V.

Og eg upplyfta mínum augum enn einu sinni og sá og sjá þú, þar var eitt fljúganda [ bréf. Og hann sagði til mín: „Hvað sér þú?“ Eg svaraði: „Eg sé eitt fljúganda bréf sem er tuttugu álna langt og tíu álna breitt.“ Og hann sagði til mín: „Það er sú bölvan sem útgengur yfir allt landið. Því allir þjófar verða sagðir frómir eftir þessu bréfi og allir meinsærismenn verða og sagðir frómir eftir þessu bréfi. En eg vil þar koma láta, segir Drottinn Sebaót, að það skal koma yfir þjófanna hús og so líka yfir þeirra hús sem sverja falslega við mitt nafn og það skal blífa í þeirra húsi og eyða þar bæði stokkum og steinum.“

En engillinn sem talaði við mig gekk út og sagði til mín: „Upplyftu þínum augum og sjá, hvað gengur þar út?“ Og eg sagða: „Hvað er það?“ Og hann sagði: „Einn mælir gengur út.“ Og hann sagði: „Það er þeirra skikkan í öllu því landi.“ Og sjá, þar barst fram eitt pund blý og þar var ein kvinna sem sat í mælirnum. Og hann sagði: „Þetta er sá óguðlegi lærdómur.“ Og hann kastaði henni í mælirinn og varpaði því blýlóði í holið á honum.

Og eg hóf upp mínu augu og sá og sjáðu, þar gengu tvær konur út og höfðu vængi og vindur stóð af þeim og þeirra vængir voru sem storksvængir og þær færðu mælirinn í lofti á millum himins og jarðar. Og eg sagða til engilsins sem talaði við mig: „Hvert flytja þær mælirinn héðan?“ Og hann sagði til mín: „Að honum uppbyggist eitt hús og tilreiðist í landinu Sínear og að hann þar settur verði á sinn grundvöll.“