LX.

Eitt gyllini klenodium Davíðs fyrir að syngja, út af því gulllega [ rósarnisti að læra, þá hann hafði barist við Syros úr Mesopotamia og við þá Syros af Sóba, þá eð Jóab sneri aftur og sló þá Edómíta í Saltdalnum, tólf þúsundir

Guð, þú sem hefur í burt rekið og í sundurdreift oss og reiður varst, hugga þú oss nú aftur.

Þú sem jörðina hefur svo skekið og í sundurhrist, lækna þú hennar sprungur sem svo er niðurhrunin.

Því að þínu fólki auðsýndir þú hart atlæti, þann víndrykk gafstu oss að vér tumbuðum um koll.

En eitt sigurmerki hefur þú þó gefið þeim sem þigg óttast, hvert þeir upp setja og örrugir af verða. Sela.

Upp á það þínir ástvinir frelsaðir verði, þá hjálpa þú nú með þinni hægri hönd og bænheyr oss.

Guð hann talar í sínum helgidóm: „Þess hins sama gleð eg mig, að eg vilji sundurskipta [ Síkem og mæla afdalinn Súkót.

Galaað er minn, minn er Manasses, Efraím er styrkleikur míns höfuðs, Júda er minn höfðingi,

Móab er mitt [ þvættikerald, minn skó dreg eg yfir Edóm, Philistei syngur mér siguróp.“

Hver mun vilja flytja mig út í eina örugga [ borg? Hver mun í burt leiða mig allt í Edóm?

Muntu, Guð, ekki gjöra það, sem oss hefur fordrifið, og þú, Guð, sem [ ekki dregur út með voru herliði?

Veit þú oss fulltingi í hörmunginni því að mannsins hjálp er að öngu nýt.

Með Guði viljum vér hreystiverk gjöra og hann sjálfur mun vora óvini undir leggja.