LII.

Statt upp, statt upp, Síon, íklæð þig þínum styrkleika, íklæð þig þínum dýrðarskrúða, þú hin heilaga borg Jerúsalem því að þar mun héðan í frá enginn óumskorinn eður óhreinn ríkja í þér. [ Haf þig í burt úr moldarduftinu, statt upp, þú hin hertekna Jerúsalem, leystu þig burt úr þínum hálsböndum, þú hin hertekna dótturin Síon. Því að svo segir Drottinn: Þér eruð fyrir ekki neitt í burt seldir, þér skuluð og einnin án peninga endurleystir verða.

Því að so segir Drottinn Drottinn: Mitt fólk fór í fyrstu ofan í Egyptaland so að það væri þar framandi gestur og Assúr gjörði því ofríki fyrir utan sök. En hvernin verður nú hér við mig gjört? [ segir Drottinn. Mitt fólk er burt vent fyrir ekkert, þeirra yfirdrottnarar gjöra ekki utan kveinan, segir Drottinn, og mitt nafn verður daglegana æ meir og meir lastað. Þar fyrir skal mitt fólk meðkenna mitt nafn, á þeim sama tíma það sjá þú, sjálfur vil eg tala. [

Ó hversu ljúflegir eru á fjöllunum fæturnir þeirra sendiboðanna sem friðinn kunngjöra, gott prédika og hjálpræðið boða! [ Þeir sem til Síon segja: „Þinn Guð er kóngur.“ Þínir vökumenn kalla hátt með sínum hljóðum og gleðjast til samans því að þeir munu það með augum sjá þá eð Drottinn umvendir Síon. Fagnið og gleðjist allir til samans, þér sem búið í þeirri foreyddu Jerúsalem því að Drottinn hefir huggað sitt fólk og endurleyst Jerúsalem. Drottinn hefir augsýnt sinn heilagan armlegg fyrir augsýn allra heiðinna þjóða og það öll endimörk veraldarinnar skulu sjá það hjálpræðið vors Guðs.

Víkið frá, víkið frá, farið í burt þaðan og áhrærið ekki neitt saurugt, gangið út af henni, hreinsið yður, þér sem berið kerin Drottins, því þér skuluð ekki með [ flýti út fara né með flótta á burt ganga því að Drottinn mun ganga frammi fyrir yður og Guð Ísraels mun samansafna yður.