk að: „Seg þú oss hvernin að þú hefur skrifað alla þessa ræðu út af hans munni.“ Barúk sagði til þeirra: „Hann las alla þessa ræðu fyrir mér með sínum munni og eg skrifaði hana með bleki í bókina.“

Þá sögðu höfðingjarnir til Barúk: „Gakk burt og geym þig með Jeremia svo að enginn viti hvar þið eruð.“ En þeir gengu burt til konungsins í fordyrnar og létu bókina vera í herbergi Elísama cantzelérans og sögðu kónginum alla þessa ræðu. Þá sendi kóngurinn Júdí burt að sækja bókina. Hann tók hana af herbergi Elísama cantzelérans. Og Júdí las hana fyrir konunginum og fyrir öllum höfðingjunum sem stóðu hjá kónginum. En kóngurinn sat í vetrarsalnum fyrir skorsteininum á þeim níunda mánaði.

En sem Júdí hafði lesið þrjú eða fjögur blöð þá skar hann þau burt með skrifhnífi og kastaði þeim á eldinn sem var fyrir skorsteinunum þangað til að bókin var öll uppbrennd í eldi. [ Og öngum blöskraði við þetta né í sundurreif sín klæði, hvorki konungurinn né hans þénarar, þó að þeir heyrði alla þessa ræðu enn þó að Elnatan, Delaja og Gemaría báðu konunginn að hann vildi eigi brenna bókina en hann hlýddi þeim ekki. Þar til með bauð konungurinn Jarehmeel syni Hamelek og Serja syni Asríel og Selamja syni Abdeel að þeir skyldu grípa Barúk skrifarann og Jeremiam prophetann en Drotitnn hafði forðað þeim.

Þá skeði orð Drottins til Jeremia eftir það eð konungurinn hafði látið brenna bókina og þá orðræðuna sem Barúk hafði skrifað eftir munni Jeremias og sagði: Tak þér eina aðra bók aftur og skrifa alla þá hina fyrri orðræðuna þar í sem stóð þeirri hinni fyrri bókinni, hverja eð Jóakím konungurinn Júda hafði uppbrennt. Og seg so af Jóakím konunginum Júda: So segir Drottinn: Þú uppbrenndir þá bókina og sagðir: „Hvar frir skrifaðir þú þar inni það kóngurinn af Babýlon skyldi koma og fordjarfa þetta land og gjöra það svo að þar skyldi hverki fólk né fénaður meir inni vera?“

Þar fyrir segir Drottinn af Jóakím konunginum Júda: Þar skal enginn út af hans sæði sitja upp á Davíðs stóli og hans líkami skal liggja útkastaður á daginn í hitanum og á nóttunni í kuldanum. Og eg vil vitja hans heim og hans sæðis og hans þénara fyrir þeirra misgjörða sakir og eg vil láta alls kyns ógæfu koma yfir þá og yfir borgarmennina í Jerúsalem og yfir þá í Júda so sem það eg hefi sagt þeim og þó að þeir hlýddu mér ekki.

Þá tók Jeremias aðra bók og fékk hana Barúk syni Nerie skrifaranum. Hann skrifaði þar eftir munni Jeremia alla þá orðræðu sem stóð í hinni bókinni þá sem Jóakím konungurinn Júda hafði í eldi brenna látið og umfram þá hinu sömu þá var þar enn miklu meiri ræða en það í hinni var.