XXXVIII.

Og er Safatja Matanson og Gedalja Pashúrson og Júkal Selemíasson og Pashúr Malekíason heyrðu þá ræðu sem Jeremias talaði til alls fólksins, segjandi: [ „So segir Drottinn: Hver hann blífur í þessum stað sá skal deyja fyrir sverði, hungri og drepsótt. En hver hann gengur út til þeirra Chaldeis sá mun lífi halda og sínu lífi þar í frá bjarga sem öðru herfangi. [ Því að so segir Drottinn: Þessi staður skal yfirgefinn verða því herliði konungsins af Babýlon og þeir skulu vinna hann“

þá sögðu höfðingjarnir til konungsins: „Láttu lífláta þann mann því að með svoddan hætti þá frásnýr hann stríðsfólkinu því sem að enn er nú eftir í þessum stað jafnvel einnin öllu öðru fólkinu með því að hann segir svoddan orð til þeirra. Því að sá maður fer eigi þess á leit sem til friðar heyrir þessu fólki heldur hins sem til ógæfunnar horfir.“ Konungurinn Zedechias sagði: „Sjáið, hann er í yðar höndum því að konungurinn lætur ekki neitt á móti yður.“ [ Þá tóku þeir Jeremiam og köstuðu honum í dýflissuna Malachie sonar Hamelek sem var í fordyrum myrkvastofunnar og létu hann ofan síga með reipum í dýflissuna þar sem ekki neitt var vatn utan leirbleyta og Jeremias sökk í leirbleytuna.

En sem Ebed Melek blálenski, einn hirðsveinn í kóngsins garði, heyrði að þeir höfðu kastað Jeremia í dýflissuna og kóngurinn sat þann sama tíma í Benjamínsporti þá gekk Ebed Melek úr konungsins garði og talaði til konungsins og sagði: [ „Minn herra konungur, þeir menn hafa illa gjört við Jeremiam propheta sem hafa kastað honum í dýflissuna þar eð hann hlýtur af hungri að deyja. Því að hér er ei neitt meira brauð í staðnum.“

Þá skipaði konungurinn Ebed Melek Blámanni og sagði: „Tak þrjátígi menn með þér af þessum og drag Jeremiam propheta upp úr dýflissunni áður en hann deyr þar.“ Og Ebedmelek tók mennina með sér og gekk inn í konungsins hús þar niður undir sem féhirslurnar voru og tók þar gamla sundurrifna og útslitna klúta og lét þá í einum streng ofan í dýflissuna til Jeremia. Og Ebed Melek Blámaður sagði til Jeremiam: „Lát þessa gamla sundurrifna útslitna klúta undir þína armleggi kringum strenginn.“ Og Jeremias gjörði so. Og þeir drógu Jeremiam upp úr dýflissunni með toginu og Jeremias var svo síðan í fordyrunum myrkvastofunnar.

Og konungurinn Zedechias sendi þangað og heimti Jeremiam propheta til sín undir þann hinn þriðja innganginn á húsi Drottins. Og konungurinn sagði til Jeremia: „Eg vil spyrja þig að nokkru, kæri, dyl ekki þess fyrir mér.“ Jeremias sagði til Zedechiam: „Segi eg þér nokkuð þá lætur þú lífláta mig en þó að eg gefi þér eitt ráð þá hlýðir þú mér ekki.“ Þá sór konungurinn Zedechias Jeremia heimuglegana og sagði: „So sannarlega sem Drottinn lifir sá eð hefur gjört oss þessa sálu þá vil eg ekki lífláta þig og eigi heldur gefa þig í þeirra manna hendur sem sækja eftir þínu lífi.“

Og Jeremias sagði til Zedechia: „So segir Drottinn Guð Sebaót, Guð Ísraels: Ef að þú gengur út til höfðingjanna konungsins af Babýlon þá muntu lífi halda og þessi staðurinn mun þá ekki uppbrenndur verða heldur so, þú og þitt hús munuð þá lífi halda. En ef þú gengur ekki út til höfðingjanna konungsins af Babýlon þá mun þessi staður gefast í hendur þeirra Chaldeis og þeir munu brenna hann upp með eldi og þú munt ekki einnin sleppa úr þeirra höndum heldur muntu handtekinn verða af konunginum af Babýlon og þessi staður mun með eldi uppbrenndur verða.“

Og Zedechias sagði til Jeremia: „Sjá þú til að enginn fái þessi orð að vita, þá muntu ekki deyja. Og ef höfðingjarnir fá það að vita að eg hefi talað við þig og þeir koma til þín og segja: Segðu hvað þú talaðir við konunginn, dyl ekki fyrir oss, þá viljum vér ekki aflífa þig, og hvað talaði konungurinn við þig? þá segðu: Eg bað konunginn það hann vildi ekki láta leiða mig aftur í Jónatan hús so að eg dæi þar út af.“

Þá komu allir höfðingjarnir til Jeremia og spurðu hann að og hann sagði þeim so það konungurinn hafði boðið honum. Þá forlétu þeir hann með því að þeir kunnu ekki neins af honum vísir að verða. Og Jeremias var í fordyrum myrkvastofunnar allt til þess dags þá Jerúsalem var unnin.