XI.

Og höfðingjar fólksins bjuggu í Jerúsalem en það annað fólk kastaði hlutum þar um að tíundi partur af þeim skyldi fara til Jerúsalem og búa þar í þeim heilaga stað, hinir niú partar í borgunum. [ Og almúginn blessaði alla þá menn sem að voru lostuglega viljugir til að búa í Jerúsalem.

Þessir eru landsins höfðingjar sem bjuggu í Jerúsalem. En í borgum Júda bjó hver á sínu góssi í sínum stað, sem var Ísrael, prestarnir, Levítarnir, Nethíním og synir Salomonis þénara. Og í Jerúsalem bjuggu nokkrir af sonum Júda og af Benjamín. [ Af sonum Júda: Ataja son Úsía, sonar Sakaría, sonar Amarja, sonar Sefatja, sonar Mahelaleel, af sonum Pares. Maeseja son Barúk, sonar Kal Hóse, sonar Hasaja, sonar Adaja, sonar Jójaríb, sonar Sakaría, sonar Siloni. Allir synir Pares sem bjuggu í Jerúsalem voru fjögur hundruð sextígi og átta sterkir menn.

Þessir eru synir Benjamín: Sallú son Mesúllam, sonar Jóed, sonar Pedaja, sonar Kólaja, sonar Maeseja, sonar Ítíel, sonar Jesaja. Og eftir hann Gabaí, Sallaí, níu hundruð tuttugu og átta. Og Jóel son Sikrí var þeirra forstandari. Og Júda son Hasmóa var settur yfir þann annan part staðarins.

En af prestunum (bjuggu þar): [ Jedaja son Jójaríb, Jakín, Saraja son Hilkía, sonar Mesúllam, sonar Sadók, sonar Merajót, sonar Ahítób, var höfðingi í Guðs húsi. Og hans bræður sem þjónuðu í musterinu, þeir voru átta hundruð tuttugu og tveir. Og Adaja son Jeróham, sonar Plalía, sonar Amsí, sonar Sakaría, sonar Pashúr, sonar Malkía. Og hans bræður voru inu ypustu á meðal feðranna, þeir voru tvö hundruð fjörutígi og tveir. Og Amassaí son Asareel, sonar Ahúsaí, sonar Mesillemót, sonar Immer og hans bræður, miklir magtarmenn, voru hundrað tuttugu og átta. Og Sabdíel son Gedólím var þeirra höfðingi.

Af Levítunum: Semaja son Hasúb, sonar Asríkam, sonar Hasabja, sonar Búnní og Sabtaí og Jósabad af Levítunum. Þessir voru settir yfir alla þá þjónustu sem hið ytra var að þjóna í Guðs húsi. Og Matanja son Míka, sonar Sabdí, sonar Assaf, sem var hföðingi lofs og þakkargjörðar í bæninni. Og Bakbúkía sá annar á meðal sinna bræðra og Abda, son Sammúa, sonar Galal, sonar Jedítún. Allir Levítarnir í þeim helga stað voru tvö hundruð áttatígi og fjórir. En dyraverðirnir voru Akúb, Talmon og þeirra bræður sem tóku vara á dyrunum hundrað sjötígi og tveir. En þeir aðrir af Ísrael, kennimenn og Levítar voru í öllum Júdastöðum, hver á sinni erfð.

Og þeir Nethíním sem bjuggu í Ófel og Gispa þeir voru yfir þeim Nethíním. En sá hinn yppasti yfir Levítönum var Úsí son Baní, sonar Hasabja, sonar Matanja, sonar Míka. Af sonum Assaf voru söngvarar til þjónustu í Guðs húsi. Því það var kóngsins bífalning yfir þeim að söngvararnir skyldu trúlega höndla hvern dag svo sem tilheyrði. Og Petaja sonur Mesesabeel af sonum Sera, sonar Júda, hann var kóngsins bífalningsmaður til allra þeirra gjörninga sem fólkið skyldi gjöra.

Og synir Júda sem voru hið ytra í þorpum og býjum í þeirra landi, þeir bjuggu nokkrir í borg Kirjat Arba og hennar dætrum og í Díbon og hennar dætrum og í Kapseel og í hennar þorpum og í Jesúa, Mólada, Bet Palet, Hasar Súal, Berseba og hennar dætrum, í Siklag og Mókóna og hennar dætrum, í En Rimmon, Sarega, Jeremút, Sanóa, Adúllam og þeirra þorpum, í Lakís og hennar héruðum, Aseka og hennar dætrum. Og þeir reistu byggðir frá Berseba og allt til dalsins Hinnom.

En synir Benjamín af Gaba bjuggu í Mikmas, Aja, Betel og hennar dætrum og í Anatót, Nób, Ananja, Hasór, Rama, Gitaím, Hadíd, Síbóím, Neballat, Lód, Ónó, í þeim Smiðadal. Og nokkrir Levítarnir sem höfðu part í Júda bjuggu á meðal Benjamín.