IIII

Líka so mínir kærir og elskulegir Bræður, minn Fögnuður, og mín Kóróna, standið so í DROTTNI, elskanlegir. Evodian áminni eg, Syntichen ámminni eg, það þær sé samlyndar í DROTTNI. Eg bið þig einnen minn trúr lagsmaður, veit þeim hjástoð, sem með mér strítt hafa yfir Evangelio, með Clemese, og hinum öðrum mínum hjálparmönnum, hverra nöfn að eru á Lífsbókinni. Gleðjið yður í DROTTNI alla tíma, og enn aftur segi eg gleðjið yður. Yðra Hógværð látið kunna vera öllum mönnum. DROTTINN er nálægur. Syrgið ekki, heldur látið yðar Bænir í öllum hlutum, í bænahaldi og ákalli, með þakkargjörð, fyrir Guði kunnar verða. Og Friður Guðs sá hærri er öllum skilningi, varðveiti yðar hjörtu og hugskot, í Christo Jesú.

Framar kærir Bræður, Hvað sannarlegt er, hvað Heiðursamlegt er, hvað réttlegt er, hvað hreinferðugt er, hvað ástsamlegt er, hvað vel sómir. Er það Dygð nokkur, er þar Lof nokkuð, hugsið þar eftir, hvert þér einnen lært og meðtekið heyrt og séð hafið á mér, það gjörið, Þá mun DROTTINN Friðarins með yður vera.

Eg em næsta mjög glaður orðinn í DROTTNI, það þér endurblómguðust, fyrir mér að [ syrgja, sem þér hafið þó allt jafnt fyrir mér sorgað, En tíðin hefur það eigi viljað líða. Eigi segi eg það nauðþurftarinnar vegna, Því að eg hefi lært, hjá þeim að eg em, mér að nægja láta. Eg kann lágur og hár að vera, eg em í öllum hlutum og hjá öllum skapfelllegur, bæði saddur að vera, og so hungraður, bæði gnóg að hafa og Vesöld líða. Eg forma alla hluti fyrir þann sem mig máttugan gjörir (Christur) Þó hafi þér velgjört, það hér hafið mína Hörmung annast.

En þér Philipenses vitið það, að af upphafi Evangelii, þann tíð eg burt fór af Macedonia það enginn Söfnuður hefur mér nokkuð veitt í reikningskapnum, út að láta og inn að taka, utan þér einir saman. Því að, til Tessalonica sendu þér nokkuð til minnar Nauðþurftar, eitt sinn, og þar eftir enn einu sinni, Eigi það eg spyrji að gjöfinni, heldur spyr eg að Ávextinum, það hann sé gnóglegur í yðrum Reikningskap. Því að eg hefi alla hluti, og hefi gnóglega. Eg [ fylltunst þann tíð eg meðtók fyrir Epaphroditon, það frá yður kom, sætan Ilm, þægilegt Offur, Guði þakknæmt. En minn Guð uppfylli alla yðar nauðþurft, eftir sínum Dýrðarinnar Ríkdómi í Christo Jesú.

En Guði vorum Föður sé Dýrð, um aldur og ævi að eilífu, Amen. Heilsið öllum Heilögum í Christo Jesú. Yður heilsa þeir bræður sem eru hjá mér, Yður heilsa allir Heilagir, sérdeilis þeir af Keisarans húsi, Náð vors DROTTins Jesú Christi sé með yður öllum, A M E N.

Skrifaður af Róm með

Epaphrodito