IIII.

Hvernin er það gullið so með öllu blakkt og það skæra gullið so ljótt orðið og steinarnir helgidómsins liggja so í sundurdreifðir fram á öllum strætunum!

Þau eðla börnin Síon, skíra gullinu samjöfn, hvernin eru þau nú lík þeim leirpottunum sem leirkerasmiðurinn gjörir! [

Drekarnir þeir rétta brjóstin að sínum ungum og gefa þeim að sjúga en dótturin míns fólks skal vera so miskunnarlaus svo sem einn stríðsfugl á eyðimörku.

Tungan brjóstbarnanna tollir við góminn á þeim af þorsta, þau ungu börnin beiðast brauðs og þar er enginn sá sem þeim brjóti það.

Þeir sem áður fyrri átu hið lystilegasta þeir hungra nú á strætunum. Þeir sem áður voru klæddir í silki þeir hljóta að liggja nú í óhreinindum.

Sá misgjörningurinn dótturinnar míns fólks er stærri en syndir Sódóma, þeirri sem um var turnað og þar kom engin hönd til.

Hennar Nazarei voru hreinari en snjór og skærri en mjólk. Þeirra yfirlitur var rauðara en kuriel, þeirra ásjóna var líka sem saphirus.

En nú er þeirra yfirlitur dökkur af sorta so að menn þekkja þá ekki á strætunum, þeirra skinn það loðir við beinin og þeir eru so þurrir sem tré.

Þeim vegnaði það betur sem drepnir voru með sverðinu heldur en þeim sem dóu út af hungrinu, þeir sem sultu og í hel stungnir urðu vegna þess ávaxtarleysis akurlandanna.

Hinar hjartsárustu kvinnur hlutu sjálfar að sjóða sín börn svo að þær hefðu nokkuð að eta í þeirri eymdinni dótturinnar míns fólks.

Drottinn hefur fullkomnað sína reiði, hann hefur úthellt sinni grimmdarbræði, hann uppkveikti einn eld í Síon hver eð foreyddi hennar grundvallan.

Konungarnir á jarðríki hefðu því ekki trúað, eigi heldur allt fólkið í veröldunni það sá mótstandarinn og óvinurinn skyldi inndraga um Jerúsalem borgarhlið.

En það er skeð fyrir synda sakir hennar propheta og fyrir misgjörða sakir hennar kennimanna sem úthelltu réttlátra manna blöði þar inni.

Þeir ráfuðu hingað og þangað á strætunum, líka sem sjónlausir menn, og voru saurgaðir með blóði svo að þeir máttu ekki snerta þau klæði hinna annarra.

En þeir kölluðu til þeirra: „Víkið frá, þér hinir saurugu! Víkið frá, víkið frá! Áhrærið ekki neitt!“ Því að þeir forðuðust þá og flýðu fyrir þeim so að sagt var einnin á meðal heiðingjanna: „Þeir verða þar ekki lengi.“

Þar fyrir hefur reiði Drottins í sundurdreift þeim og vill ekki meir sjá til þeirra af því að þeir ekki í heiðri höfðu prestana og gjörðu öngva miskunnsemi við öldungana.

Þó góndu samt vor augu eftir þeirra hégómahjálpinni þangað til að þau voru þróttlaus einnin, þann tíð vér vonuðum á það fólkið sem oss kunni öngva hjálp að veita.

Þeir eltu oss so að vér þorðum ekki að ganga á vorum vegum. Þá komu einnin vor ævilok, vorir dagar eru úti, vor ending er komin.

Vorir ofsóknarar voru fljötari en ernur í loftinu, þeir ofsóttu oss á fjöllunum og sátu um oss í eyðimörkinni.

Sá hinn smurði Drottins sem var vort traust varð þar hertekinn þá þeir foreyddu oss á hverjum vér höfðum vort traust að vér vildum lifa undir hans skugga á meðal heiðinna þjóða.

Já gleð þig og vert glaðvær, þú dótturin Edóm, þú sem býr í landinu Ús, því að þinn kaleikur skal einnin koma yfir þig, þú hlýtur einnin að verða drukkin og nakin.

En þú, dótturin Síon, þinn misgjörningur hefur einn enda, hann mun eigi oftar láta þig í burt flytja. En þins misgjörnins, þú dótturin Edóm, mun hann vitja og opinbera so þína synd.