Opinberanir S. Johannis theologi

I.

Þetta er opinberan Jesú Christi hverja Guð gaf honum til að kunngjöra sínum þjónum hvað ske skal snarlega og tilteiknað og sent hefur fyrir sinn engil til síns þénara Jóhannes, hver vitnað hefur Guðs orð og vitnisburðinn af Jesú Christo, hvað helst hann hefur séð. [ Sæll er sá sem les og sá sem heyrir orðið spádómsins og varðveitir hvað í honum skrifað er því að tíminn er nálægur.

Jóhannes þeim sjö samkundum sem í Asia eru: Náð sé með yður og friður af þeim sem er og þeim sem var og þeim sem koma mun og af þeim sjö öndum sem eru fyrir hans stóli og af Jesú Christo, sá sem er trúr vottur og frumgetningur framliðinna og höfðingi jarðarinnar konunga. Hver oss hefur elskað og þvegið af syndunum í sínu blóði og hefur gjört oss til konunga og kennimanna fyrir Guði og sínum föður. [ Þeim hinum sama sé dýrð vald um aldir alda að eilífu. Amen. Sjáið, hann kemur með skýinu og öll augu munu hann sjá og þeir eð hann stungið hafa og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina. [ Já, amen. Eg em A og Ö, upphaf og endir, segir Drottinn, sá sem er og sá sem var og sá sem koma mun, hinn almáttugi.

Eg Jóhannes, yðar bróðir og hluttakari í hörmunginni og ríkinu og þolinmæði Jesú Christi, var í eynni Patmos fyrir Guðs orðs sakir og vitnisburðar Jesú Christi. [ Eg var í anda á sunnudegi og heyrði á bak mér aftur raust mikla sem lúðurs, so segjandi: Eg em A og Ö, fyrstur og síðastur. Og hvað þú sér það skrifa í bók og send það til samkundanna í Asia: Til Epheso og til Smyrnem, til Pergamum og til Thyatiras, til Sarden og til Philadelphiam og til Laodiceam.

Og eg snera mér við það eg lita þá raust sem við mig talaði. Og sem eg snera mér við sá eg sjö ljósastikur gulllegar og milli gulllegra stjakanna þann líkur var mannsins syni. [ Sá var klæddur síðri slyppu og spenntur um bringuna gulllegum linda. En hans höfuð og hár voru hvít, sem hvít ull og líka sem snjár, og hans augu sem eldsins logi og hans fætur sem það látun er glóar í afli og hans rödd sem niður mikilla vatna og hafði sjö stjörnur í sinni hægri hendi og út af hans munni gekk hvasst tvíeggjað sverð og hans andlit lýsti sem skínanda sól.

Og sem eg sá hann féll eg til fóta hans so sem dauður. Og hann lagði sína hægri hönd yfir mig og sagði til mín: „Hræðstu ekki. Eg em fyrstur og síðastur og lifandi. Eg var dauður og sjá, að eg em lifandi um aldir að eilífu og hefi lykla helvítanna og dauðans. Skrifa hvað þú séð hefur og hvað þar er og hvað þar eftir á ske skal, leyndardóm þeirra sjö stjarna sem þú hefur séð í minni hægri hendi og þær sjö gulllegar stikur. Þessar sjö stjörnur eru englar sjö samkundna og þær sjö ljósastikur sem þú hefur séð eru sjö samkundur. [