IX.

Því að af þessari næringarbjörg sem þeim heilögum sker er mér ekki þörf að skrifa yður til um. Því að eg veit yðvarn góðan vilja, hvar af eg hrósa hjá þeim úr Macedonia og segi það Achaia er fyrir tólf mánuðum reiðubúin. Og yðart eftirdæmi hefur marga til knúið. En eg hefi af því þessa bræður hingað sent so það vor hrósan út af yður yrði ei að öngu og þér séuð reiðubúnir líka so sem að eg hefi sagt út af yður. So að, ef þeir úr Macedonia kæmu meður mér og fyndi yður óviðurbúna, svo vér (eg vil segja þér) verðum skammaðir með slíkri hrósan.

En eg hefi álitið það fyrir nauðsyn að áminna bræðurna það þeir færi fyrst til yðar að reiðubúa þessa áður lofaða blessan það hún sé til reiðu so það sé ein blessan en engin [ ágirni. En eg segi það: Hver hann sáir sparlega sá mun sparlega uppskera og hver hann sáir niður í blessaninni sá mun og einnin í blessan uppskera. Hver einn eftir sínu hugboði, eigi meður óvilja eður kúgan því að hýran gjafara hefur Guð sér kæran.

Því Guð er máttugur að gjöra það allsháttuð náð sé gnógleg meðal yðar so að þér hafið alls gnægð í öllum hlutum og yfirgnæfið í öllum góðum verkum, so sem að skrifað er: „Hann útdreifði og gaf fátækum, hans réttlæti blífur um aldir alda“ (en sá er sæðið gefur kornsæðaranum sá mun og gefa brauðið til fæðslunnar, hann mun og margfalda yðvart sæði og aukast láta frjóvgan yðvars réttlætis) það þér séuð auðugir í öllum hlutum með allan einfaldleik sem fyrir oss verkar þakkargjörð Guði. [

Því að sú næringarstoð þessarar bjargar uppfyllir ei alleinasta þá nauðþurft heilagra heldur yfirgnæfir einnin í því það margir þakka Guði fyrir þessa vora trúa þjónustu og prísa Guð yfir yðvari hlýðugri viðurkenningu Krists guðsspjalla og yfir yðvari einfaldlegri hjálparstoð til þeirra og til allra og yfir þeirra bænum fyrir yður, hverja að forlengir eftir yður fyrir sakir þeirrar yfirgnæfanlegrar Guðs náðar í yður. En Guði sé þakkir fyrir sína óumræðilega gáfu.