II.

Þessir eru synir Israelis: [ Rúben, Símeon, Leví, Júda, Ísaskar, Sebúlon, Dan, Jósef, Benjamín, Neftalí, Gað og Asser.

Þessir eru synir Júda: [ Ger, Ónan, Sela. Þessir þrír voru honum fæddir af dóttir þeirra kananísku kvinnu Súa. En Ger fyrsti sonur Júda var illur fyrir Drottni og því sló Drottinn hann í hel. En Tamar hans mágkona fæddi honum Peres og Sera. Svo að synir Júda voru fimm með öllu.

Synir Peres voru Hesróm og Hamúl. [ Synir Sera voru Simrí, Etam, Heman, Kalkól, Dara. Og þessir allir voru fimm.

Synir Karmí voru Akar sem að sturlaði Ísrael því hann syndgaðist þá hann stal því sem bannfært var. Sonur Etan var Asarja. En synir Hesróm sem honum voru fæddir voru Jerahmeel, Ram og Kalúbaí. Ram gat Amínadab. Amínadab gat Nahesson hver að var höfðingi yfir Júda. Nahesson gat Salma. Salma gat Bóas. [ Bóas gat Óbeð. Óbeð gat Ísaí. [ Ísaí gat Elíab, sinn fyrsta son, Abínadab annan, Simía hinn þriðja, Netaneel fjórða, Raddaí hinn fimmta, Ósem þann sjötta og Davíð hin sjöunda. [ En Serúja og Abígail voru þeirra systur. [ Synir Serúja voru Abísaí, Jóab og Asahel, þeir þrír. En Abígail fæddi Amasa en Jeter sá Ísmaelíti var faðir Amasa.

Kaleb son Hesróm gat Asúba með sinni kvinnu og Jerígót. [ Og þessir voru hans synir: Jeses, Sóbab og Ardon. En sem Asúba andaðist þá tók Kaleb Efrat og hún gat honum Húr. En Húr gat Úrí en Úrí gat Besaleel.

Þar eftir svaf Hesróm hjá dóttir Makír, föður Gíleað, og tók hana þá hann var sextígi ára gamall og hún fæddi honum Segúb. Og Segúb gat Jaír. Hann átti þrjár og tuttugu borgir í landinu Gíleað. Og hann fékk af þeim Gesúr og Aran staði Jaír, þar með Kenat með sínum smástöðum sem voru sextígi. Allir þessir eru synir Makír, föður Gíleað. En sem Hesróm deyði í Kaleb Efrata þá lét Hesróm sína húsfrú Abía eftir sig og hún fæddi honum Assúr, föður Tekóa.

Jerahmeel fyrsti son Hesróm átti syni. Hans fyrsti son Ram, Búna, Óren, Ósem, Ahía. Og Jerahmeel hafði enn aðra kvinnu. Hún hét Atara og hún var móðir Ónam. En synir Ram þess fyrsta sonar Jerahmeel voru þeir Maas, Jamen og Eker.

Og Ónam átti syni: Samaí og Jada. Nadab og Abísúr eru synir Samaí. En kvinna Abísúr hét Abíhaíl og hún fæddi honum Aban og Mólíd. Synir Nadab voru Seled og Appaím. En Seled andaðist barnlaus. Sonur Appaím var Jesei. Og son Jesei var sesan. Son Sesan var Ahelaí. En synir Jada, bróðir Samaí, eru Jetei og Jónatan. Og Jeter deyði barnlaus. En synir Jónatan eru Pelet og Sasa. Þessir eru synir Jerahmeel.

Sesan hafði öngva sonu heldur dóttir. Og Sesan hafði einn egypskan þénara sem hét Jarrha. Og þessum Jarrha gaf Sesan sína dóttir til eiginkvinnu og hún fæddi honum Ataí. Ataí gat Natan. Natan gat Sabad. Sabad gat Eflal. Eflal gat Óbeð. Óbeð gat Jehú. Jehú gat Asarja. Asarja gat Hales. Hales gat Eleasa. Eleasa gat Síssemaí. Síssemaí gat Sallúm. Sallúm gat Jekamja. Jekamja gat Elísama. Synir Kaleb, bróður Jerahmeel eru þessir: [ Meesa hans fyrsti son. Hann er faðir Síf og sona Maresa, föður Hebron. Synir Hebron eru Kóra, Tapúa, Rekem og Sama. Sama gat Raham, föður Jarkaam. Rekem gat Samaí. En son Samaí hét Maon en Maon var faðir Bet Súr.

Og Efa, frilla Kaleb, hún fæddi Haran, Mósa og Gases. Og Haran gat Gases. Og synir Jahdaí voru Rekem, Jótam, Gesan, Pelet, Efa og Saaf. Og Maeka, frilla Kaleb, fæddi Seber og Tírhena. Og hún fæddi einnin Saaf, föður Madmanna og Seva, föður Makbena og föður Gíbea. En Aksa var dóttir Kaleb.

Og þetta voru synir Kaleb: Húr hinn frumgetni af Efrata, Sóbal faðir þeirra af Kirjat Jearím, Salma faðir Betlehem, Haref faðir Bet Gader. Og Sóbal, faðir Kirjat Jearím, hafði syni og hann sá hálft Manúhót.

En af þeirri ætt Kirjat Jearím voru Jehtriter, Puthiter, Sumathiter og Misrahiter. Af þessum eru þeir Zaregathiter og Esthaoliter komnir. Synir Salma eru Betlehem og þeir Netophatiter, Jóabs húss kóróna og hálfpart af þeim Manahthiter af þeim Zareither. Og sú skrifaraætt sem bjó í Jabes eru þeir Thiriathiter, Simeathiter, Suchathiter. Það eru þeir Keniter sem komnir eru af Hamat, föður Bet Rekab.