XVII.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, framsettu Ísraels húsi eina ráðgátu og eina eftirlíking og seg þú: [ Svo segir Drottinn Drottinn: Ein stór örn með miklum vængjum, feitum og vel fiðruðum, með aðskiljanlegum litarhætti, kom upp af Líbanon og tók toppinn af sedrusviðinum og braut af þann hæðsta kvistinn og flutti hann í kramaralandið og setti hann í þá kaupmannsborgina. Hann tók og einnin sæðið af því sama landi og sáði því í það sama góða landið þar sem mikil vötn eru og setti það lauslegana niður. Og það vóx upp og varð eitt þykkt vínviðartré og þó lágt því að greinirnar þar á beygðu sig niður og ræturnar þar á voru undir því og það var svoddan eitt vínviðartré sem fékk kvisti og greinir.

Og þar var ein önnur stór örn með miklum vængjum og mörgum fjöðrum. Og sjá þú, vínviðartréð hafði einn girndarhug í sínum rótum til þeirrar sömu arnarinnar og útþandi sína vínviðarkvistu á móti henni svo að þeir skyldu vökvast af hennar gröðsetningum. Og það var þó gróðsett á einu frjósömu landi hjá mörgum vötnum so að það hefði vel mátt fá kvistu og bera ávöxt og verða eitt ágætt vínviðartré.

Svo seg þú nú: Svo segir Drottinn Drottinn: Skyldi það vel lukkast? Já menn munu upprykkja rótunum þar af og af rífa ávöxtinn og það skal uppþorna so að öll fullvaxin blöð þar á skulu í burt visna og það skal ekki ske fyri reinn stóran armlegg eða fyrir mikinn mannfjölda upp á það að menn skuli í burt flýja það frá sínum rótum. Sjá þú, vel er það gróðsett en skyldi því lukkast þar með? Já, svo snart sem austanvindurinn kemur við það þá mun það í burt visna í þeim sama stað sem það vóx upp.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Kæri, seg þú til þess óhlýðuga hússins: Viti þér ekki hvað þetta er? Og segðu: Sjá þú, konungurinn af Babýlon kom til Jerúsalem og tók hennar konung og hennar höfðingja og flutti þá í burt til sín í Babýlon og tók einn af því konunglega sæðinu og gjörði einn sáttmála við hann og tók einn eið af honum. En þá hina voldugu í landinu tók hann í burt svo að ríkið skyldi verða lækkað þar með og það tæki sig ekki upp svo það hans sáttmáli skyldi haldinn verða og stöðugur standa.

En það sama sæði féll frá honum og sendi sinn boðskap til Egyptalands að þeir skyldu senda sér víghesta og margt liðsfólk. Skyldi honum það vel lukkast? Skyldi sá undan komast sem svoddan gjörir? Og skyldi hann undan komast sem rýfur sáttmálann? [ Svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn Drottinn, í þeim stað þess konungsins sem hann setti til konungs þá skal han deyja, hvers eið hann hefur foraktað og hvers sáttmála hann hefur rofið, einkum sem er til Babýlon. Og faraó skal ekki veita honum styrk í stríðinu með miklu herliði og mörgu fólki, nær eð menn hlaða upp virkisgarðana og byggja upp herkastalana so að margur skuli í hel sleginn verða. Því að með því að hann hélt ekki þann eiðinn og rauf þá sáttargjörðina sem hann gaf upp á sína hönd og gjörir allt svoddan þá skal hann ekki undan komast.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: So sannarlega sem eg lifi þá vil eg innfæra minn eið þann sem hann foraktaði og minn sáttmála þann sem hann braut yfir hans höfuð. Því að eg vil kasta mínu neti yfir hann og hann skal höndlaður verða í mínu lagneti og eg vil flytja hann til Babýlon og þar vil eg ganga í lagadóm við hann af því að hann hefur svo forbrotið sig við mig. Og allir hans flóttamenn sem flýja með honum þeir skulu falla fyrir sverði og þeir sem eftir blífa þá skulu í burt dreifðir verða í allar áttir vindanna og þeir skulu formerkja að eg, Drottinn, hefi sagt þetta.

Svo segir Drottinn Drottinn: [ Eg vil og taka toppinn af því háva sedrustrénu og brjóta einn fagran kvist af þeirr hæðstu greininni þar er á og eg vil gróðsetja hann upp á einu hávu fjalli sem upp er hlaðið, sem er á Ísraels hávu fjalli, að hann skal fá greinir og bera ávöxt og blífa eitt vegsamlegt sedrustré so að allra handa fuglar kunni að búa undir honum og allt það sem flogið getur kunni að blífa undir skugganum hans greina. Og öll landsins tré skulu fornema að eg, Drottinn, hafi niðurþrykkt því hinu háva trénu og upphafið það hið niðurþrykkta tréð og gjört það græna tréð þurrt og það þurra tréð grænt. Eg, Drottinn, tala þetta og gjöri það einnin.