CLXVI.

Halelúja.

Aund mín, lofa þú Drottin, eg vil Drottin lofa svo lengi sem eg lifi og mínum Guði lofsyngja á meðan það eg em hér.

[ Treystið ei upp á höfðingana, þeir eru menn, þeir kunna ekki að hjálpa.

Því að mannsins andi verður út þaðan að fara og han sjálfur hlýtur aftur að jörðu að verða, þá eru allar hans ráðagjörðir að öngvu orðnar.

Sæll er sá hvers hjálp það Guð Jakobs er, hvers von að er upp á Drottni hans Guði,

hver eð himininn, jörðina, sjóinn og allt hvað þar er inni hefur gjört, hann sá eð tryggðina heldur eilíflegana,

hann eð réttan dóm afrekar þeim sem rangindin líður, hver eð fæðslu gefur hungruðum.

Drottinn hann leysir fjötraða, Drottinn hann gefur sýn blindum, Drottinn réttir þá við sem niðurslegnir eru, Drottinn elskar þá réttlátu, [

Drottinn hann varðveitir hina framandi og föðurleysingjana og annast ekkjurnar og [ umsnýr veginum óguðhræddra,

Drottinn ríkir eilíflegana, þinn Guð, Síon, um aldur og ævi. Halelúja.