XVIII.

Þá svaraði Bildad af Súa og sagði: „Hvenær vilji þér gjöra einn enda á ræðunni? Gætið þó að, síðan viljum vér tala. Hvar fyrir verðum vér aktaðir sem annar fénaður og erum svo saurugir fyrir yðar augum? Hvört vilt þú springa af illskunni? Hugsar þú að jörðin muni yfirgefast fyri þínar sakir og að fjöllin muni [ flytjast úr sínum stað? Ljósið hins óguðhræddra mun útslokkna yfir honum og neistinn hans elds mun ekki lýsa. Hans ljós mun formyrkvast í hans tjaldbúð og hans ljós mun útslokkna yfir honum. Ágróðurinn hans peninga mun klénn verða og hans ásetningur mun bregðast honum. Því að hann er með sínum fótum innteygður í snöruna og gengur í netinu. Snaran mun og að hans ristarliðum halda og þeir hinu þyrstu munu grípa hann. Hans snara er lögð í jörðina og hans gildra á hans farvegi. Hræðslan mun skelfa þá skyndilega umhverfis svo hann mun ei vita hvað hann skal afráða.

Hungrið mun vera hans eign og ógæfan mun honum reiðubúin vera og loða við hann. Magtin hans skinns mun foreyðast og sá [ dauðans höfðingi mun fortæra hans sterkleika. Hans von mun upprætt verða af hans tjaldbúð og þeir munu í burt drífa hann til þess konungsins skelfingarinnar. Í hans híbýlum mun ekki neitt eftir vera og út yfir hans tjaldbúð mun brennisteini dreift verða. Hans rætur munu uppþorna neðan til og ofan til þá skal hans haustvinna í burt skerast. Hans minning mun forganga í landinu, hann mun og ekki neitt nafn hafa á strætunum. Hann mun burtrekinn verða frá ljósinu í myrkrið og útskúfaður af jörðunni. Hann mun hverki hafa börn né barnabörn meðal síns fólks og þar mun enginn eftir verða í hans arfleifð. Þeir eð eftir hann koma þeim mun ógna hans dagur og yfir þá sem fyrir honum eru mun koma einn ótti. Þetta er það heimilið hins óréttferðuga og bústaðurinn þess sem ekki skeytir um Guð.