IIII.

Með því það Christus hefur nú fyrir oss liðið í holdinu þá brynjið yður einnin með því sama hugarfari. Því hver á holdinu líður sá firrist frá syndinni so að hann þaðan í frá, hvað eftirfaranda ævi er í holdinu, lifi eigi girndum mannsins heldur vilja Guðs. [ Því að það nægir að vér höfum þeim umliðna tíma lífdaganna uppsvarblað eftir heiðinglegum vilja þá vér gengum í lausung, lostasemdum, drykkjuskap, ofáti og ofdrykkjum og í herfilegum skúrgoðadýrkunum.

Hvað eð þá undrar það þér eigi meður þeim hlaupið í þeirri samri saurlifnaðarhneisu og guðlastið, hverjir reikninskap skulu gjalda honum sem reiðubúinn er að dæma lifendur og dauða. [ Því að fyrir það er einnin hinum dauðum evangelium kunngjört upp á það þeir dæmdir verði eftir mönnunum á holdinu en í andanum lifi Guði. Því að endir allra hluta tekur að nálgast.

Fyrir því verið sparneytnir og árvakrir til bænanna. En umfram alla hluti hafið innbyrðis glóandi kærleik því að kærleikurinn hylur fjölda syndanna. Verið gestrisnir innbyrðis án möglunar. Og þjóni hver öðrum, hver einn með þeirri gjöf sem hann hefur öðlast, so sem góðir forstjórnarmenn margvíslegrar Guðs náðar. Ef nokkur talar, tali hann það so sem Guðs orð. Og ef þjónar nokkur, hann þjóni eftir þeirri orku sem Guð gefur. So að í öllum hlutum verði Guð dýrkaður fyrir Jesúm Christum, hverjum sé dýrð og vald um aldir og að eilífu.

Hinir kærustu, eigi skulu þér láta þann [ bruna undra yður hver yður hendir nær þér freistaðir verðið so sem að henti yður nokkuð fáheyrt heldur gleðjið yður það þér með Christo líðið, upp á það þér einnin á opinberunartíma hans dýrðar mættuð gleðjast og fagna. [ Sælir eru þér ef þér vanvirtir verðið yfir nafni Christi því að andinn sá sem að er andi Guðs og dýrðarinnar hvílist yfir yður. Hjá hinum verður hann lastaður en í hjá yður vegsamaður.

En enginn yðar líði svo sem manndrápari, þjófur eða illvirki eða þann sem í annarlegt embætti fellur. En ef hann líður so sem annar kristinn þá skammist hann sín eigi en dýrki Guð í slíku tilfelli. Af því að tími er það dómurinn tiltaki á Guðs húsi. [ En ef fyrst á oss, hver mun þá endir verða þeirra sem Guðs evangelio ekki trúa? „Og ef hinn réttláti frelsast varla hvar mun þá hin ómildi og syndugi birtast?“ [ Þar fyrir skulu þeir sem líða (eftir Guðs vilja) honum sínar sálir á hendur fela, svo sem trúlyndum skapara, í góðum verkum.