VII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, svo segir Drottinn Drottinn af landinu Ísrael: Endinn kemur, sá endinn yfir allar fjórar álfur landsins. Nú kemur endinn yfir þig því að eg vil útsenda mína reiði yfir þig og eg mun dæma þig eftir því sem þú hefur forþénan til og eg vil gefa þér hvað öllum þínum svívirðingum heyrir. Mitt auga skal ekki spara þig né vægja þér heldur vil eg launa þér eftir því sem þú hefur forþénan til og þínar svívirðingar skulu hjá þér niður koma so að þér skuluð það fornema að eg er Drottinn.

Svo segir Drottinn Drottinn: Sjá þú, ein ógæfan kemur eftir aðra. Endinn kemur, sá endirinn kemur. Vaurðurinn er yfir þér, sjá þú, hann kemur. Hann gengur upp nú þegar og brýst fram yfir þig, þú landsins innbyggjari. Tíðin kemur, sá hörmungardagurinn er í nánd, svo að þar mun enginn söngur á fjöllunum vera. Snarlega þá vil eg nú úthella minni heiftarbræði yfir þig og fullkomna so mína reiði á þér og eg vil dæma þig eftir því sem þú hefur forþénað og gefa þér það sem öllum þínum svívirðingum heyrir. Mitt auga skal ekki hlífa þér og eg vil ekki líknsamur vera heldur skal eg gjalda þér svo sem þú hefur forþénað og þínar svívirðingar skulu niðurkoma á meðal þín so að þér skuluð fornema það eg sé Drottinn sá sem slær yður.

Sjá þú, dagurinn, sjá þú, hann kemur hingað, hann brýst fram. Vöndurinn blómgast og sá hinn stolti hann [ grænkast. Víkingurinn hefur reiðubúið sig til að vera vöndur yfir hina óguðlegu so að enginn af þeim eður af þeirra fólki né af þeirra flokki skal nokkuð traust hafa. Þar fyrir kemur sá tíminn og sá dagurinn tekur að nálægjast. Hann hver að kaupir þarf eigi að gleðjast og hinn sá eð selur þarf eigi að kvíða því reiðin mun koma yfir allan hennar mannflokk. Þar fyrir skal hann sá sem selur ekki hugsa eftir sínum útlögðum fémunum það sá sem þar lifir hann skal bíhalda því. Því að spádómurinn yfir öllum hennar mannfjölda skal ekki til baka ganga, enginn skal sínu lífi bíhalda fyrir sinna misgjörða sakir.

Látið þá blása í herlúðrana og tilbúa alla hluti, þó mun þar enginn út fara til bardagans. Því að mín grimmd gengur yfir allan þeirra mannflokk. Sverðið geisar á strætunum, drepsóttin og hungrið það gengur í húsunum. Hann sem er á akrinum skal deyja fyrir sverðinu og hver sem að er í staðnum þann skal drepsóttin og hungrið uppsvelgja. Og hver eð undan getur flúið af þeim sá mun á fjöllunum felast og so sem allar þær dúfur sem í dölunum krytja sín á milli, hver sem einn fyrir sinna misgjörða sakir. Allra hendur skulu niður síga og öll kné skulu so skjálfandi standa sem vatn. Og þeir munu vefja sig í sekkjum og yfirausast með hræðslu og öll andlit skulu hryggileg að sjá og allra höfuð skulu hárlaus verða.

Þeir munu útkasta sínu silfri á göturnar og akta sitt gull sem óhreinindi því að þeirra silfur og gull mun ekki frelsa þá á þeim reiðinnar degi Drottins. [ Og þeir skulu þó ekki seðja sínar sálir þar með og eigi fylla sinn kvið þar af því að það var þeim ein hneykslan til sinna misgjörða. Þeir gjörðu af sínum dýrindisgripum (sem þeir skörtuðu við) líkneskjur sinna svívirðinga og skúrgoða. Þar fyrir þá vil eg gjöra þeim það sama að óhreinindum og eg vil gefa það í ókunnugra hendur svo að þeir skulu ræna því og hlutskipta því hinum óguðlegu á jörðu so að þeir skulu saurga það. Eg vil snúa mínu andliti í burt þaðan svo að þeir skulu saurga mína fjársjóðu, já, ræningjar skulu koma yfir þá og saurga þá.

Gjör þú fjötra það landið er fullt með blóðskuld og staðurinn fullur af mótþróa. So mun eg láta koma þá hina vestu á meðal heiðingjanna svo að þeir skulu eignast þeirra hús og eg vil gjöra einn enda á því dramblætinu hinna voldugu og saurga þeirra kirkjur. Foreyðslumaðurinn kemur, þá munu þeir leita friðarins og hann mun eigi þar vera. Eitt slysið mun koma eftir annað og ein ótíðindin eftir önnur. Þá munu þeir spyrja að vitran hjá prophetunum en þar mun hverki vera lögmál hjá prestunum né ráð hjá öldungunum. Og kóngurinn mun hryggur vera og höfðingjarnir munu í sorgarbúningi klæddir og fólksins hendur í landinu munu duglausar vera. Eg vil höndla við þá svo sem að þeir hafa lifað til og eg vil dæma þá svo sem að þeir hafa verðskuldað svo að þeir skulu fornema það eg er Drottinn.