Þér eruð börn Drottins Guðs yðars. [ Þér skuluð ekki vekja yður benjar eða gjöra yður sköllótta fyrir ofan augun eftir nökkrun framliðinn. Því þú ert eitt heilagt fólk Drottins Guðs þíns. Og Drottinn hefur útvalið þig að þú skulir vera hans eigindómur, út af öllu því fólki sem er á jörðu.

Þú skalt ekki eta neitt svívirðilegt. [ Þessi eru þau dýr sem þér skuluð eta: Naut, sauðir, geitfé, hjörtur, hind, hrein, steingeitin, einhyrningur, úruxinn, elgsdýrið og þér skuluð eta allt það kvikfé sem klaufir hefur og jórtrar. En þér skuluð ekki eta það sem jórtrar og ekki hefur klaufir: Úlfaldann, hérann og kúnísið. Þessi jórtra og hafa þó ekki klaufir. Þau skulu vera yður óhrein. En svínið, þó að það hafi klaufir, þó þar fyrir að það jórtrar ekki, þá skal það vera yður óhreint. Þér skuluð ekki eta slátrið af þeim og þeirra hræ skulu þér ekki heldur snerta.

Þetta er það sem þér skuluð eta af öllu því sem í vatninu er: Allt það sem hefur sundugga og hreistur, það skulu þér eta. [ En það allt sem ekki hefur sundugga og hreistur, það skulu þér ekki eta því að það er yður óhreint.

Þér megið eta alla hreina fugla. [ En þessir eru þeir sem þér skuluð ekki eta: Örninn, haukurinn, kjóinn, langvíinn, gamminn, valurinn með sinni tegund, og alla hrafna með þeirra tegund, strússinn, uglan, gaukurinn, smyrillinn með sinni tegund, náttuglan, hornuglan, flæðarmúsin, músarbróðurinn, skjórinn, tranan, orrinn, hegrinn með sinni tegund, akurhænsnin og svöluna og allt það fuglakyn sem skríður, þa skal fyrir yður óhreint vera og þá skulu þér ekki eta. En þá hina hreinu fuglana skulu þér eta.

Þér skuluð ekki neitt hræ eta. Þeim hinum framanda innan þinna borgarhliða máttu það gefa að hann eti það, elligar þú sel það einhverjum framanda. Því að þú ert eitt heilagt fólk Drottins Guðs þíns. Þú skalt ekki sjóða kiðið á meðan það sýgur sína móður.

Hvert ár þá skalt þú fráskilja tíunda partinn af öllu þínu kornsæði og jarðarávexti sem innkemur af þínum akurlöndum. [ Og þú skalt eta það fyrir Drottnim Guði þínum í þeim stað sem hann útvelur að hans nafni skuli búa þar, sem er tíundina af þínu korni, ínu víni, þínu viðsmjöri og frumburðina af þínum nautum og sauðfé, so að þú megir læra að óttast Drottin Guð þinn um alla þína lífdaga.

En nær eð sá vegurinn er þér oflangur að þú getur ekki borið svoddan þangað, því að sá staður er so mjög í fjarska við þig sem Drottinn Guð þinn hefur útvalið að hans nafn skuli búa þar (því að Drottinn Guð þinn hefur blessað þig), þá sel það út fyrir peninga í þína hönd og gakk til þess staðar sem Drottinn Guð þinn hefur útvalið og kaup þar aftur fyrir þá sömu peninga hvað þín sála hefur lysting til og neyt þess í þeim sama stað fyrir Drottni Guði þínum og vert glaður, þú og þitt heimafólk og þinn Levíti sem er fyrir innan þinna portdyra. [ Þú skalt ekki yfirgefa hann því hann hefur öngva hlutdeild eður arftöku með þér.

Þriðja hvert ár skaltu fráskilja alla tíund að þinni inntekt þess sama ársins og það skaltu leggja innan þinna portdyra. So skal Levítinn sem öngva arftöku eður hlutdeild hefur með þér og sá hinn framandi og hinn föðurlausi og ekkjan sem að er innan þinna staðardyra koma þangað og neyta þess og eta sig metta so að Drottinn Guð þinn blessi þig í öllum þínum handaverkum sem þú gjörir.