XXV.

Þá mun himnaríki líkt vera tíu meyjum hverjar eð tóku sína lampa og gengu út í móti brúðgumanum. [ En fimm af þeim voru fávísar og fimm forsjálar. Þær sem fávísar voru tóku sína lampa en tóku þó ekkert viðsmjör með sér en hinar forsjálu tóku í sínum kerum viðsmjör með lömpunum. Og er brúðguminn gjörði dvöl á að koma syfjaði þær allar og sofnuðu. En um miðnætti kom kall: Sjáið, brúðguminn kemur, gangi þér út í móti honum. Þá stóðu upp allar þessar meyjar og prýddu sína lampa. En þær fávísu sögðu til hinna forsjálu: Gefið oss af viðsmjöri yðru því að vorir lampar slokkna út. Hinar forsjálu svöruðu og sögðu: Nei, má vera að ei sé nóg fyrir oss og so yður. Fari þér heldur til sölumanna og kaupið yður. En er þær gengu að kaupa kom brúðguminn og þær sem reiðubúnar voru gengu með honum inn til brúðkaupsins og hurðinni var afturlokað. Að síðustu komu og hinar aðrar meyjar og sögðu: Herra, herra, lúk þú upp fyrir oss. En hann svaraði og sagði til þeirra: Sannlega segi eg yður að eg þekki yður eigi. Fyrir því vakið það þér vitið eigi þann dag og stund á hverri Mannsins son mun koma.

Líka sem sá maður er ferðaðist langt burt kallaði sína þjóna og fékk þeim sitt góss. [ Og einum fékk hann fimm pund en öðrum tvö, hinum þriðja eitt, hverjum manni eftir sínum formætti, og ferðaðist strax af stað. Þá gekk sá til sem fimm pund hafði meðtekið og verkaði með þeim sömum og vann þar með önnur fimm pund. Líka einnin sá sem tvö pund hafði meðtekið vann og á tvö önnur. En sá er eitt hafði meðtekið fór burt, gróf í jörðu og faldi þar síns herra fé. En eftir langan tíma liðinn kom herrann þessara þjóna og hélt reikningskap við þá. Þá gekk sá til sem fimm pund hafði meðtekið og færði honum önnur fimm pund og sagði: Herra, fimm pund fékkstu mér. Sjá, önnur fimm hefi eg á unnið. Hans herra sagði honum: [ Ey þú hinn góði og trúlyndi þjón. Af því þú vart trúr yfir litlu þá mun eg setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns herra fögnuð. Þá gekk og sá að sem tvö pund hafði meðtekið og sagði: Herra, tvö pund fékkstu mér. Sjá, önnur tvö pund hefi eg áunnið. Hans herra sagði til hans: Ey þú, hinn góði þjón og trúlyndi. Það þú vart trúr yfir fáu mun eg setja þig yfir mikið. Gakk inn í þíns herra fögnuð.

Þá gekk sá að sem eitt pund hafði meðtekið og sagði: Herra, eg veit að þú ert harður mann. Þú uppsker hvar þú sáðir eigi og samansafnar hvar þú dreifðir ei. Og óttasleginn fór eg burt og faldi pund þitt í jörðu. Sjá, þar hefir þú það hvað þitt er. En hans herra svaraði og sagði til hans: [ Þú vondur þjón og latur! Vissir þú að eg sker upp hvar eg sáði eigi og samansafna hvar eg dreifði eigi, því byrjaði þér að fá minn pening veslunarmönnum og nær eg kæma hefða eg hvað mitt er til mín tekið með ábata. Fyrir því takið af honum það pund og gefið honum sem tíu pund hefir. Því að hver sem hefur honum gefið verða og mun hann nægð hafa en hver eð eigi hefur frá þeim mun tekið verða og það hann hefur. Og þeim ónýta þjón kasti þér í hin yðstu myrkur. Þar mun vera óp og tannagnístran.

En þá Mannsins son mun koma í sínu tignarveldi og allir helgir englar með honum, hann mun þá sitja í sæti síns veldis og allar þjóðir munu samansafnast fyrir honum. [ Og hann mun þá sundurskilja hvora frá öðrum so sem hirðir sundurgreinir sauði frá kiðum. Og sauðina mun hann skipa til sinnar hægri handar en kiðin til vinstri. Þá mun konungurinn segja til þeirra sem á hans hægri hönd eru: [ Komi þér, blessaðir föður míns, og eignist það ríki sem yður var tilbúið frá upphafi veraldar. Því að hungraður var eg og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var eg og þér gáfuð mér að drekka, gestur var eg og þér hýstuð mig, nakinn var eg og þér klædduð mig, sjúkur var eg og þér vitjuðuðu mín, í myrkvastofu var eg og þér komuð til mín.

Þá munu hinir réttlátu svara honum og segja: Herra, hvenar sáum vær þig hungraðan og söddum þig eða þyrstan og gáfum þér að drekka? Eða hvenar sáum vér þig gestkominn og hýstum þig eða nakinn og klæddum þig? Eða hvenar sáum vær þig sjúkan eða í myrkvastofu og komum til þín? Og konungurinn mun svara og segja til þeirra: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð einum af þessum mínum minnstum bræðrum það gjörðu þér mér.

Þá mun hann og segja til þeirra sem til vinstri handar eru: [ Farið burt frá mér, þér bölvaðir, í eilífan eld þann sem fyrirbúinn er fjandanum og hans árum. Því að hungraður var eg og þér gáfuð mér eigi að eta, þyrstur var eg og þér gáfuð mér eigi að drekka, gestur var eg og þér hýstuð mig eigi, nakinn var eg og þér klædduð mig eigi, sjúkur og í myrkvastofu var eg og þér vitjuðuð mín eigi.

Þá munu þeir svara og segja: Herra, hvenar sáum vér þig hungraðan eður þyrstan, gest eða nakinn, sjúkan eður í myrkvastofu og höfum þér ekki þjóna? Þá mun hann svara þeim og segja: Sannlega segi eg yður: Hvað þér gjörðuð eigi einum af þessum inum minnstu það gjörðuð þér mér eigi. Og munu þeir þá ganga í eilífar píslir en réttlátir í eilíft líf.“