XI.

Son minn, haf ekki marga iðni fyrir höndum því ef þú hefur margt í taki so vinnur þú þar lítið á. Og þótt þú alla reiðu þar mjög eftir stundir afrekar þú það ekki. Og þótt þú hér og hvar að hnyssir kemst þú þar þó ekki út með.

Sá er margur sem lætur sér mikið umverða og flýtir sér til ríkdóms og hindrar þar þó með sjálfan sig.

Þar í mót er sá margur sem lætur sér lítið umverða, sá er vel þyrfti hjálpar með, er þar með veikur og aumur. Á þann lítur Guð með náð og hjálpar honum frá eymdinni og kemur honum til heiðurs so að margir undrast það.

Það kemur allt af Guði, hamingja og óhamingja, líf og dauði, fátækt og auðæfi. Góðum gefur Guð auðæfi þau sem vara og hvað hann tilskikkar það lukkast jafnan vel.

Margur er sínkur og spar og verður þar fyrir ríkur og hugsar hann hafi nokkuð fyrir sig dregið og segir: „Nú vil eg hafa góða daga, mat og drykk af mínu góssi.“ En hann veit ekki að so nær er komið hans tíma og hlýtur alltsaman öðrum eftir að láta og deyja.

Haltu þig við Guðs orð og iðka þig þar inni og blíf í þinni stétt og lát ekki blekkja þig þótt óguðrækir menn eftir auðæfum sæki. [ Treystu Guði og blíf í þinni stétt það harla auðvelt er Drottni að gjöra fátækan mann ríkan.

Guð blessar góðra manna auðæfi og þegar sá tími kemur aukast þau skjótlega. Seg ekki: „Hvað hjálpar mér það eða hvað hef eg á meðan?“ [ Seg ekki: „Eg hef nóg, hvernin má mig nokkuð bresta?“

Þá þér vel vegnar hugsa þú: Aftur á ný má þér illa vegna. Og þá þér illa vegnar hugsa þú að enn aftur á ný má þér vel vegna. Því að Drottinn kann auðveldlega í dauðs tíðinni sérhverjum aftur að gjalda so sem hver hefur forþént. En ill stund gjörir að menn gleyma öllum fagnaði og þegar maðurinn deyr þá verður hann var við hvernin hann hefur lifað. Þar fyrir skaltu öngvan lofa fyrir sitt endadægur því að hvað hver hefur verið fyrir einn mann finna menn á hans eftirkomendum.