XLIX.

Nafn Jósías er líka sem dýrðlegt reykelsi og út af jurtrahúsi og er sætt sem hunang í munni og sem strengjahljóðfæri með víni. [ Hann hafði mikla gáfu til að snúa fólkinu og svívirðing skúrgoðavillunnar af að taka. Hann vogaði það út af öllu hjarta til Drottins. Hann upp aftur reisti sanna Guðs þjónustu þá landið var fullt afguðadýrkunar.

Allir kóngar að undanteknum Davíð, Ezechias og Jósías hafa sig sakaða gjört því þeir fyrirlitu lögmál Hins hæðsta. [ Síðan var það með kóngunum Júda útgjört. Því að þeir urðu sín kóngaríki öðrum að gefa og annarlegum lýð sína dýrð. Þeir uppbrenndu þá útvöldu borg helgidómsins og í eyði lögðu hennar stræti sem Jeremias hafði fyrirspáð, hvern að þeir harla illa höndluðu, sá þegar í móðurkviði var útvalinn til eins spámanns, að hann skyldi uppræta, niðurbrjóta, rugla og þar í mót uppbyggja og planta skyldi. [

Esekíel sá dýrð Drottins í sýn hverja hann sýndi honum af vagni kerúbím. [ Hann hefur fyrirspáð í gegn óvinunum og huggun boðað þeim sem gjöra rétt.

Og bein þeirra tólf spámanna [ blómgast enn nú þar þau liggja því að þeir hafa hugsvalað Jakob og fyrirheitið þeirri frelsan hverrar þeir skyldu vissilega vænta. [

Hvernin viljum vér prísa Sóróbabel hver eð var so sem gullhringur á hægri hendi? [ Og Jesús sonur Jósedek hverjir eð musterið uppbyggðu á sínum dögum og það heilaga hús Drottins upp aftur reistu, það er blífa skyldi til eilíflegrar dýrðar? [

Og Nehemías er ætíð lofsverður sem oss upp aftur reisti fallna múrveggi og lása fyrir portin setti og vor hús aftur á ný upp byggði. [

Enginn er sá af jörðu skaptur að slíkur sé sem Enok því að hann er af jörðunni burtnuminn. [ Enginn er sem Jósef hver eð var einn herra sinna bræðra og hjálpari síns lýðs. [ Hans bein voru heim aftur flutt.

Set og Sem hafa hjá mönnum verið í miklum heiðri. [ En Adam veittist heiður fram yfir allt það lifir það hann er fyrstur af Guði skapaður. [