Og Drottinn birtist honum í þeim [ dal Mamre þá hann sat í sínum tjaldbúðardyrum og dagurinn var sem heitastur. Og er hann upplyfti sínum augum sá hann að þar stóðu þrír menn gagnvart honum. Og sem hann leit þá rann hann í mót þeim úr sínum tjaldbúðardyrum og féll fram til jarðar og sagði: „Herra, hafi eg fundið náð fyrir þínu augliti þá gakk ekki framhjá þínum þénara. Eg skal sækja lítið vatn að þvo yðar fætur og hvílið yður undir trénu. Eg vil bera yður lítið brauð so þér megið styrkja yðvart hjarta, síðan farið yðar leið, því þar fyrir eru þér komnir hingað til yðvars þénara.“ Þeir svöruðu: „Gjör þú sem þú mæltir.“

Abraham hljóp í tjaldbúðina til Saru og sagði: „Flýt þér og menga þrjá mælir hveitimjöls, hnoða þú og baka kökur.“ Og hann hljóp til og tók einn góðan feitan kalf og fékk þénaranum, hann flýtti sér og tilreiddi hann. Og hann bar fram smjör og mjólk og af þeim kalfi sem hann hafði tilreitt og setti það fram fyrir þá og hann stóð hjá þeim undir trénu og þeir neyttu.

Þá sögðu þeir til hans: „Hvar er þín kvinna Sara?“ Hann svaraði: „Hún er í tjaldbúðinni.“ Þá sagði hann: „Eg vil koma til þín aftur, að mér lifanda, sjá þú, þá skal Sara þín kvinna hafa einn son.“ Þetta heyrði Sara á bak við tjaldbúðardyrnar. En Abraham og Sara voru bæði gömul og hnigin á efra aldur, so að kvenlegir eðlishættir voru horfnir frá Saru. Þar fyrir brosti hún með sér sjálfri og sagði: „Skal eg nú stunda eftir lysting þar sem eg er gömul orðin og minn herra hniginn að aldri?“

Þá sagði Drottinn til Abrahams: „Því hlær Sara þar að og segir: Mun það satt að eg skuli barn fæða svo gömul? Er nokkuð Drottni neinn hlutur ómögulegur? [ Eg vil koma til þín aftur á þessum tíma, að mér lifanda, og skal Sara hafa einn son.“ Þá þrætti Sara og sagði: „Eg hló ekki“, því hún var hrædd. En hann sagði: „Það er ekki so, þú hlóst.“

Þá stóðu mennirnir upp þaðan og sneru sér til Sódóma. Og Abraham gekk á leið með þeim og fylgdi þeim á veg. Þá sagði Drottinn: „Má eg dylja fyrir Abraham því sem eg vil gjöra? Með því hann skal verða að einu miklu og mektugu fólki og allar þjóðir á jörðunni skulu blessast í honum. [ Því að eg veit að hann mun bjóða sínum börnum og sínu húsi eftir sig að varðveita vegu Drottins og gjöra það sem rétt og gott er, so að Drottinn láti það koma yfir Abraham sem hann hefur heitið honum.“

Og Drottinn sagði: „Hróp þeirra í Sódóma og Gómorra er mikið og þeirra syndir eru mjög þungar. [ Þar fyrir vil eg fara ofan og vita hvort þeir hafa gjört allt eftir því hrópi sem komið er fyrir mig. Eða sé það ekki, so að eg megi það vita.“ Og mennirnir sneru sínu augliti þar frá og gengu til Sódóma.

Og Abraham var standandi eftir fyrir Drottni og gekk fram fyrir hann og sagði: „Viltu lífláta þann réttláta með þeim óguðlega? [ Má vera þar finnist fimmtigu réttlátir í staðnum. Viltu þá lífláta þá og þyrma ekki staðnum fyrir sökum þeirra fimmtigu réttlátra manna ef þeir væri þar? Fjarlægt sé þér það að þú skulir það gjöra að drepa þann réttláta með þeim óguðlega, að sá hinn réttláti verði líkur þeim óguðlega. Það sé langt frá þér, þú sem ert allrar veraldarinnar dómari, í öngvan máta dæmir þú svo.“ Þá sagði Drottinn: „Ef eg finn fimmtigu réttlátra manna í þeim stað Sódóma þá vil eg fyrir þeirra skuld fyrirgefa þeim öllum stöðum.“

Abraham svaraði og sagði: „Af því eg hefi um sinn uppbyrjað að tala við Drottin þar sem eg er þó duft og aska. Ske má þar séu fimm miður enn fimmtígir réttlátra, vildir þú þá afmá allan staðinn vegna þeirra fimm?“ Hann sagði: „Ef eg finn þar fimm og fjörutígi þá mun eg ekki afmá staðinn.“ Og hann talaði framar meir við hann og sagði: „En ef þar finnast fjörutígir.“ En hann svaraði: „Eg vil ekkert gjöra þeim vegna þeirra fjörutigi réttlátra.“

Þá sagði Abraham: „Reiðst mér ekki, Drottinn, þó eg tali enn meira: En ef þar finnast þrjátigi réttlátra.“ Hann svaraði: „Ef eg finn þar þrjátigu þá vil eg ekkert gjöra þeim.“ Og hann sagði: „Af því eg hefi eitt sinn til tekið þá vil eg tala við Drottin: En ef þar finnast tuttugu.“ Hann svaraði: „Eg vil ei fordjarfa þá vegna þeirra tuttugu.“ Og hann sagði: „Herra, reiðst ekki þó eg tali enn eitt sinn: En ef þar verða fundnir tíu.“ Og hann svaraði: „Eg vil ekki afmá þá vegna þeirra tíu.“ Og Drottinn gekk í burt eftir þessar viðræður við Abraham. Og Abraham fór aftur til síns staðar.