III.

Og þeim engli samkundunnar til Sarden skrifa þú: [ Þetta segir sá sem hefur sjö anda Guðs og stjörnurnar sjö: Eg veit þín verk því að þú hefur það nafn að þú lifir og ert dauður. Vert vakandi og styrk hið annað hvað deyja vill því þín verk hefi eg ei fullkomleg fundið fyrir Guði. Því legg í minni hvað þú hefur meðtekið og heyrt og varðveit það og gjör iðruan. Því ef þú mant eigi vaka þá mun eg yfir þig koma sem þjófur og eigi munt þú vita á hverri stundu er eg mun koma yfir þig. Þú hefur fáein nöfn til Sarden er eigi hafa saurgað sín klæði og þeir munu meður mér ganga í hvítum klæðum því að þeir eru þess verðugir. Hver yfirvinnur sá skal meður hvítum klæðum klæddur verða og eigi mun eg hans nafn útplana af lífsbókinni. Og eg mun játa hans nafn fyrir mínum föður og fyrir hans englum. Hver eyru hefur sá heyri hvað andinn segir samkundunum.

Og þeim engli samkundunnar í Philadelphia skrifa þú: [ Þetta segir hinn heilagi og sannarlegi, sá sem hefur lykilinn Davíðs, hver eð upplætur og enginn innibyrgir, sá er innibyrgir og enginn upplætur: Eg veit þín verk. Sjá, eg lét fyrir þér opnar dyr og enginn fær þær aftur látið. Því þú hefur nokkurn lítinn kraft og hefur varðveitt mitt orð og hefur ekki mitt nafn afneitað. Sjá, eg mun gefa út af Satans safnaði, þá sem segja sig Gyðinga vera og eru ekki heldur ljúga, sjá, eg mun þeim gjöra það þeir skulu koma og tilbiðja fyrir þínum fótum og viðurkenna það eg hefi þig elskað.

Með því þú hefur varðveitt orð minnar þolinmæði mun eg einnin varðveita þig frá freistingartíma sem koma mun yfir alla heimsins kringlu til að freista þeirra sem á jörðu byggja. Sjá, eg kem snarlega. Halt hvað þú hefur so það enginn taki þína kórónu. Hver yfirvinnur þann mun eg gjöra að stólpa í musteri Guðs míns og hann skal eigi meir úti ganga og yfir honum mun eg skrifa nafn Guðs míns og nafn hinnar nýju Jerúsalem sem er borg míns Guðs sú af himnum ofan kemur frá mínum Guði og mitt hið nýja nafn. Hver eyru hefur hann heyri hvað andinn segir samkundunum.

Og þeim engli samkundunnar til Laodicea skrifa þú: [ Þetta segir Amen, trúr og sannarlegur vottur, hver að upphaf er skepnunnar Guðs: Eg veit þín verk það þú ert hverki kaldur né heitur. Eg kjöra þú værir annað hvort heitur eða kaldur. En með því þú ert volgur og hvorki kaldur né heitur mun eg útskyrpa þér af mínum munni. Því að þú segir: Eg em ríkur og auðigur nóg og þarf einskis og veist ekki það þú ert vesall, aumur og volaður, blindur og fatlaus. Eg ræð þér að þú kaupir gull af mér það í eldi er reynt so þú auðigur verðir og þú íklæðist hvítum klæðum svo að ekki uppbirtist vanvirðing þinnar fatleysi og smyr þín augu meður augnasmyrslum so að þú sjáir.

Hverja eg elska þá straffa eg og tyfta. [ Því vert kostgæfinn og gjör iðran. Sjá, eg stend fyrir dyrum og klappar upp á. Ef nokkur heyrir mína rödd og upplýkur dyrunum, til hans mun eg innganga og kveldverð með honum snæða og hann meður mér. Hver yfirvinnur honum mun eg gefa meður mér að sitja á mínum stóli líka sem eg yfirunnið hefi og setið með mínum föður á hans stóli. Hver eyru hefur sá heyri hvað andinn segir samkundunum.“