II.

Því fyrst hjá yður er nú hugsvalan í Christo, fyrst þar er huggun kærleiksins, fyrst þar er sameign andans, fyrst þar er hjartgróin ástsemi og miskunnsemi, so uppfyllið minn fögnuð það þér séuð einnrar lundar, hafandi hinn sama kærleika, verandi samhugaðir og eins sinnaðir, ekkert gjörandi fyrir öfund eður hégómadýrð heldur fyrir lítillæti haldið hver sem einn annan æðra en sig sjálfan. [ Og hver einn líti eigi upp á það sem hans er heldur upp á það hvað annars er.

Hver einn sé so sinnaður sem Jesús Christus var, hver þó eð hann væri í Guðs ímynd hélt hann það þó ekki fyrir neitt rán Guði líkur að vera heldur minnkaði hann sig sjálfan og tók á sig mynd eins þjóns, varð líkur öðrum mönnum og að hegðan fundinn sem maður, lítillætti sig sjálfan og varð hlýðugur allt til dauða, já allt til krossins dauða. Fyrir því hefur Guð upphafið hann og gaf honum nafn það yfir öllum nöfnum er so að í nafni Jesú skulu sig beygja öll kné þeirra sem á himnum og á jörðu og undir jörðunni er og allar tungur skulu viðurkenna það Jesús Christus sé Drottinn til dýrðar Guðs föðurs.

Líka so, mínir kærustu, sem þér hafið alla tíma hlýðugir verið, eigi alleinasta í minni náveru heldur og nú miklu meir í minni fráveru, verkið sjálfir yðar sáluhjálp með ugg og ótta því Guð er hann sem í yður verkar bæði viljann og gjörninginn eftir sinni þóknan.

Gjörið alla hluti án möglunar, og án örvæntingar, upp á það þér séuð óflekkaðir, og skírir, og óstraffanleg Guðs Börn, mitt í milli þeirrar vondrar og umsnúinnar Kynslóðar, Meðal hverra þér skínið so sem Ljós í Heiminum, þar með, að þér blífið við Ljóssins orð, mér til hrósunar á degi Christi, so að eg hafi ekki til ónýts hlaupið, né forgefins erfiðað. Og ef so er, það eg verð fórnfærður, so sem Offur og hlýðni yðar Trúar, þá gleð eg mig með yður öllum. Þess skulu þér einnen gleðja yður, og skuluð gleðja yður meður mér.

[ En eg vona í DROTTNI Jesú, það eg muni innan skamms senda Timotheum til yðar, svo að eg gleðjist í huga, þá eg fengi að vita hvernen yður fer að. Því að eg hefi öngvan sem so algjörlega sé míns sinnis, er so af hjarta fyrir yður syrgir. Því hinir allir leita þess hvað þeirra er, en ei hvað Jesú Christi er. En þér vitið, það hann er vel fallinn, því að líka so sem Barnið Föðurnum, svo hefur hann meður mér þjónað í Evangelio. Þann sama vona eg, það eg muni skjótlega þangað senda, þá að eg sé hvað mér líður. En eg treystunst í DROTTNI, það eg muni einnen sjálfur innan skamms tíma koma til yðar.

[ Mér leist nauðsynlegt það eg senda til yðar þann Bróður Epaphrodithon, sá minn hjálpari og meðstríðari og yðar Apostuli, og nauðþurftar þénari er. Af því, að þér höfðuð heyrt það hann hefði Sjúkur verið, og hann var að sönnu Dauðsjúkur. En Guð veitti honum Miskunn, Eigi einasta honum, heldur jafnvel mér, so að eg hefða eigi Sorg á sorg ofan.

En eg hefi sent hann þess skjótara, so að þér sæjuð hann, og yrðið glaðir aftur, og það eg hefða þess minni Sorg. So meðtakið hann nú í DROTTNI, af allri gleði. Og hafið þess konar menn í Heiðri, því að fyrir sakir verks Christi er hann Dauðanum so nær kominn, það hann sitt líf þeygi aktaði, upp á það hann þjónaði mér í yðvarn stað.