VII.

Son minn, varðveit mína ræðu og fel mitt boðorð hjá þér. Geym þú mitt boðorð, þá muntu lifa og mitt lögmál svo sem augastein þinn. Bittu það á fingur þína og skrifa það á spjöld hjarta þíns. Seg þú til spekinnar: Þú ert mín systir, og kalla viskuna þína vinkonu so þú geymist fyrir framandi og annarlegri konu sem sæt orð gefur.

Því að fyrir glugganum í mínu húsi sá eg út um grindurnar og leit eg á meðal þeirra fáfróðu og varð eg var á meðal yngismannanna eins heimskufulls ungmennis. Hann gekk um strætið hjá einni hyrningu, spáséraði á veginum hjá hennar húsi í skugganum, að kveldi dags þegar að náttaði og myrkur var. Og sjá þú, þá mætti honum kona í skækjubúnaði, kyndug, galin, ótöm, svo að hennar fætur kunnu ekki í hennar húsi að staðnæmast. Nú er hún úti, nú er hún á strætunum og umsitur í öllum hyrningum. Hún greip til hans og kyssti hann ófeilanlega og sagði til hans: „Í dag hef eg þakklætisfórnir fyrir mig betalað fyrir mín heit, því er eg útgengin í móts við þig þíns andlits að leita og hefi þig fundið. Eg hefi prýdda mína sæng fagurlega með mislitum tjöldum af Egyptalandi og búið mitt rúm með mirru og aloe og caniel. Kom seðjunst af samlagi allt til morguns og fremjum lystileg faðmlög. Því að maðurinn er ekki heima, hann er farinn fjarlægan veg, hann hafði með sér peningapunginn, hann kemur ei heim fyrr en að hátíðardeginum.“ Hún skrafaði hann upp með mörgum orðum og lokkaði hann með sínum smjaðursmunni. Hann fór strax eftir henni sem þá eitt naut er leitt til slátrunarbekksins, so sem til járnviðjunnar þar heimskir verða með straffaðir, þar til að hún sundursneið hans lifur með pílunni, svo sem þá einn fugl flýtir sér til snörunnar og veit ekki að það kostar hans líf.

Þar fyrir heyrið mér nú, synir mínir, og hugleiðið ræðu munns míns. Lát þitt hjarta ekki á hennar veg ganga né þig afvegaleiða á hennar götur. Því hún hefur sært og fellt marga og alls kyns voldugir eru af henni drepnir. Hennar híbýli eru vegur til helvítis, þar að menn niður stíga í dauðans herbergi.