XX.

Þá svaraði Sófar af Naema og sagði: [ „Eg hlýt þar til að svara og kann ekki að bíða við. So vil eg og gjarnan heyra hver mig skal straffa og segja þar á mót því að skilningur míns anda skal forsvara mig. Veist þú ekki að það hefur svo alla tíma til gengið svo lengi sem þar hafa menn verið á jarðríki? Það frægðin hins óguðlega stendur ekki lengi og það hræsnarans glaðlæti varir eitt augabragð. Og þó að hans hæð taki allt upp í himininn og hans höfuð það kæmi við skýin þá fyrirferst hann þó að síðustu sem annar þrekkur so að þeir af hverjum hann var álitinn munu segja: Hvar er hann nú? Líka sem annar draumur í burt líður, svo skal hann og ekki fundinn verða og líka sem önnur sjónhending á náttartíma í burt hverfur. Það auga sem séð hefur hann það skal ekki sjá hann oftar og hans staður skal ekki líta hann lengur. Hans börn munu fara yfir og ölmusu þiggja og hans hönd mun gefa honum armæðu til þjónustulauna. Hans bein munu gjalda hans heimuglegra synda og þau munu í jörðina leggja sig með honum.

Þá eð honum smakkast vel sjálfs hans illska í sínum munni þá mun honum þó í sinni tungu [ brestur á henni verða. Hún mun afturhaldast og eigi til steðjast honum og það sama mun bannað vera í sjálfs hans kverkum. Hans magtur mun umsnúast hið innra í kviðnum út í nöðrugall. Það góss hann hefur í sig gleypt, því mun hann útspýja aftur og Guð mun útsteyta það úr hans kviði. Hann mun [ sjúga nöðrunnar gall og höggormsins tunga mun drepa hann. Hann mun ekki sjá þau vötnin né þá vatslækina sem fram fljóta með smjöri og hunangi. Hann mun erfiða og njóta þess ekki og aðrir skulu eignast hans auðæfi svo að hann gleðjist ekki þar við. Því að hann niðurþrykkti og yfirgaf hinn fátæka, hann dró þau hús undir sig sem hann byggði ekki. Því að hans búkur kunni ekki saddur að verða, hann mun og slíkt ekki umflúið geta fyrir sinna kostulegra auðæfa sakir. Þar mun og ekkert neitt eftir blífa af hans matarnægtum, þar fyrir mun hans kræsigur lifnaður öngvan stað hafa. En þó hann hafi alls kyns yfirgnæfanlegar nægtir þá mun þó honum erfitt veita, allsháttuð armæða mun yfir hann koma.

Hans búkur mun enn eitt sinn fullur verða og hann mun senda sína hefndarreiði yfir hann, hann mun láta rigna sinn ófrið yfir hann. Fyrir járnharneskinu mun hann flýja og sá stálboginn mun forjaga hann. Þar mun eitt nakið sverð ganga í gegnum hann og sverðsins leiftran sem honum mun beiskleg blífa mun með skelfingu yfir hann koma. Þar er ekki neitt það myrkur sem honum kunni að skýla, sá eldur sem þar er ekki [ uppkveiktur mun foreyða honum og það mun þeim illa vegna sem eftir orðinn er í hans heimili. Himinninn mun opinbera hans misgjörninga og jörðin mun uppsetja sig í móti honum. Hans börn munu í burt flytjast af hans heimili og útdreifast á hans reiðinnar degi. Þetta eru launin eins óguðrækins manns hjá Guði og arftakan hans orða hjá Guði.“