LXV.

Mín verður leitað af þeim sem ekki spurðu eftir mér, eg verð fundinn af þeim sem ekki leituðu að mér og til þeirra heiðinna þjóða sem ekki kalla mitt nafn segi eg: Hér em eg, hér em eg. Því að eg útrétti mínar hendur allan daginn til eins óhlýðugs fólks hvert eð gengur eftir sínum hugrenningum, á þeim veginum sem ekki er góður. Það fólk sem mig til reiði reitir er jafnan fyrir minni augsýn og byggir í hjá dauðra manna leiðum og halda sig í jarðhreysunum, eta svínakjöt og hafa herfilegt jukk í sínum eldsgögnum og segja so: „Vertu heima, áhrær mig ekki það eg skal helga þig.“

Slíkur skulu verða reykur í minni reiði, sá seldur sem allan daginn brennur. Sjá þú, það stendur skrifað fyrir mér, eg mun ei þegja heldur endurgjalda, já eg mun gjalda þeim það aftur í þeirra eigin barm, bæði þeirra sjálfs misgjörðir og so misgjörðirnar feðra þeirra, allar til samans, segir Drottinn, þeirra sem upp á fjöllunum hafa fórnfært og mig hafa vanvirt upp á hæðunum. Eg mun mæla þeim það aftur það fyrra athæfið í þeirra eigin barm.

Svo segir Drottinn: Líka so sem þá nær eð laugurinn finnst í vínberinu og sagt verður: „Spreng það ekki því að þar er blessan inni“ svo mun eg og einnin líka gjöra vegna minna þjónustumanna að eg fordjarfa það ekki allt saman heldur mun eg út af Jakob láta sæði uppvaxa og út af Júda það sem eignast mun mitt fjall. Því að mínir hinir útvöldu skulu það erfa og mínir þjónustumenn skulu þar byggja. Og Saron skal verða eitt hjarðarhús og sá dalurinn Akor að fjárskjóli mínu fólki þess sem mín leitar.

En þér hverjir eð yfirgefið Drottin og forgleymið mínu heilögu fjalli og tilreiðið þeim Gaað matborð og skenkið fullt á þeim Mení af drykkjaroffrinu – nú vel, eg mun telja yður til sverðsins so að þér hljótið allir að beygja yður til slátrunar. Af því að eg kallaði og þér gáfuð ei svar og eg talaði og þér heyrðuð ekki heldur gjörðuð það hvað mér líkaði illa og útvölduð það hvað mér misþóknaðist.

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn so: Sjá þú, mínir þjónar skulu eta en þér skuluð hungra. Sjá þú, mínir þjónar skulu glaðir vera en þér skuluð til skammar verða. Sjá þú, mínir þjónar skulu drekka en þér skuluð þyrstir vera. Sjá þú, mínir þjónar skulu af góðu geði lofsyngja en þér skulið af hjartans angri hátt gráta og af vesaldar eymd æpa. Og þér skuluð láta yðvart nafn mínum útvöldum eftir til að sverja við. Og Drottinn Drottinn mun svipta þig lífinu og nefna sína þjóna með örðu nafni so það hver eð sig mun blessa á jörðu sá mun velsigna sig í þeim sannarlegum Guði og hann hver eð sverja mun á jörðu sá mun sverja við þann sannarlega Guð. Því að þær hinar fyrri ánauðirnar eru forgleymdar og eru byrgðar fyrir mínum augum.

Því að, sjá þú, eg mun skapa nýjan himin og jörð so að það hið fyrra skal ei lengur minnst vera né það í hug koma. Heldur munu þeir gleðja sig elíflegana og glaðir vera yfir því sem eg skapa. Því að sjá þú, eg mun gjöra Jerúsalem til unaðsemdar og hennar fólk til fagnaðar og eg mun glaður vera yfir Jerúsalem og gleðja mig yfir mínu fólki og þar skal ekki lengur inni heyrt verða raustin grátursins né hljóðin hryggðarinnar. Þar skulu ekki meir þau börn vera sem ekki útlifa sína ævi eður þeir gamlir menn sem ekki fullkomna sína áratölu heldur skulu þeir æskumenn dyeja sem eru hundrað vetra og þeir syndugir sem eru hundrað ára skulu bölvaðir vera.

Þeir munu húsin uppbyggja og þar inni búa, þeir munu planta víngarða og eta þeirra ávöxtu. Þeir skulu ekki uppbyggja sem annar skal á búa og ekki það rótsetja sem annar mun upp eta. Því að dagar míns fólks skulu vera so sem dagarnir einnrar eikar og verkin þeirra handa mun gamalt verða hjá mínum útvöldum. Þeir skulu ekki erfiða forgefins né ótímabæra burði fæða. Því að þeir eru sæðið hinna blessuðu Drottins og þeirra eftirkomendur með þeim. Og það skal ske að fyrr en þeir kalla þá mun eg svara, á meðan þeir tala þá mun eg heyra. Úlfurinn og lambið skulu til samans sér fæðslu leita, leónið mun gras bíta sem naut og höggormurinn skal jarðarduftið éta. Þá mun ekki neitt skaða né þeim granda upp á mínu heilaga fjalli, segir Drottinn.