XXXIIII.

Jósías var átta vetra gamall þá hann varð kóngur og hann ríkti eitt og þrjátígi ár í Jerúsalem. [ Hann gjörði það sem Drottni vel líkaði og fór allan feril Davíðs föður síns og veik hverki út af til vinstri né hægri handar. Því að á áttunda ári síns ríkis þá hann var enn barn að aldri upphóf hann að leita Guðs síns föðurs Davíðs. Og á tólfta ári upphóf hann að hreinsa Júdam og Jerúsalem af hæðum og blótskógum, skúrgoðum og útskornum myndum. Hann lét og niðurbrjóta fyrir sér Baalsaltari og lét afhöggva það bílæti sem þar stóð ofan á. Hann braut og í sundur alla lunda og skúrgoð og bílæti og gjörði það að ösku og jós henni yfir grafir þeirra sem þeim höfðu áður offrað. [ Hann brenndi og prestanna bein á ölturunum og hreinsaði svo Júda og Jerúsalem, að auk þessa í borgum Manasse og Efraím og Símeon og allt til Neftalí í þeirri eyðimörku allt um kring. En sem hann hafði nú niðurbrotið ölturin og lundana og sundurslegið afguðana og afhöggvið öll bílæti um allt Israelisland þá kom hann aftur til Jerúsalem.

Á hinu átjánda ári síns kóngdóms þá hann hafði hreinsað landið og húsið þá sendi hann Safan son Assalja og Maeseja staðarins fóvita og Jóa son Jóakas canzelerinn að endurbæta Drottins Guðs hús. Og þeir komu til Hilkía þess yppasta kennimanns og fengu honum þá peninga sem færðir voru til Guðs húss hverja að Levítarnir sem að voru dyraverðir höfðu saman safnað af Manasse, Efraím og af öllum þeim sem eftir voru orðnir í Ísrael og af öllum Júda og Benjamín og af þeim sem bjuggu í Jerúsalem og afhentu þá verkamönnum sem að skikkaðir voru í Drottins hús. [ Og þeir gáfu það þeim sem smíðuðu að Drottins húsi og hvar það var niður fallið, þá skyldu þeir forbetra húsið. Þessir inu sömu gáfu það trésmiðum og múrmeisturum og að kaupa úthöggna steina og hefluð tré til bjálkanna í þeim húsum sem Júdakóngar höfðu fordjarfað. Og allir þessir arfiðismenn frömdu trúlega sína þjónustu.

En yfir þá voru þessir tilsjónarmenn settir: Jóhat og Óbadía Levítar af sonum Merarí, Sakaría og Mesúllam af sonum Kahathiter. Þeir skyldu tilsjá að gjörningurinn framkvæmdist, og voru allir Levítar sem kunnu að leika á hljóðfæri. Þeir sem settir voru yfir burðarmennina og þá sem að fylgdu að verkinu í hverju embætti, þeir voru Levítar, skrifarar, embættismenn og dyraverðir.

En sem þeir tóku út peningana sem inn voru lagðir í Drottins hús þá fann Hilkía kennimaður lögmálsbók Drottins þá sem út hafði gefið Móses. [ Og Hilkía svaraði og sagði til Safan skrifara: „Eg hefi fundið lögmálsbók í húsi Drottins.“ Og Hilkía fékk Safan bókina. En Safan bar hana fyri kónginn og kunngjörði kónginum og sagði: „Allt það gefið er í þinna þénara hendur það gjöra þeir. Og þeir hafa tekið saman það fé sem fundist hefur í húsi Drottins og gáfu þeim sem settir voru fyrir arfiðið, svo og þeim sem frömdu gjörninginn.“ Og Safan skrifari undirvísaði kónginum og sagði: „Hilkía kennimaður fékk mér eina bók.“ En sem Safan las í henni fyrir kónginum og kóngurinn heyrði lögmálsins orð þá reif hann klæði sín í sundur.

Og kóngurinn bauð Hilkía og Ahíkam syni Safan og Abdón syni Míka og Safan skrifara og Asaja sveini kóngsins og sagði til þeirra: „Farið og afspyrjið Drottin fyrir mig og fyrir þá sem eftir eru orðnir í Ísrael og fyrir Júda vegna bókarinnar orða sem fundin er. Því að reiði Drottins er mikil sem uppkveikt er yfir oss að vorir forfeður hafa ei haldið orð Drottins og eigi gjört það sem skrifað stendur í þessari bók.“

Þá gekk Hilkía og þeir aðrir sem út voru sendir af kónginum til Hulda spákonu, kvinnu Sallúm, sonar Takehat, sonar Hasra þess klæðageymara, sem bjó í Jerúsalem í öðrum parti, og töluðu við hana. [ En hún svaraði þeim: „So segir Drottinn Israelis Guð: Segið þeim manni sem yður útsendi til mín: So segir Drottinn: Sjá, eg vil leiða ólukku yfir þennan stað og hans innbyggjara, allar þær bölvanir sem að standa skrifaðar í þessari bók sem að lesin var fyrir Júdakóngi, sökum þess að þeir hafa yfirgefið mig og brennt reykelsi fyrir annarlegum guðum, reitt mig og styggt með öllum þeirra handaverkum. [ Og mín reiði skal uppkveikjast yfir þessum stað og skal ekki útslökkt verða. [ Þér skuluð so segja kóngi Júda þeim sem yður útsendi að spyrja Drottin: Svo segir Drottinn Ísraels Guð um þau orð sem þú heyrðir: Sökum þess að þitt hjarta er orðið klökkt og þú auðmýktir þig fyrir Guði þá þú heyrðir hans orð á móti þessum stað og hans innbyggjurum og þú lítillættir þig fyrir mér og sundurreifst þín klæði og grést fyrir mér þá hefi eg bænheyrt þig – segir Drottinn. Sjá, eg vil safna þér til þinna feðra so þú skalt leggjast í þína gröf með friði so að þín augu skulu eigi sjá alla þá ólukku sem eg vil senda yfir þennan stað og hans innbyggjara.“ Og þeir sögðu kónginum þetta aftur.

Eftir þetta sendi kóngurinn út og lét samankoma alla ina elstu í Júda og Jerúsalem. [ Og kóngurinn gekk upp í Drottins hús og allt fólk Júda og innbyggjarar í Jerúsalem, þar með prestarnir og Levítarnir og allur almúginn, bæði smáir og stórir. Og öll þau orð sem stóðu í sáttmálsbókinni þeirri sem fundin var í Drottins húsi voru lesin fyrir þeirra eyrum. [ Og kóngurinn stóð í sínum stað og gjörði einn sáttmála fyrir Drottni, að þeir skyldu ganga eftir Drottni og halda hans boðorð, vitnisburði og réttindi af öllu hjarta og af allri sálu og gjöra eftir öllum þessum sáttmálsorðum sem skrifuð eru í þessari bók. Og allir þeir sem fundust í Jerúsalem og í Benjamín stóðu þar og Jerúsalems innbyggjarar gjörðu eftir Drottins þeirra feðra Guðs sáttmála. Og Jósías tók burt allar svívirðingar úr öllu landinu sem Israelissonum tilheyrði og kom því til leiðar að allir þeir sem voru fundnir í Ísrael þjónuðu Drottni sínum Guði. So lengi sem Jósías lifði viku þeir hvergi frá Drottni þeirra feðra Guði.