XIII.

Þessir menn komu til Davíðs til Siklag þá hann var enn inniluktur fyrir Saul syni Kís. Og þeir voru á meðal þeirra kappa sem hjálpuðu honum til stríðsins og voru góðir bogmenn, vígir á báðar hendur að kasta steinum og skjöta örum: Af bræðrum Saul sem voru af Benjamín: [ Ahíeser þann yppasti og Jóas synir Samaja Gibeathiter, Jesíel og Pelet synir Asmavet, Baraka og Jehú Anthotiter, Jesmaja Gibeoniter sterkastur á meðal þrjátígi og yfir þrjátígi, Jeremía, Jahesíel, Jóhanan, Jósabad Gederathiter, Elkana, Jeseja, Asareel, Jóeser, Jasabeam, Choriter, Jóela og Sabadja synir Jeróham af Gedór, Eleúsaí, Jerímót, Bealía, Samarja, Safatja af Haróf.

Af sonum Gað flúðu til Davíðs í þau virki í eyðimörkinni sterkir kappar og stríðsmenn, hafandi bæði skjöld og spjót, grimmir að sjá sem león og fljótir sem hreindýr á fjöllum. [ Sá hinn fyrsti hét Esser, annar Óbadía, þriðji Elíab, fjórði Masmanna, fimmti Jeremía, sjötti Ataí, sjöundi Elíel, áttundi Jóhanan, níundi Elísabad, tíundi Jeremía, ellefti Makbanaí. Þessir voru af sonum Gað, höfðingjarnir yfir hernum. Sá hinn minnsti var yfir hundrað en sá yppasti yfir þúsund. Þessir eru þeir sem gengu yfir Jórdan í þeim fyrsta mánaði þá hún var full á báða bakka og flóði um allar grundir, bæði í mót austri og í mót vestri.

Og þar komu af sonum Benjamín og af Júda til þess virkis sem Davíð var. [ Og Davíð gekk út til þeirra, svaraði og sagði: „Ef þér komið til mín í friði að veita mér lið þá skal mitt hjarta vera með yður. En ef þér komið með slægð og viljið vera í móti mér þó að þar sé ekkert ranglæti með mér þá sjái Guð vorra forfeðra það og straffi það.“ En andinn gaf sig í Amasaí brjóst, höfuðsmanns á meðal þrjátígi, og sagði: „Davíð, þínir erum vér og vér höldum með þér, þú son Ísaí. Friður, friður veri með þér, friður veri með þínum hjálparmönnum því að þinn Guð hjálpar þér.“ Þá tók Davíð þá til sín og setti þá til höfuðsmanna yfir stríðsfólkið.

Og af kynkvísl Manasse féllu nokkrir til Davíðs þá hann kom með Philisteis í mót Saul í stríð og barðist ei með þeim. [ Því höfðingjar þeirra Philistinorum létu hann fara frá sér með ráði og sögðu: „Ef hann fellur í lið með sínum herra Saul þá má það kosta vorn háls.“ Þá hann kom nú aftur til Siklag þá féllu til hans af Manasse Adna, Jósabad, Jedíael, Míkael, Jósabad, Elíhú, Siltaí, höfðingjarnir yfir þúsund í Manasse. Og þessir hjálpuðu Davíð á móti víkingum því þeir voru allir hinir sterkustu kappar og voru hershöfðingjar. Og hvern dag komu nokkrir til Davíðs honum til liðs þar til að þar varð mikill her, líka sem Guðs her.

Og þessi er talan á hershöfðingjum sem komu til Davíðs í Hebron að snúa kóngsríki Saul til hans eftir orðum Drottins: [

Synir Júda sem báru skjöld og spjót voru sex þúsund og átta hundruð búnir til bardaga. Synir Símeon, hraustir kappar til hernaðar, sjö þúsund og hundrað. Synir Leví, fjórar þúsundir og sex hundruð, og sá höfðingi Jóajada á meðal þeirra, af ætt Aron, og með honum þrjár þúsundir og sjö hundruð. Sadók hinn ungi, einn hraustur kappi með sínu föðurs húsi: Tveir og tuttugu höfðingjar. Synir Benjamín, bræður Saul: Þrjár þúsundir. Því að allt til þess tíma fylgdu enn margir húsi Saul kóngs.

Synir Efraím: Tuttugu þúsund og átta hundruð, sterkir kappar, nafnfrægir menn í sinna feðra húsum. Sú hálf ætt af Manasse, átján þúsundir, hver við sitt nafn, komu að taka Davíð til kóngs. Synir Ísaskar sem voru [ hyggnir menn og vissu hvað Ísraelslýður skyldi gjöra í sérhverri tíð, tvö hundruð höfuðsmenn, og allir þeirra bræður hlýddu þeirra orðum. Af Sebúlon, þeir sem herfærir voru, búnir með allrahanda vopnum til bardaga, fimmtígi þúsund, komu til liðs með einföldu hjarta. Af Neftalí, þúsund höfðingjar og sjö og þrjátígi þúsundir með þeim hverjir að bæði höfðu skjöld og spjót. Af Dan, búnir til bardaga, fjörutígi þúsundir. Hinumegin Jórdanar af þeim sonum Rúben, Gað og af hálfri Manasses ætt með allsháttuðum stríðsvopnum, hundrað og tuttugu þúsundir.

Allir þessir stríðsmenn, tilbúnir til bardaga, komu af öllu hjarta til Hebron að taka Davíð til kóngs yfir allan Ísrael. Og allir aðrir í Ísrael höfðu eitt hjarta að Davíð væri til kóngs tekinn. Og þeir voru hjá Davíð í þrjá daga, átu og drukku, því þeirra bræður höfðu reitt þar til fyrir þeim. Og þeir sem næstir þeim voru þar í kring, til Ísaskar, Sebúlon og Neftalí, þeir fluttu þangað á ösnum, úlföldu, múlum og uxum til matar brauð, mjöl, fíkjur, rúsín, vín, oleum, uxa, sauði, yfirgnæfanlega, því fögnuður var í Ísrael.