CXXXIX.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja.

Drottinn, þú rannsakar mig og þekkir mig.

Hvert eg sit eða stend upp þá veistu það, þú formerkir mínar hugrenningar álengdar.

Eg geng eður ligg, þá ertu í kringum mig og sér alla mína vegu.

Því að sjá þú, þar er ekkert orð á minni tungu það þú, Drottinn, vitir það eigi allt.

Þú kemur því til vegar hvað eg gjöri fyrr og seinna og heldur þinni hendi yfir mér.

Svoddan þín viska er undarleg og mér við of, eg fæ hana ekki skynjað.

Hvert skal eg fara fyrir þínum anda eður hvert skal eg flýja fyrir þínu augliti?

Færa eg upp í himininn þá ertu þar, byggi eg mér rúm í helvíti þá ertu einnin þar. [

Taki eg vængi morgunroðans og byggi út við hina ystu sjávarbrún

þá mundi þar þó í þeim stað þín hönd halda mér.

Segi eg það að myrkurin fái hulið mig þá hlýtur einnin nóttin ljós að vera í kringum mig.

Því myrkrin eru einnin ei myrkur hjá þér og nóttin hún lýsir sem dagurinn, myrkrið er svo sem ljósið. [

Því að mín nýru þa hefur þú í þínu valdi, þú varst yfir mér í móðurkviði.

Eg þakka þér þar fyrir að eg em svo dásamlega skapaður, merkileg þá eru þín verk og það sama formerkir mín sála vel.

Mín bein voru þér og ekki ókunnig þá að eg var í leynum gjörður, þá að eg myndaður varð í [ fylsnum jarðar.

Þín augu þau sáu mig þá að eg enn ekki fullskapaður var og allir [ dagar voru í þína bók skrifaðir, þeir eð enn vera skyldu og þeirra hinna sömu var það þá enn enginn.

En hversu heiðarlegiar að eru fyrir mér, Guð, þínar hugsanir? Hvernin er þeirra svo mikill fjöldi?

Skylda eg eiga að telja þær þá mundi þeirra fjöldi fleiri vera en sandurinn, nær að eg uppvakna em eg enn í hjá þér.

Ef að, Guð, þú í hel slægir hina ómildu og það hinir blóðgjörnu hlyti frá mér að víkja!

Því að þeir tala um þig háðuglegana og þínir óvinir hefja sig upp án tilefnis.

Eg hata þá, Drottinn, sem þig hata og mér mislíkar við þá það þeir setja sig í gegn þér.

Eg hata þá af alvöru réttri, þar fyrir eru þeir mínir óvinir orðnir.

Rannsaka þú mig, Guð, og reyn mitt hjarta, prófa þú mig og reyn hvernin að eg meina það

og sjá þú hvert að eg er á vondum vegi og leið þú mig upp á þann eilífa veginn.