IX.

Saul blés ógnun og aldurtila í gegn larisveinum Drottins, gekk til kennimannahöfðingjans og beiddist af honum bréfa til samkundunnar í Damasco so að ef hann fyndi þar nokkra þess vegar, karla eður kvinnur, að hann færði þá bundna til Jerúsalem. [ Og sem hann var á veg kominn skeði það so er hann tók að nálgast Damasco að í skyndingu leiftraði um hann ljós af himni og hann féll til jarðar og heyrði röddina er til hans sagði: [ „Saul, Saul, því ofsækir þú mig?“ En hann sagði: „Hver ertu, lávarður?“ Drottinn sagði: „Eg em Jesús hvern þú ofsækir. Hart er þér að bakspyrna mót broddunum.“ En hann skjálfandi og felmsfullur sagði: „Drottinn, hvað viltu eg gjöri?“ Drottinn sagði til hans: „Statt upp og gakk inn í borgina og þar mun þér sagt verða hvað þér byrjar að gjöra.“

En þeir menn sem með honum fóru stóðu felmsfullir, heyrðu að vísu röddina en sáu þó öngvan. Saul stóð þá upp frá jörðunni og með uppluktum augum sá hann ekkert. En þeir héldu um hönd hans og leiddu hann inn í Damascum. Og so var hann í þrjá daga að hann sá eigi og eigi át hann né drakk.

En í Damasco var sá lærisveinn sem hét Ananías. Og í sýn þá sagði Drottinn til hans: „Þú Anania.“ En hann ansaði: „Sé, hér em eg, herra.“ Drottinn sagði til hans: „Statt upp og gakk í það stræti sem kallast Hið rétta og spyr að í húsi Júda eftir þeim sem Saul er að nafni út af Tarsen. Því sjá nú, að hann biður. Og í sjón sá hann mann inn til sín koma, Ananiam að nafni, leggjandi hönd yfir sig so að hann yrði sjáandi aftur.“

Ananias svaraði: „Drottinn, út af mörgum hefi eg heyrt um þennan mann hvað mikið illt hann hefur gjört þínum heilögum til Jerúsalem og hér hefur hann út af kennimannahöfðingjanum vald til að binda þá alla sem þitt nafn ákalla.“ En Drottinn sagði til hans: „Far þú því að þessi er mér útvalið ker að hann beri mitt nafn fyrir heiðinn lýð og konunga og fyrir Ísraelssonum. Eg mun og sýna honum hversu mikið honum ber að líða fyrir míns nafns sakir.“

Og Ananias fór þangað og gekk inn í húsið, lagði yfir hann hendur og sagði: „Saul bróðir, Drottinn Jesús sendi mig hingað hver birtist þér á veginum þeim er þú komt hingað so að þú fengir sýn aftur og uppfylltist heilögum anda.“ Og jafnskjótt féll af hans augum so sem annað fiskhreistur og hann fékk sýn aftur. Hann stóð upp og lét skíra sig, tók síðan fæðslu til sín og styrkti sig.

Saul var þá nokkra daga hjá þeim lærisveinum er voru í Damasco. [ Og jafnsnart gekk hann í Gyðingasamkundu og tók að prédika þeim Jesúm, það hann sami væri Guðs sonur. En þeim blöskraði öllum er honum heyrðu og tóku að segja: „Er þessi eigi sá sem til Jerúsalem stríddi á alla þá sem þetta nafn ákölluðu og hingað kom til þess að leiða þá bundna fyrir kennimannahöfðingja?“ En Saul tók að styrkjast miklu framar og hnekkti þeim Gyðingum sem í Damasco bjuggu, fulleflandi það að sá væri Kristur.

Og mörgum dögum þar eftir héldu Gyðingar samstefnu sín á milli að þeir aflífuðu hann. [ En þeirra vélræði urðu Saulo undirvísuð. En þeir varðveittu nótt og dag portin so að þeir fengi hann í hel slegið. Þá tóku hann lærisveinarnir um nótt og létu hann yfir múrinn og létu í körf ofan síga.

En þá Saul kom til Jerúsalem freistaði hann þess að samlaga sig til lærisveinanna. [ Og þeir óttuðust hann allir trúandi eigi því að hann væri lærisveinn. En Barnabas tók hann og leiddi til postulanna og sagði þeim í frá hversu hann hefði séð Drottin á veginum og það hann hefði talað við hann og hvernin hann hefði til Damasco trúlega prédikað nafn Jesú. Og hann var hjá þeim, gekk út og inn til Jerúsalem og prédikaði nafn Drottins Jesú trúlegana. Þá tók hann að tala og heyja spurningar við hina gírsku en þeir leituðu við að lífláta hann. [ Þá bræðurnir fornumu það leiddu þeir hann út til Cesaream og sendu hann til Tarsen. Og so hafði söfnuðurinn að sönnu frið um allt Judeam og Galileam og Samariam, hresstust upp og gengu í ótta Drottins og margfölduðust í huggun heilags anda.

Það skeði og þá Pétur ferðaðist um kring allra að vitja það hann kom einnin til þeirra heilagra sem bjuggu í Lydda. [ Þar fann hann mann þann sem Eneas var að nafni hver eð legið hafði í rekkju meir en í átta ár. Hann var sjúkur í kveisu. Pétur sagði til hans: „Eneas, Jesús Kristur gjöri þig heilan, statt upp og reið upp sjálfur um þig.“ Og hann stóð jafnsnart upp og allir sáu hann þeir sem bjuggu í Lydda og Assarona hverjir og snerust til Drottins.

En í Joppe var sú lærdómsins þjónustukvinna sem Tabíþa var að nafni, hvað er útleggst Dorkas, það heitir „skógargeit“. [ Hún var full góðra verka og meður ölmusugjörðir sem hún veitti. En á þeim dögum bar so til að hún tók sótt og andaðist. Og sem þeir höfðu þvegið hana settu þeir hana í borðstofuna. En með því að Lydda liggur í grennd við Joppen og þá lærisveinarnir heyrðu það að Pétur væri þar sendu þeir til hans og báðu hann um að hann léti sér ekki þungt þykja til þeirra að koma.

En Pétur stóð upp og fór með þeim. Og er hann kom þar leiddu þeir hann í borðstofuna. Og allar ekkjurnar flykktust um kring hann grátandi og sýndu honum þá kyrtla og klæðnað sem Dorkas hafði gjört meðan hún var hjá þeim. Og er Pétur hafði þá alla útdrifið féll hann á knén, baðst fyrir og snerist að líkamanum og sagði: „Tabíþa, statt upp!“ En hún lauk upp sínum augum og er hún sá Petrum setti hún sig upp. En hann rétti henni höndina og reisti hana upp og kalaði á hina heilögu og á ekkjurnar og afhenti þeim hana lifandi. Og það kunngjörðist um alla Joppen og margir trúðu á Drottin. Það skeði og so að hann bleif marga daga í Joppen hjá Símoni þeim nokkrum sem var einn sútari.