Þá söng Móses og Ísraelssynir Drottni þennan lofsöng og sögðu:

„Ég vil lofsyngja Drottni því hann hefur gjört eitt dásemdarverk, hestum og vögnum hefur hann í hafið niður steypt. [

Drottinn er minn styrkur og lofsöngur og hann er mitt hjálpræði. Hann er minn Guð, hann vil ég prísa. Hann er míns föðurs Guð, hann vil ég upphefja.

Drottinn er þann rétti stríðsmann, Drottinn er hans heiti. Hann kastaði faraónis vögnum og hans magt niður í hafið.

Hans útvaldir höfðingjar sukku í Hafinu rauða og undirdjúpið huldi þá, þeir sukku til botns sem steinar.

Drottinn, þín hægri hönd gjörði miklar dásemdir, Drottinn, þín hægri hönd sló niður fjandmanninn.

Þú kollvarpaðir þínum mótstöðumönnum með þinni mikillri dýrð, því þá þú lést lausa þína reiði þá fortærði hún þeim svo sem ögnum.

Þá þú blést gaf vatnið sig upp og vatsföllin stóðu sem önnur hrúga og undirdjúpin veltu upp vatninu mitt í sjónum.

Óvinurinn sagði: ég vil sækja eftir þeim og höndla þá og skipta herfangi og seðja reiði mína á þeim.

Ég vil rykkja mínu sverði og mín hönd skal vega þá. Þá léstu þinn vind blása og sjórinn huldi þá og þeir sukku niður sem blý í miklum vatsföllum.

Drottinn, hver er þinn líki á meðal guðanna? Hver er þinn líki sem so er máttugur, heilagur, hræðilegur, loflegur og so dásamlegur í sínum verkum sem þú?

Þá þú útréttir þína hægri hönd þá gleypti jörðin þá.

Þú hefur leitt þitt fólk með þinni miskunnsemd sem þú hefur endurleyst og hefur leitt þá með þínum styrk til þíns heilaga bústaðar.

Þá þjóðirnar heyrðu það þá bifuðust þær og angist kom yfir Filisteos.

Þá urðu hræddir höfðingjar Edóm og þeir voldugu í Móab skulfu og allir innbyggjarar í Kanaan urðu duglausir. [

Lát hræðslu og ótta falla yfir þá fyrir þinn sterka arm, að þeir stirðni sem steinar þar til þitt fólk, Drottinn, er framhjá komið, þar til þitt fólk er fram um komið, það sem þú hefur útvegað.

Leið þá þar inn og gróðurset þá uppá þínu erfðafjalli sem þú, Drottinn, gjörðir þér til eins heimilis, til þíns helgidóms, Drottinn, sem þín hönd hefur tilreitt.

Drottinn mun ríkja um aldir og að eilífu. Því faraó dró inn í hafið með hestum, vögnum og riddaraliði og Drottinn lét hafið falla aftur yfir þá.

En Ísraelssynir gengu á þurru mitt í gegnum hafið.“

Og María spákona, systir Arons, tók eina bumbu í sína hönd og kvinnurnar allar út eftir henni í dans með hljóðfærum. Og María söng fyrir þeim: „Látum oss lofsyngja Drottni því hann hefur gjört eirn dýrðlegan gjörning og niður kastaði manni og hesti í hafið.“

Og Móses lét Ísraelssonu ferðast burt frá Hafinu rauða til þeirrar eyðimerkur Súr. [ Þar gengu þeir þrjá daga í eyðimörku og fundu ekkert vatn. Þá komu þeir til Mara. [ En þeir gátu ekki drukkið af vatninu í Mara því það var mjög beiskt. Þar fyrir kalla menn þann stað Mara. Þá möglaði fólkið mót Móse og sagði: „Hvað skulum vér drekka?“ En hann kallaði til Drottins og Drottinn vísaði honum eitt tré, því kastaði hann í vatnið og vatnið varð sætt.

Þar setti hann þeim lög og rétt og freistaði þeirra og sagði: „Ef að þú hlýðir röddu Drottins Guðs þíns og gjörir það sem rétt er fyrir honum og ef þú lætur hans boðorð þér í eyrum loða og heldur allar hans skikkanir þá vil ég öngvan af þeim sjúkdómum leggja uppá þig sem ég lagði á Egyptaland. Því að ég er Drottinn þinn græðari.“