XIII.

Hver á tjörunni þreifar hann saurgar sig þar með og hver sem samlagar sig dramblátum hann lærir drambsemi. [

Samlaga þig ekki við voldugan og ríkan, elligar hleður þú upp á þig þunga byrði. Hvað skal leirpotturinn hjá eirpottinum? Því að ef þeir berjast saman þá brotnar hann.

Ríkur maður gjörir rangt og hælist um þar ofan á en fátækur maður hlýtur það að þola og með þökkum taka. So lengi sem þú ert honum nýtur heldur hann þig. En þegar þú ert uppgefinn lætur hann þig fara. Á meðan þú hefur nokkuð neytir hann þess með þér og það angrar hann ekki að þú fordjarfist. Þegar hann þarf þín við so kann hann að ginna þig og brosir upp á þig, lofar þér mörgu og gefur þér inu bestu orð og segir: „Þarftu nokkurs við?“ Og býður þér tvisvar eður þrisvar sviksamlega til gestaboðs þar til hann vélar af þér þitt og spíar þig með það síðsta. Og þó hann allt til reiðu sjái þína eymd lætur hann þig ekki síður fara og skekur höfuð sitt að þér. Þar fyrir sjá þú til að þinn einfaldleiki svíki þig ekki og komi þér í ólukku.

Þegar nokkur magtarmaður vill þig að sér draga telst undan. Þá mun hann þig þess meir að sér draga. Þreng þér ekki til hans sjálfur so þú verðir ekki útrekinn. Far þú ekki ofmjög undan so menn megi þín í þörf neyta. Mæl ekki í móti ef hann skipar þér nokkuð. En treyst þar þó ekki á þó hann gjöri sig alþýðlegan við þig. Því hann freistar þín þar með og með sínu vinsamlegu tilliti teygir hann þig. Þá hann verður gramur so helst það ekki með slíkum vinskaparorðum og hann gamnar ekki með refsingum og fangelsi. Þar fyrir vakta þú þig og sjá vel fyrir þér. Þú lifir í miklum háska.

Hvert sem eitt kvikindi samlagar sig við sinn líka so skal hver maður samlaga sig við sinn líka. Því það er eins sem vargurinn leggur saman við sauðinn og þegar illur maður samlagar sig við góðan. So sem [ hýena sig við hundinn samlagar so líka ríkur maður við fátækan. So sem leónið étur villudýrin á eyðimörkinni so eta þeir inu ríku fátæka. Líka sem hróplegt er fyrir dramblátum manni það sem lágt er so er fátækur maður fyrir ríkum hróplegar. Þegar hinn ríki dettur so reisa hans vinir hann upp. Þegar hinn fátæki fellur so troða hans vinir hann undir. Þegar hinn ríki maður hefur rangt gjört so eru þeir margir sem þar gjöra lítið úr. Þegar hann hefur sig í orðum forséð so hljóta menn að láta það vera rétt. En þegar fátækur maður hefur rangt gjört so kunna menn það mikið að reikna. En þó hann tali hyggilega hefur það þó öngvan stað. Þá ríkur maður talar þegir hver maður og hans orð hefja menn upp í himininn. En þá hinn fátæki talar plaga menn að segja: „Hver er sá?“ Og verði honum á þá má hann plata þar fyrir.

Auðæfi eru góð þegar menn neyta þeirra fyrir utan synd en fátækt óguðrækins manns kennir honum margt illt að tala. [

Hvað einum býr í skapi það sjá menn á hans augum, hvert sem það er gott eður illt. Er honum nokkuð gott í hug þá lítur hann glaðlega til. En sá sem með heimuglega pretti umgengur kann ekki nokkrar náðir þar fyrir að hafa.

Sæll er sá sem ekkert illt ráð gefur og öngva vonda samvisku þar af hefur.

Sæll er sá maður sem öngva vonda samvisku hefur og sinn traustleikur er ekki frá horfinn. [