Þar var eirn maður af húsi Leví, hann gekk að eiga eina af Leví dætrum. Og kvinnan varð ólétt og fæddi eirn son. [ Og sem hún sá að það var eitt vænt sveinbarn geymdi hún það í þrjá mánuði. En þá hún gat eigi lengur leynt því gjörði hún eirn kistil af reyr og bræddi með leir og biki og lagði þar í barnið og lét kistilinn í sefið út með árbakkanum. En hans systir stóð langt frá og vildi sjá hvernin þetta mundi ganga.

Og faraónis dóttir gekk ofan að þvo sér í ánni og hennar jungfrúr gengu eftir árbakkanum. En sem hún sá kistilinn í sefinu sendi hún sínar ambáttir þangað og lét færa sér hann. Og er hún lauk honum upp sá hún barnið og sjá, það grét. Hún sá aumur á því og sagði: „Það er eitt af þeim ebresku börnunum.“

Þá sagði barnsins systir til faraónis dóttur: „Vilt þú að ég fari og kalli eina af þeim ebresku kvinnum sem barnið fæði á brjósti sér?“ Faraónis dóttir sagði til hennar: „Far þú.“ Jungfrúin fór af stað og kallaði á móður barnsins. Þá sagði faraónis dóttir til hennar: „Tak þetta barn til þín og fóstra mér það upp, ég mun launa þér.“ Kvinnan tók barnið og fóstraði það upp. Og þá sveirninn var vaxinn leiddi hún hann til faraónis dóttur og hún hlt hann fyrir sinn son og kallaði hann Móses, því hún sagði: „Ég hefi tekið hann úr vatni.“

Og á þeim tíma þá Móses var fulltíða gekk hann út til sinna bræðra og sá kvöl þeirra. [ Og hann sá eirn egypskan ljósta hans bróður sem var eirn af þeim ebreskum. Þá litaðist Móses um og er hann sá öngvan mann í nánd þeim vó hann þann hinn egypska og gróf hann í sandi. Annars dags gekk hann út aftur og sá tvo ebreska menn þrátta sín á milli og hann sagði til hans sem órétt gjörði: „Því slær þú þinn náunga?“ En hann sagði: „Hver hefur sett þig til höfðingja eður dómara yfir oss? Viltu vega mig sem þú draps þann egypska í gær?“ Þá varð Móses hræddur og sagði: „Hvernin er það orðið opinbert?“ Og það kom fyrir faraónem og hann leitaði eftir að láta drepa Mósen. En Móses flýði frá faraóne og hélt sig í því landi Madían og dvaldist hjá einum brunni. [

Og þar var eirn kennimaður í Madían, hann átti sjö dætur, þær komu þangað að ausa upp vatn og fylltu vatsrennurnar að vatna þeirra föðurs sauðum. Þá komu hirðarar að og ráku þær í burt. En Móses reis upp og hjálpaði þeim og vatnaði sauðunum. Og þá þær komu heim til síns föðurs Ragúel spurði hann þær að: „Því komu þér svo snart aftur í dag?“ Þær sögðu: „Eirn egypskur maður leysti oss frá fjárhirðaranna hendi og jós vatnið upp fyrir oss og vatnaði sauðunum.“ Hann sagði til sinna dætra: „Hvar er sá maður? Því létu þér hann fara í burt og buðuð honum ekki inn að eta með oss?“

Og Móses lét sér vel líka að vera hjá þeim manni. Og hann gekk að eiga hans dóttur Sippóra. [ Hún gat við honum eirn son, þann kallaði hann Gerson. [ Því að hann sagði: „Ég er orðinn eirn útlendingur í annarlegu landi.“ Og hún ól eirn annan son, þann nefndi hann Elíeser og sagði: „Míns föðurs Guð er minn hjálpari og hann frelsti mig af hendi faraónis.“ [

Eftir langa tíma andaðist kóngurinn af Egyptalandi. En Ísraelssynir andvörpuðu undir þeirra ánauð og kölluðu. Og þeirra kall undir erfiði þeirra kom upp fyrir Guð. Og Guð heyrði þeirra andvarpan og minntist á sinn sáttmála sem hann hafði gjört við Abraham, Ísak og Jakob. Og hann leit til þeirra og tók þá að sér.