XXXVI.

Og þú mannsins son, spáðu Ísraelsfjöllum og segðu: Þér Ísraelsfjöll, heyrið orð Drottins! So segir Drottinn Drottinn: Af því að óvinirnir hrósuðu sér yfir yður: „Ha, ha! Þær hinar ævinlegu hæðirnar eru nú orðnar vor arfleifð“ þar fyrir spáðu og segðu: So segir Drottinn Drottinn: Með því að þeir í eyðilögðu og afmáðu yður alla vegana og þér eruð þeim eftirorðnum heiðingjum að hlutskipti orðnir og eruð komnir í fólksins munna og eruð orðnir að vondri orðhrópan, þar fyrir, heyri þér Ísraelsfjöll orð Drottins Drottins: So segir Drottinn Drottinn, bæði til fjallanna og til hálsanna og til lækjanna og dalanna og til öræfa eyðimarkanna og óbyggðarstaðanna sem eru þeim eftirorðnu heiðingjunum að gripdeildum og háðungum orðnir allt um kring, já svo segir Drottinn Drottinn: Eg hefi talað í minni brennandi vandlætingu móti þeim eftirorðnu heiðingjunum og í móti gjörvallri Edóm sem mitt land hefur að sér tekið með fagnaðai af öllu hjarta og með háðuglegum aðhlátri til að fordjarfa og útarma það.

Þar fyrir spáðu um Ísraelsland og seg þú til fjallanna og hálsanna, til lækjanna og dalanna: So segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, eg hefi talað í minni vandlætingu og grimmd. Af því að þér hljótið að bera soddan forsmán af heiðingjunum þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: [ Eg upphef mína hönd að yðrir nágrannar, þeir heiðingjarnir allt um kring, skulu þar igen sjálfir bera sínar skammir. En þér Ísraelsfjöll skuluð blómgast aftur og bera yðvarn ávöxt mínu fólki Ísrael og það skal snarglegana ske.

Því sjáið, eg vil snúa mér til yðar aftur og gæta að yður so að þér skuluð uppbyggjast og plantaðir verða og eg vil fjölga mörgu fólki hjá yður því gjörvöllu Ísraels húsi öllu til samans. Og staðirnir skulu byggðir verða upp aftur, já eg vil fjölga hjá yður fólki og fénaði so að þér skuluð fjölgast og vaxa. Og eg vil innsetja yður aftur þar þér bjugguð fyrr meir. Og eg vil gjöra yður meira gott heldur en nokkurn tíma áður fyrri og þér skuluð formerkja að eg er Drottinn. [ Eg vil innflytja menn til yðar sem skulu vera mitt fólk Ísrael, þeir skulu þig eignast og þú skalt þeirra arfleifð vera og þú skalt ekki meir vera erfingjalaus.

So segir Drottinn Drottinn: Með því að þeir segja það um yður: „Þú hefur uppetið fólkið og þú hefur gjört þitt fólk erfingjalaust“ þar fyrir skaltu ekki nú meir uppeta fólkið, eigi heldur gjöra þitt fólk arflaust, segir Drottinn Drottinn. Og eg vil ei láta þig lengur heyra brígslin heiðinna þjóða og þú skalt ekki lengur heyra háðungar heiðingjanna og þú skalt ekki gjöra fólk þitt erfingjalaust lengur, segir Drottinn Drottinn.

Og orð Drottins skeði framleiðis til mín: Þú mannsins son, þá eð Ísraels hús bjó í sínu landi og saurgaði það meður sinni breytni og gjörningum svo að þeirra breytni var fyrir mér so sem óhreinleiki kvinnunnar í hennar kvenlegu krankdæmi þá úthellta eg minni grimmd yfir þá fyrir þess blóðsins sakir sem þeir úthelltu í landinu og saurguðu það sama með þeirra afguðum og eg útdreifða þeim á meðal heiðinna þjóða og eg í burt rak þá út í löndin og dæmdi þá eftir þeirra breytni og gjörningum. Og þeir héldu sig líka svo sem heiðingjarnir til hverra þeir komu og vanhelguðu mitt heilaga nafn so að þeir sögðu so af þeim: „Er þetta fólk Drottins það hann hlaut út að draga af sínu landi?“ En eg vægða fyrir míns heilaga nafns sakir hvert eð Ísraels hús það vanhelgaði á meðal heiðinna þjóða til hverra þeir komu.

Þar fyrir skaltu segja til Ísraels hús: Svo segir Drottinn Drottinn: Eg gjöri það eigi fyrir yðar skuld, þér af húsi Ísraels, heldur fyrir míns heilaga nafns sakir hvert þér hafið vanhelgað á meðal heiðinna þjóða til hverra þér komuð. Því að eg vil helga mitt hið mikla nafn sem af yður er vanhelgað fyrir heiðingjum, það sem þér hafið vanhelgað á meðal þeirra. Og þeir hinir heiðinu skulu formerkja að eg er Drottinn, segir Drottinn Drottinn, nær að eg auglýsi mig á yður fyrir þeim það eg sé heilagur.

Því að eg vil sækja yður til heiðinna þjóða og samansafna yður af öllum löndum og innflytja yður aftur í yðart land. [ Og eg vil stökkva hreinu vatni á yður so að þér skuluð verða hreinir af öllum yðar saurindum og eg vil hreinsa yður frá öllum yðar afguðum og gefa yður nýtt hjarta og einn nýjan anda í yður og eg vil í burt taka það steinhjartað af yðru holdi og gefa yður eitt kjötlegt hjarta. Eg vil gefa minn anda í yður og eg vil gjöra eitt svoddan fólk af yður sem gengur í mínum boðorðum og heldur mín réttindi og gjörir þar eftir. Og þér skuluð búa í landinu sem eg gaf yðar forfeðrum og þér skuluð vera mitt fólk og eg vil vera yðar Guð. Og eg vil frelsa yður af öllum yðar óhreinleika og eg mun kalla kornið og eg vil margfalda það og ekki neitt hallæri vil eg láta koma til yðar. Eg vil margfalda ávöxtinn á trjánum og ávöxtinn á akurlöndunum so að heiðingjarnir skulu ekki meir hæða yður með þeirri hallæristíðinni.

Þá munu þér hugleiða yðar vonda breytni og yðar gjörninga sem eigi voru góðir og þér munuð þá iðrast yðvara synda og afguðadýrkunar. Þessu vil eg til vegar koma, ekki fyrir yðar skuld, segir Drottinn Drottinn, so að þér skuluð vita það heldur so að þér skuluð einnin skammast yðar og bera kinnroða, þér af Ísraels húsi, yfir yðra vonda breytni.

So segir Drottinn Drottinn: Á þeim tíma nær eð eg mun hreinsa yður af öllum yðar syndum þá vil eg byggja þessa staðina aftur og þeir hinir foreyddu staðirnir skulu igen uppbyggðir verða. Það foreydda landið skal erjast aftur þó að það væri fordjarfað so að allir þeir sem þar ganga um skulu sjá það og segja: „Þetta land var í eyði lagt og nú er það sem einn lystilegur aldingarður og þessir staðirnir voru niður brotnir og eyðilagðir og ofan rifnir en nú standa þeir rammlega byggðir.“ Og þær heiðnar þjóðir sem eftir eru orðnar í kringum yður skulu formerkja að eg er Drottinn, sá sem uppbyggir það sem ofan er brotið og gróðsetur það sem í eyði var lagt. Eg, Drottinn, segi þetta og gjöri einnin það hið sama.

Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil láta að nýju Ísraels hús spyrja mig svo að eg megi augsýna mig þeim og eg vil margfalda þá so sem mannsins hjörð, so sem eina heilaga hjörð, sem eina hjörð til Jerúsalem á hennar hátíðum, so skulu þeir foreyddu staðirnir fullir verða af mannanna hjörð. Og þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.