II.

Og einnin yður (samlífgaði hann) þá þér voruð dauðir fyrir afbrot og syndir, í hverjum þér hafið forðum daga gengið eftir hætti þessarar veraldar og eftir þeim höfðingja sem í loftinu drottnar, sem er eftir þeim anda er á þessari tíð hefur sína verkan í börnum vantrúarinnar, meðal hverra vér höfum allir forðum haft vort athæfi í girndum vors holds, fremjandi holdsins og hugskotsins vilja og vorum af náttúru börn reiðinnar líka svo sem hinir aðrir. [

En Guð sá auðigur er af miskunn, fyrir sína miklu elsku þar hann hefur oss elskað, þá vér vorum dauðir í syndunum hefur hann gjört oss lifandi meður Kristi (því að af náðinni eruð þér hólplegir vorðnir) og hefur uppvakið oss meður honum og sett oss meður honum meðal himneskra í Christo Jesú upp á það hann auðsýni í eftirkomandi öld yfirgnæfanlegan ríkdóm sinnar náðar fyrir sína góðgirni viður oss í Christo Jesú. Því að af náðinni eru þér hjálplegir orðnir fyrir trúna og það ekki af yður. Guðs gáfa er það, eigi af verkunum, so að enginn hrósi sér. Því að vér erum hans verk, skapaðir í Christo Jesú til góðra verka, til hverra að Guð hefur oss áður forðum fyrirbúið það vér skyldum þar inni ganga.

Hvar fyrir verið þess minnugir það þér sem forðum daga voruð heiðnar þjóðir eftir holdinu og yfirhúð kallaðir af þeim sem kallaðir eru umskurn eftir holdinu sem með hendinni sker, það þér voruð í þann sama tíma án Christi, framandi og fráskildir borgarrétti Ísraels og ókenndir af testamento fyrirheitisins af því þér höfuð ekkert hóp og voruð án Guðs í þessum heimi. [ En þér sem nú í Christo Jesú eruð og forðum voruð í fjarska þá eruð nú nálægir vorðnir fyrir blóð Christi.

Því að hann er vor friður sá út af hverutveggjum gjörir eitt og af hefur brotið þann vegg sem þar var á milli í því það hann burttók fyrir sitt hold þann óvinskap, sem er [ lögmálið það í boðorðunum var tilsett, so að hann skapaði af tveimur einn nýjan mann í sjálfum sér og gjörði so frið það hann forlíkti hvorutveggju við Guð í einum líkama fyrir krossinn og deyddi so óvinskapinn fyrir sig sjálfur og er kominn og kunngjörði yður í evangelio þann frið yður sem voruð fjærri og hinum sem nærri voru. Því að fyrir hann höfum vér hvorutveggja aðgang í einum anda til föðursins.

So eru þér nú eigi meir gestir og framandi heldur samborgarmenn heilagra og Guðs heimamenn, uppbyggðir yfir grundvöll postula og spámanna þar Jesús Christus er hyrningarsteinn, á hverjum öll uppbyggingin í eitt samansett vex til heilags musteris í Drottni, upp á hvern þér verðið einnin með uppbyggðir til Guðs íbúðar í andanum.