XXIII.

Og Davíð bauð að samansafna þeim útlendingum sem voru í Israelislandi og hann skikkaði af þeim steinsmiði að úthöggva steina til Guðs húss bygging. [ Og Davíð lét tilbúa mikið járn til naglanna, til hurðanna í portunum og til alls þess sem negla þurfti og svo mikinn kopar að eigi varð veginn. So og sedrustré óteljanleg því að þeir af Sídon og Tyro færðu Davíð mikinn sedrusvið. Því Davíð sagði: „Minn son Salómon er barn og lítils máttar en húsið það sem Drottni á að byggjast skal vera stórt so að hans nafn og dýrð upphefjist í öllum löndum. Því vil eg tilbúa það sem hann þarf.“ Og Davíð samansafnaði miklum efnum áður en hann andaðist.

Og Davíð kallaði sinn son Salómon fyrir sig og bauð honum að byggja Drottins Ísraels Guðs hús og sagði til hans: „Minn son, eg hefi haft í sinni að byggja nafni Drottins míns Guðs eitt hús. En Drottins orð kom til mín og sagði: Þú hefur úthellt miklu blóði og verið mikill bardagamaður. Þar fyrir mátt þú ekki byggja mínu nafni hús því að þú hefur úthellt miklu blóði á jörð fyrir mér. Sjá, sá sonur sem þér skal fæðast hann skal vera kyrrlátur maður því eg vil gefa honum hvíld fyrir öllum hans óvinum allt um kring því hann skal heita Salómon. Því eg vil gefa frið og ró í Ísrael um alla hans lífdaga. Og hann skal byggja mínu nafni hús. Hann skal vera minn sonur og eg vil vera hans faðir og hans konunglegan stól vil eg staðfesta yfir Ísrael ævinlega.

Nú þar fyrir, minn son, sé Drottinn með þér og vert þú lukkusamur so að þú byggir Drottni þínum Guði eitt hús sem hann hefur talað um þig. Drottinn mun og svo gefa þér hyggindi og skilning og hann mun bjóða þér um Ísrael að þú haldir Drottins Guðs þíns lögmál. Því þá munt þú vera lukkusamur nær þú heldur þig til að gjöra eftir þeim boðum og réttindum sem Guð bauð Móse að læra Ísrael. Ver hraustur og hugdjarfur, óttast ekki og vert óhræddur. Sjá þú, eg hefi í minni fátækt gefið til Drottins húss kostnaðar hundrað þúsund centener gulls og þúsund sinnum þúsund [ centener silfurs, þar með kopar og járn án tölu því það er meira en það verði reiknað. Eg hefi og ætlað til tré og steina, þar mátt þú við auka. So og hefur þú marga arfiðara, steinhöggvara og trésmiði bæði á tré og steina og allsháttaðar hagleiksmenn á allra handa arfiði, á gull, silfur, kopar og járn, hvað óteljanlegt er. Svo tak þig nú upp og fullkomna þetta. Drottinn mun vera með þér.“

Og Davíð bauð öllum Israelishöfðingjum að þeir skyldu hjálpa hans syni Salómoni og sagði: „Er eigi Drottinn yðar Guð með yður og hefur hann ei gefið yður frið og ró allra vegna? Því að hann hefur gefið landsins innbyggjara í yðar hendur og landið er unnið undir Drottin og undir hans fólk. Svo gefið nú yðar hjörtu og yðar sálir til þess að þér leitið Drottins yðars Guðs. Og takið yður upp að byggja Drottni einn helgidóm þar inn megi láta Drottins örk og Guðs heilögu ker í húsið hvert eð uppbyggjast skal nafninu Drottins.“ Svo setti nú Davíð sinn son Salómon til kóngs yfir Ísrael þá hann var orðinn gamall og saddur af lífdögum. [