XVI.

Maðurinn ásetur nokkuð í hjartanu en það kemur af Drottni sem tungan skal tala. [

Sérhverjum þykja sínir vegir hreinir en Drottinn gjörir alleina hjartað efalaust.

Bífala Drottni þínar gjörðir, þá munu þínar ætlanir framgang hafa. [

Drottin gjörir alla hluti fyrir sjálfs síns sakir, einnin hinn óguðræka til ills dags.

Drambvíst hjarta er Drottni andstyggilegt og það mun ekki óhegnt vera þó þeir sé allir í einu sambandi. [

Fyrir góðgirni og trú [ forlíkast misgjörðin og fyrir ótta Drottins forðast menn illt.

Þegar nokkurs manns vegir líka Drottni þá gjörir hann einnin hans óvin til friðs við hann.

Betra er lítið réttfengið en mikil inntekt rangfengin.[

Hjartað mannsins áformar sinn veg en Drottinn alleinasta gefur að það framkvæmist.

Spádómur er í [ kóngsins munni, hans munnur fer ekki villt í dómi.

Rétt vog og mælir er af Drottni og allar vigtir eru hans verk.

Fyrir kónginum rangt að gjöra er svívirðing því að með réttindum staðfestist kóngssætið.

Heil ráð líka kónginum og hver heilt ráð leggur verður elskaður.

Reiði kóngsins er sendiboði dauðans en vitur maður mun blíðka hann.

Nær kóngsins andlit er hýrlegt það er lífið og hans náð er líka sem kveldskúrin.

Meðtaktu viskuna því hún er gulli betri og skynsemi að hafa er dýrmætara en silfur.

Stígur réttlátra varast illt og hver sinn veg varðveitir hann geymir sitt líf.

Sá er ganga skal til grunns gjörist fyrr drambsamur, eitt dramblátt og dreissugt sinni gengur undan hröpuninni. [

Betra er að vera lítillátlegs sinnis með hógværum en skipta herfangi með drambsömum.

Hver eð forsjállega framfylgir nokkru efni sá finnur hamingju og sæll er sá sem traust hefur á Drottni.

Einn skilningsmaður verður prísaður fyrir einn vitran mann og ljúfleg ræða kennir vel.

Vísdómur er lífsins brunnur þeim sem hann hefur en [ ögun fávísra er heimska.

Eitt hyggið hjarta talar viturlega og kennir vel.

Ræða hins vingjarnlega er sem hunangsseimur, huggun sálarinnar og gleði beinanna.

Mörgum þekkist einn vegur vel en hans eð síðasta liggur til dauða. [

Margur kemur í mikinn skaða fyrir sinn eigin munn. [

Fávís maður grefur eftir ólukku og eldur brennur í hans munni.

Rangsnúinn maður vekur upp þrætur og bakmálugur maður gjörir höfðingja sundurlynda.

Ranglátur maður teygir sinn náunga og leiðir hann ekki á góðan veg.

Hver hann bendir með augunum hugsar ekkert gott og hver hann teiknar með vörunum hann fullkomnar illt.

Grár hærur eru heiðursins kóróna, hverjar að finnast á réttlætisins vegi. [

Einn þolinmóður maður er betri en sterkur maður og hann sem herra er síns sinnis heldur en sá eð múraðar borgir yfirvinnur.

Hlutföll eru í skauti lögð en þau falla eftir því sem Drottinn vill. [