II.

Og þá er fullkomnuðust hvítasunnudagar voru þeir allir með einum huga í þeim sama stað. [ Og þar varð skyndilega þytur af himni líka sem mikils tilkomandi vindar og fylldi upp allt húsið þar þeir sátu í. Og á þeim sáust sundurgreinilegar tungur so sem að væri þær glóandi. Hann setti sig yfir sérhvern þeirra. Og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að mæla ýmislegar tungur eftir því sem heilagur andi gaf þeim til út að tala.

En þar voru Gyðingar byggjandi til Jerúsalem, guðlegir menn út af allra handa þjóð þeirri sem undir himninum er. Og er þessi rödd skeði kom mannfjöldinn til samans og varð óttasleginn því að hver og einn heyrði þá tala sína tungu so það að allir tóku að óttast og undrast og sögðu: [ „Sjá, eru þessir eigi allir sem þar tala út af Galilea? Hvernin heyrum vér þá hver einn sitt tungumál þar eð vér erum innifæddir? Parthi og Medi og Elamite og þeir sem byggja í Mesopotamia, Judea, Capadocia, Ponto og Asia, Phrygia og Pamphilia, á Egyptalandi og í álfum Lybie, hverjar eru nærri Cirenia, og útlenskir af Roma, Gyðingar og þeir sem Júðar höfðu gjörst, Kretar og Arabíar – og vér heyrum þá tala vorum tungum Guðs stórmerki!“ En allir urðu óttaslegnir og undruðust það, segandi sín á millum: „Hvað mun þetta vilja verða?“ En aðrir dáruðu þá og sögðu að þeir færi fullir af nýju víni.

Þá stóð upp Pétur meður þeim ellefu, hóf upp sína raust og talaði til þeirra: [ „Þér Gyðignar, góðir menn, og þér allir sem búið til Jerúsalem: Það sé yður kunnigt og látið yður mín orð í eyrum loða því að þessir eru eigi drukknir sem þér meintuð á meðan það er ei meir en þriðja stund dags heldur er þetta það hvað sagt var áður fyrir spámanninn Jóhel: Það skal ske á síðöstu dögum, segir Drottinn, að eg skal úthella af mínum anda yfir allt hold. Og synir yðrir og dætur yðrar skulu fyrirspá og ungmenni yðar skulu sjónir sjá og yðrir öldungar skulu drauma dreyma. og eg skal að vísu úthella af mínum anda á þeim dögum yfir mína þræla og mínar ambáttir og þeir skulu fyrirspá. Og eg skal gefa stórmerki á himnum uppi og teikn á jörðu niðri, blóð og eld og reyksvælu. Sólin skal snúast í myrkur en tunglið í blóð áður en sá hinn mikli og alkunni dagur Drottins kemur. Og það skal og ske að hver hann ákallar nafn Drottins sá skal hólpinn verða.

Þér Ísraelsmenn, heyrið þessi orð: [ Jesúm af Naðsaret, einn mann af Guði við yður auglýstan með kraftaverkum, stórmerkjum og táknum þau er Guð gjörði fyrir hann á meðal yðar, so sem þér sjálfir vel vitið, þann sama (eftir það hann var af tilsettu ráði og Guðs fyrirhugsan ofurseldur) hafi þér tekið hann fyrir hendur ranglátra og krossfest hann og líflátið. Þennan hefur Guð uppreistan að uppleystum dauðans hörmum fyrir því að það var ómögulegt að hann skyldi af honum haldinn verða. Því að Davíð segir so af honum: Eg hefi alla tíma Drottin fyrir minni augsýn settan því hann er mér til hægri handar so að eg skelfunst eigi. Fyrir það er mitt hjarta glaðvært og tunga mín gleðst af því mitt hold mun hvílast í voninni. Því að þú munt eigi forláta mína önd í helvíti og eigi leyfir þú það að þinn heilagi skuli rotnan sjá. Kunna gjörðir þú mér lífsins vegu, þú munt mig meður gleði fylla fyrir þínu augliti.

Þér menn, góðir bræður, leyfið mér með frelsi til yðar að tala af forföðurnum Davíð. Hann er framliðinn og greftraður og hans gröf er hér hjá oss allt til þessa dags. Af því að hann var nú spámaður og vissi það að Guð hafði honum með eiði fyrirheitið það frjóvgun hans lenda skyldi á hans stóli sitja hefur hann það áður fyrirséð og talað af Krists upprisu, að hans sála sé eigi í helvíti forlátin og eigi hafi hann rotnan séð.

Þennan Jesúm uppvakti Guð hvers vottar vér erum allir. Nú hann er fyrir Guðs hægri hönd upphafinn. Og að meðteknu heilags anda fyrirheiti af föðurnum úthellti hann þessu það þér sjáið og heyrið. Því að Davíð er eigi uppstiginn til himna en hann segir: [ Drottinn sagði Drottni mínum: Sit þú til minnar hægri handar þar til eg set óvini þína til skarar þinna fóta. Því vitið það nú fyrir sann, allt Ísraels hús, að Guð gjörði þennan Jesúm hvern þér krossfestuð að einum Drottni og Kristi.“

En er þeir höfðu þetta heyrt samstungust þeir í hjartanu og sögðu til Péturs og til annarra postulanna: [ „Þér menn og góðir bræður, hvað skulu vér gjöra?“ Pétur sagði til þeirra: „Gjörið yfirbót og hver yðar einn láti skíra sig í nafni Jesú Christi til fyrirgefningar yðar synda. Þá munu þér meðtaka heilags anda gjöf. Því að yðvart og yðara barna er fyrirheitið og allra þeirra sem í fjarska eru hverja helst eð Guð Drottinn vor hér til kallar.“ Og með mörgum öðrum orðum vitnaði hann fyrir þeim, áminnti þá og sagði: „Látið frelsa yður í frá þessari vondri kynslóð.“ Og þeir sem fúsir meðtóku hans orð voru skírðir. Og þar urðu á þeim degi viðauknir nær þrim þúsundum sálna.

Þeir blifu og allir stöðugir í postulanna kenningu og í samnneyti og brauðsins brotningu og í bænahaldi. [ Og allra sálir urðu óttaslegnar. Og þar gjörðust mörg teikn og stórmerki fyrir postulana. En allir þeir sem trúaðir voru orðnir voru til samans og höfðu alla hluti sameiginlega. Eignir sínar og fastagóss seldu þeir og sundurskiptu því meðal allra eftir því sem hverjum var þörf á. Og jafnan voru þeir daglega með einum huga hver hjá öðrum í musterinu og brutu brauðið í ýmsum húsum, tóku fæðslu og lofuðu Guð með gleði og einföldu hjarta og höfðu náð hjá öllu fólki. En Drottinn lagði daglega til söfnuðsins þá sem hjálpast áttu.