CXV.

Eigi oss, Drottinn, eigi oss heldur þínu nafni gef þú dýrðina vegna þinnar miskunnar og sannleiks sakir.

Hvar fyrir þá skulu hinir heiðnu segja: „Hvar er nú þeirra Guð?“

En vor Guð er á himni, hann kann að gjöra hvað hann vill,

en hinna annarra skúrgoð eru silfur og gull af mannahöndum gjörð.

Þau hafa munna og tala ekki, þau hafa augu og sjá ekki, [

þau hafa eyru og heyra ekki, þau hafa nasir og ilma ekki,

þau hafa hendur og þreifa ekki, fætur hafa þau og ganga þó ekki og öngvan málróm láta þau í gegnum sinn háls.

Þeir eð soddan gjöra eru eins líka og allir þeir eð treysta á þau.

En Ísrael, vona þú upp á Drottin, hann er þeirra hjálp og skjöldur.

Húsið Arons vonar upp á Drottin, hann er þeirra hjálp og skjöldur.

Hver eð óttast Drottin þeir vona einnin á Drottin, hann er þeirra hjálp og skjöldur.

Drottinn hann minnist vor og blessar oss, hann blessar húsið Ísrael, hann blessar húsið Aron.

Hann blessar þá sem óttast Drottin, bæði smá og stóra.

Drottinn hann blessi yður æ meir og meir, yður og sonu yðra.

Þér eruð blessaðir af Drottni, þeim sem gjört hefur himin og jörð.

Himinninn gjörvallur er Drottins en jörðina hefur hann mannanna sonum gefið.

Hinir dauðu lofa þig ekki, Drottinn, ekki heldur þeir sem ofan fara í helvíti [

heldur vér lofum Drottin, allt héðan í frá og að eilífu. Halelúja.