Þetta er reisa Ísraelssona, þeir sem útfóru af Egyptalandi og þeirra her, fyrir Móses og Aron. [ Og Móses skrifaði upp þeirra útgöngu, þeirra herbúða staði, eftir bífalningu Drottins, og þetta eru þeirra ferðir sem þeir reistu.

Þeir ferðuðust frá Raemses þann fimmtánda dag í þeim fyrsta mánaði, annan dag páska, fyrir eina háva hönd að ásjáöndum öllum egypskum. Og á þeim sama tíma jörðuðu þeir þá frumgetnu sem Drottinn hafði í hel slegið á meðal þeirra því Drottinn hafði fellt dóm yfir þeirra afguði. [

Og þá þeir ferðuðust frá Raemses settu þeir sínar herbúðir í Súkót. Og þeir drógu út frá Súkót og settu sínar herbúðir í Elam, sem liggur við endann eyðimerkurinnar. [ Þeir drógu út af Elam og voru í þeim dalnum Haírót, sem liggur gegnt Baal-Sefón, og settu herbúðir gegnt Mígdól. Þeir fóru frá Haírót og gengu mitt í gegnum hafið, burt í eyðimörkina, og ferðuðust þrjá daga í eyðimörku Etan og settu herbúðir í Mara. Þeir fóru frá Mara og komu til Elím. Þar voru tólf vatsbrunnar og sjötygu pálmviðartré og þar settu þeir herbúðir.

Þeir drógu frá Elím og reistu herbúðir hjá því rauða Hafi. Og þeir ferðuðust frá Hafinu rauða og settu herbúðir í eyðimörku Sín. Þá drógu þeir frá eyðimörku Sín og settu herbúðir í Dafka. Þeir drógu út frá Dafka og settu herbúðir í Alus. Þeir drógu út frá Alus og settu herbúðir í Rafídím. Þar hafði fólkið ekkert vatn að drekka. Þeir drógu af Rafídím og settu sínar herbúðir í eyðimörku Sínaí.

Þeir ferðuðust frá Sínaí og settu sínar herbúðir í Girndargröfum. [ Og þeir drógu burt frá Girndargröfunum og settu sínar herbúðir í Haserót. Þeir dróu út frá Haserót og settu sínar herbúðir í Ritma. Þeir drógu frá Ritma og settu sínar herbúðir í Rimón Pares. Þeir drógu frá Rimón Pares og settu sínar herbúðir í Líbna. Þeir fóru frá Líbna og settu sínar herbúðir í Ríssa. Þeir drógu frá Ríssa og settu sínar herbúðir í Kehelata. Þeir drógu frá Kehelata og settu sínar herbúðir á fjallinu Safer. Þeir drógu frá fjallinu Saher og settu sínar herbúðir í Harata. Þeir dróu frá Harata og settu sínar herbúðir í Makehelót.

Þeir ferðuðust frá Makehelót og settu sínar herbúðir í Tahat. [ Þeir drógu frá Tahat og settu sínar herbúðir í Tarat. Þeir drógu frá Tarat og settu sínar herbúðir í Mítka. Þeir fóru frá Mítka og settu sínar herbúðir í Hasmóna. Þeir drógu frá Hasmóna og settu sínar herbúðir í Móserót. Þeir drógu frá Móserót og settu sínar herbúðir í Bne-Jaekon. Þeir drógu frá Bne-Jaekon og settu sínar herbúðir í Hórgídgað. Þeir drógu frá Hórgídgað og settu sínar herbúðir í Jatbata. Þeir drógu frá Jatbata og settu sínar herbúðir í Abróna. [ Þeir drógu frá Abróna og settu sínar herbúðir í Eseongaber. Þeir drógu frá Eseongaber og settu sínar herbúðir í eyðimörku Sín, það er Kades.

Þeir fóru frá Kades og settu sínar herbúðir hjá fjallinu Hór hjá Edómlands landamerkjum. Þar gekk presturinn Aron uppá fjallið Hór eftir bífalningu Drottins og andaðist þar á því fertugasta ári eftir það sem Ísraelissynir voru farnir af Egyptalandi, þann fyrsta dag í þeim fimmta mánaði þá hann var hundrað tuttugu og þriggja ára gamall. [ Og Arad Kananeis kóngur sem bjó í sunnanverðu landinu Kanaan spurði að Ísraelssynir voru komnir.

Og þeir ferðuðust frá fjallinu Hór og settu sínar herbúðir í Salmóna. Og þeir drógu frá Salmóna og settu sínar herbúðir í Fúnón. Þeir drógu frá Fúnón og settu sínar herbúðir í Óbót. Þeir drógu frá Óbót og settu sínar herbúðir í Ígím hjá fjallinu Abarím í landamerkjum þeirra Móabítarum. Þeir drógu frá Ígím og settu sínar herbúðir í Dínbongað. Þeir drógu frá Díbongað og settu sínar herbúðir í Almón-Díblataím. Þeir drógu frá Almón-Díblataím og settu sínar herbúðir í Abarímfjalli gegnt Nebó. Þeir dróu frá Abarímfjalli og settu sínar herbúðir í landamerkjum þeirra Móabítis við Jórdan gagnvart Jeríkó. En þeir settu sínar herbúðir frá Bet-Jesímót á sléttunni Sittím á völlum þeirra Móabítis.

Og Drottinn talaði við Mósen á völlum Móabítis hjá Jórdan gegnt Jeríkó og sagði: „Tala þú við Ísraelssonu og seg til þeirra: Þá þér eruð komnir yfir Jórdan inn í það land Kanaan þá skulu þér burtdrífa alla innbyggjara frá yðar augliti og eyðileggja alla þeirra stalla og öll þeirra steypt bílæti og að öngvu gjöra allar þeirra hæðir, svo að þér eignist landið og búið þar. [ Því ég hefi gefið yður landið að þér eignist landið. Og þér skuluð skipta landinu með hlutfalli í millum yðar kynkvísla. Þeir sem eru margir þeim skulu þér skipta þess meira og þeir sem eru fáir þeim skulu þér þess minna skipta. So sem hlutfallið fellur hvörjum til so skal hann hafa, eftir þeirra feðra ættkvíslum.

En sé það so að þér burtdrífið ekki landsins innbyggjara frá yðar ásjónu þá skulu þeir sem þér látið eftir blífa verða yður þyrnir í augum og til brodda í yðar síður og þeir skulu þrengja að yður í því landi sem þér búið í. Þá mun það ske að hvað ég hugði að gjöra þeim það skal ég gjöra yður.“