VI.

Ranglætið eyðir öllum löndum og vondur lifnaður um koll kastar stólum voldugra. So heyrið nú til, þér kóngar, og hyggið þar að. Látið yður undirvísa, þér dómendur á jörðunni. Hlustið til, þér sem drottnið yfir mörgum, þér sem að upphefjið yður yfir fólkið. Því að yður er valdið gefið af Drottni og magtin af þeim Hinum hæðsta. Hann mun spyrja hvernin þér breytið og rannsaka hvað þér skikkið.

Því að þér eruð starfsmenn hans ríkis. En þér standið ei vel í yðar starfi og haldið öngvan rétt og þér gjörið ekki rétt eftir því sem Drottinn hefur skipað. Hann mun koma yfir yður grimmlega og skjóttlega og þar mun áfellisdómur ganga yfir þá sem eru yfirherrarnir. Því þeir minniháttar munu öðlast náð en þeir voldugu munu volduglega straffaðir verða. Því að hann sem er allra Drottinn mun ei hræðast nokkurs persónu né forðast nokkurs magt. Hann hefur bæði gjört þann smáa og stóra og hann forsorgar öllum eins. En yfir þá megtugu mun ganga einn strangur dómur.

Til yðar, týranna, tala eg so þér lærið viskuna og að það bregðist yður ei. [ Því að hver hann varðveitir heilaga kenning heilaglega hann verður heilagur haldinn og hver hann lærir hana vel hann fær vel staðist. So látið yður líka mina ræðu, girnist hana og látið undirvísa yður.

Því að spekin er væn og óforgengileg og lætur sig gjarna sjá af þeim sem hana elska og lætur sig finna af þeim sem hennar leita. [ Já, hún mætir þeim sem hana vilja gjarnan hafa og segir sjálf til sín. Hver hann vill fljótlega gjarna hafa hana hann þarf ekki að hafa mikið ómak, hann finnur hana takandi vara á honum fyrir hans dyrum. Þvía að eftir henni að stunda það eru þau réttu hyggindin og hver hann er vakandi eftir henni hann þarf ekki lengi að kvíða. Því að hún gengur í kring og leitar að þeim sem hennar er maklegur og hún opinberast honum gjarnan á veginum og gætir að honum so að hún kunni að mæta honum. Því að hver sem ljúflega lætur sér undirvísa, það er sannlega spekinnar upphaf og hver sem hennar gætir hann lætur gjarnan undirvísa sér. Hver sér lætur gjarnan undirvísa, hann heldur hennar boðorð og hvar sem hennar boðorð eru haldin þar er vissulega eitt heilagt framferði. En hver sem lifir í heilögu framferði, þar er Guð nálægur. Hver sem nú lyst hefur til vísdóms þann gjörir hún að einum herra. Vilji þér nú, þér týrannar á meðal fólksins, gjarna vera kóngar og höfðingjar? Þá hafið vísdóminn í heiðri upp á það að þér megið drottna eilíflega.

En hvað viskan er og hvaðan hún kemur vil eg kunngjöra yður og eg vil þess leyndardóms ei dylja yður heldur rannsaka frá upphafi skepnanna og ávísa hana opinberlega og hlífa ekki sannleiknum. Því að eg vil ekki par hafa með þá eiturlegu öfund því að hún heyrir ei viskunni til. En þá þeir vísu eru margir það er lukka heimsins og einn hygginn kóngur er fólksins gæfulán. Af því látið yður undirvísa með mínum orðum, það skal vera yðart gagn.