Synir Rúben og synir Gað höfðu mjög mikla mergð kvikfjár og sáu að landið Jaeser og Gíleað var kostgott fyrir kvikfé. [ Og þeir komu til Mósen og prestsins Eleasar og til höfðingjanna fólksins: „Það land Atrót, Díbon, Jaeser, Nímor, Hesbon, Eleale, Seban og Beón, sem Drottinn hefur slegið fyrir Ísraels almúga er kostgott fyrir kvikfé og vér þínir þénarar höfum auð fjár.“ Og þeir sögðu enn framar: „Ef vér höfum fundið náð fyrir þér þá gef þínum þénörum það land til eignar. So viljum vér ekki fara yfir Jórdan.“

Móses sagði til þeirra: „Skulu þá yður bræður draga í stríð og þér viljið blífa hér? Því snúi þér hjörtum Ísraelssona so þeir dragi ekki hér yfir um í það land sem Drottinn mun gefa þeim? [ Svo gjörðu og yðar feður þá ég útsendi þá af Kades Barnea að skoða landið. Og sem þeir komu upp að læknum Elskól og sáu landið þá frásneru þeir hjörtum Ísraelssona so þeir vildu ekki fara í landið það sem Drottinn vildi gefa þeim.

Og Drottins reiði gramdist á þeim tíma og sór og sagði: Þessi lýður sem út er farinn af Egyptalandi, tvítugir menn og þaðan af eldri, skulu ekki sjá það land sem ég hefi svarið Abraham, Ísak og Jakob, sökum þess að þeir hafa ekki trúlega eftirfylgt mér, að fráteknum Kaleb Jefúnnesyni, Kenísei sona ættar, og Jósúa syni Nún, því þeir hafa trúlega eftirfylgt Drottni. [ [ Þá gramdist Guðs reiði Ísrael so hann lét þá fara aftur og fram um eyðimörku í fjörutygu ár, so lengi sem það kyn foreyddist sem illa gjörði fyrir Drottni.

Og sjáið, þér gangið nú í yðra feðra fótspor so að syndirnar blífi þess meiri og þér aukið enn nú reiði Drottins og gjörið hans grimmd stærri í gegn Ísrael. Því ef þér snúið yður frá honum þá munu þér enn lengur ganga á þessari eyðimörku. Og með þessu fordjarfi þér allt þetta fólk.“

Þá gengu þeir nær og sögðu: „Vér viljum ekki byggja nema féhús handa voru kvikfé og borgir fyrir vor börn. En vér viljum standa fremst í fylkingum fyrir Ísraelssonum þar til vér færum þá til þeirra staða. Vor börn skulu vera í þeim sterkum borgum, sökum innbyggjara landsins. Eigi viljum vér fara heim aftur fyrr en Ísraelssynir hafa meðtekið sérhver sinn arf. Því vér viljum ekki taka arf með þeim hinumegin Jórdanar heldur skal vor arfur fallinn vera þessumegin Jórdanar í mót austri.“

Móses sagði: „Ef þér viljið þetta gjöra að þér viljið herklæða yður til stríðs fyrir Drottni þá farið yfir Jórdan fyrir Drottni, hver yðar sem herklæddur er á meðal yðar, þar til að hann rekur sína óvini frá sinni augsjón og landið er orðið undirgefið fyrir Ísrael. Og so skulu þér hafa þetta land til eignar fyrir Drottni. En vilji þér ekki so gjöra, sjá, þá syndigst þér í móti Drottni og þér skuluð verða varir við yðar synd þá hann finnur yður. Svo byggið nú borgir fyrir yðar börn og fjárhús fyrir yðar kvikfé og gjörið sem þér hafið sagt.“

En synir Gað og synir Rúben sögðu til Mósen: „Þinir þénarar skulu gjöra sem minn herra hefur bífalað. Vor börn, kvinnur, fjárhlutir og allt vort kvikfé skal vera eftir í stöðum Gíleað en vér, þínir þénarar, viljum allir fara búnir til bardaga í stríð fyrir Drottni sem minn herra hefur sagt.“ [

So bauð Móses þeirra vegna prestinum Eleasar og Jósúa syni Nún og þeim yppöstum feðrum Ísraelissona ættar og sagði til þeirra: „Þá synir Gað og synir Rúben draga yfir Jórdan, allir herklæddir til stríðs fyrir Drottni, og landið er yður undirgefið orðið þá gefið þeim það land Gíleað til eignar. En fari þeir ekki herklæddir með yður þá skulu þeir taka arf með yður í Kanaanslandi.“ Synir Gað og synir Rúben svöruðu og sögðu: „So sem Drottinn hefur talað til þinna þénara so viljum vér gjöra. Vér viljum fara herklæddir fyrir Drottni í það land Kanaan og eignast vort erfðagóss þessumegin Jórdanar.“

So gaf Móses sonum Gað og sonum Rúben og hálfum kynþætti Manasses sonar Jósef ríki Síhon kóngs Amoreorum og ríki Óg kóngs af Basan og landið með stöðunum með öllum landsálfum allt umhverfis. [ So byggðu synir Gað Díbon, Atarót, Aróer, Atrót, Sófan, Jaeser, Jegabeha, Betnimra og Betharan, sterkar borgir, og sauðahús handa þeirra kvikfé. En synir Rúben byggðu Hesbon, Eleale, Kiríataím, Nebó, Baal-meon og umskiptu nöfnunum og Síbama og þeir gáfu þeim stöðum nöfn sem þeir byggðu.

Og synir Makír, sonar Manasse, gengu inn í Gíleað og unnu hana og útdrifu þá Amoreos sem þar voru. [ Þá gaf Móses Makír syni Manasse Gíleað og hann bjó þar. En Jaír son Manasses gekk burt og vann þeirra smáborgir og kallaði þær Havót Jaír. [ Nóba gekk burt og vann Knat og hennar þorp og kallaði hana Nóba eftir sínu nafni. [