XV.

Og það skeði so eftir þetta að Absalom lét tilreiða sér vagna og hesta og valdi fimmtígi menn sér til fylgdar. [ Og Absalom stóð ætíð snemma upp á morna og stóð á vegi hjá borgarhliði. Og hver sá maður sem nokkuð málefni hafði og kominn var að leita kóngs atkvæðis, þann kallaði Absalom til sín og sagði: „Af hverri borg ert þú?“ Og þegar hinn sagði honum: „Þinn þénari er kominn af einni borg Israelis ættkvísla“ þá sagði Absalom til hans: „Sjá, þú hefur góð og rétt málefni en enginn er tilsettur af kónginum sem þig skal heyra.“

Og Absalom sagði: „Hver vill setja mig til dómara í landinu að hver maður komi til mín, þeir sem nokkur málefni hafa og vilja fá úrskurð, so að eg hjálpi þeim til réttinda?“ Og þá nokkur kom til hans og vildi heilsa honum þá útrétti hann sína hönd og tók í mót honum og kyssti hann. So gjörði Absalom við allan Israelislýð nær sem menn komu til dóms fyrir kónginn. Og so stal hann Israelismanna hjörtum.

Eftir liðinn [ fjörutígi ár kom Absalon að máli við kónginn og sagði: „Eg vil fara og leysa heit mitt í Hebron sem eg hét Drottni. Því að þann tíma sem eg bjó í Gesúr í Syria þá hét þinn þénari einu heiti og sagði: Ef svo er að Drottinn lætur mig komast heim aftur í Jerúsalem þá vil eg gjöra Drottni eina Guðs þjónustu.“ Kóngurinn svaraði og sagði til hans: „Far með friði.“ Og hann tók sig upp og fór til Hebron.

En Absalom hafði útsent njósnarmenn til allra Ísraels kynkvísla og lét þeim segja: „Nær þér heyrið blásið í basuner þá segið: Absalom er orðinn kóngur í Hebron!“ En þar gengu tvö hundruð manna með Absalom af Jerúsalem sem hann kvaddi að fara með sér. En þeir gengu af einföldu hjarta og vissu ekki hvað undir bjó. Absalom sendi og svo eftir Akítófel Siloniter, ráðgjafa Davíðs af hans stað Síló. [ En sem hann færði nú fórnirnar þá varð sambandið sterkt og fólkið hljóp til og dreif að Absalom.

Þá kom einn og kunngjörði þetta Davíð og sagði: [ „Hvers manns hjarta í Ísrael fylgir Absalom eftir.“ Davíð sagði til sinna þénara sem hjá honum voru í Jerúsalem: „Stöndum upp og forðum oss því að ekki mun síðar kostur að flýja undan Absalom. Flýtið yður og förum so hann teppi oss ekki inni og grípi oss og leiði ólukku yfir oss og slái staðinn með sverði.“ Kóngsins þénarar sögðu til hans: „Allt hvað minn herra kóngurinn býður það viljum vér, þínir þénarar, gjöra.“

Og kóngurinn fór af staðnum gangandi og allt hans hús. En hann lét tíu af sínum frillum eftir að geyma herbergja. Og sem kóngurinn og allt fólkið með honum var nú út komið gangandi nam hann staðar langt frá húsinu. Og allir hans þénarar gengu með honum, þar með og allir Crethi og Pleti og allir Gethiter og þau sex hundruð manna sem honum höfðu fylgt á fæti frá Gat gengu undan kónginum.

Og kóngurinn sagði til Itaí Gethiter: [ „Því fer þú með oss? Snú þú aftur og vert hjá kónginum því þú ert útlendur maður og ert kominn hingað frá þínum stað. Þú komst í gær og í dag verður þú að ganga með oss. En eg mun fara sem fyrirliggur. Snú þér aftur og þínir bræður með þér, veitist þér miskunnsemd og sannleikur.“ Itaí svaraði og sagði: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir og svo víst sem minn herra kóngurinn lifir: Hvar helst sem minn herra kóngurinn verður, hvert sem það er í lífi eða dauða, þar skal eg, þinn þénari, vera.“ Davíð sagði þá til Itaí: „So kom og far með.“ So fór Itaí Gethiter og allir hans menn og allra þeirra synir sem voru með honum. Og þeir grétu allir með hárri raust og allt fólkið gekk með. Og kóngurinn gekk yfir um lækinn Kedron og allt fólkið gekk undan á þann veg sem liggur til eyðimerkur. [

Og sjá, Sadók var og þar og allir þeir Levítar sem voru með honum berandi Guðs sáttmálsörk og þeir settu hana þar. Og Abjatar gekk upp til þess að fólkið kom allt af staðnum. En Davíð sagði til Sadók: „Berið Guðs örk aftur í staðinn. Ef eg finn náð fyrir Drottni þá lætur Drottinn mig koma aftur og leyfir mér að sjá hana og sitt hús. [ En ef hann segir: Eg hefi öngva þóknan á þér, sjá, þá er eg hér, gjöri hann við mig sem honum best líkar.“ Og kóngurinn sagði til Sadók kennimanns: „Þú sjáandi, snú þú aftur í staðinn með friði og báðir ykkrir synir með ykkur, Ahímaas, þinn son og Jónatan, son Abjatar. Sjá, eg vil bíða á þessu sléttlendi í eyðimörkinni þar til að boðskapur kemur frá ykkur og þið undirvísið mér.“ So báru þeir Sadók og Abjatar Guðs örk aftur í Jerúsalem og voru þar.

En Davíð gekk að fjalli Oliveti grátandi, berfættur og með huldu höfði. So og allt fólkið sem var með honum huldu höfuð sín og gengu grátandi. Og sem það var Davíð undirvísað að Akítófel væri í sambandi með Absalom þá sagði hann: „Drottinn, gjör þú Akítófels ráð að heimsku.“ [

Og er Davíð kom upp á hæðir þær þar menn voru vanir að tilbiðja Guð, sjá, þá mætti Húsaí Arachiter honum með sundurrifnum klæðum og moldarfullu höfði. [ Og Davíð sagði til hans: „Ef þú fer með mér þá verður þú mér til þyngsla. En ef þú gengur aftur í borgina og segðir til Absalom: Eg er þinn þénari, eg vil vera kóngsins so sem eg var þíns föðurs þénari í þann tíma so vil eg og nú vera þinn þénari. Gjör þú fyrir mig ónýtar ráðagjörðir Akítófel. Sadók prestur og Abjatar eru með þér. Hvers þú verður vís í kóngsins garði það skaltu allt segja Sadók kennimanni og Abjatar. Sjá, þeirra tveir synir eru hjá þeim, Ahímaas son Sadók og Jónatan son Abjatar. Með þeim kannt þú að senda mér sanna vissu af því sem þú heyrir.“ Eftir þetta sneri Húsaí, vin Davíðs, í borgina og Absalom kom til Jerúsalem.