XCIII.

Drottinn er konungur og dýrlega skrýddur, Drottinn er veglega búinn og hefur eitt ríki uppbyrjað, svo vítt sem það veröldin er og fyrirbúið að það skuli blífa.

Síðan þá stendur þinn veldisstóll stöðugur, þú ert eilíflegur.

Drottinn, þeir vatsstraumarnir forhefja þig, þeir vatsstraumarnir forhefja sinn nið, þeir vatsstraumarnir forhefja bylgjurnar.

Þær vasbylgjurnar í hafinu eru miklar og þjóta upp ógurlega en Drottinn í upphæðunum er þó enn meiri.

Þín orð eru einn réttferðugur lærdómur, heilagleikinn er prýðin þíns húss, Drottinn, eilíflegana.